Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2007, Side 57

Læknablaðið - 15.04.2007, Side 57
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA fylgjast með loftreki. Aðgerðir og ómskoðanir voru teknar upp á myndband til síðari tíma greiningar. Niðurstöður: Marktækt meiri blæðing var við aðgerð í hópi UC (p=0,02) og tilhneiging til lengri aðgerðartíma í sama hópi.Tíu af 15 dýrum fengu loftrek meðan á aðgerð stóð. Það var tilhneiging til meiri loftreks í hópi UC, bæði af týpu I og týpu II. Ályktun: Þessi rannsókn sýnir að brottnám vinstra hliðstæðs lifrarblaðs er hægt að framkvæma með ómhníf (ultralsicion dis- sector) og ómskærum (ultrasicion shears) eða æðadeili (vessel sealing system). Niðurstöður þessarar rannsóknar hallast heldur að notkun æðadeilis (vessel sealing system) þar sem blæðing er marktækt minni. E-26 Hár (16 mmHg) vs. lágur (8 mmHg) þrýstingur í kviðarholi við kviðsjáraðgerðir á lifur minnkar blæðingu en eykur hættu á loftreki Kristinn Eiríksson', Christian Kylander2, Diddi Fors3, Stein Rubertsson’, Dag Arvidsson4 mceiriks@gmail. com 'Stavanger University Hospital, Stavangri, Noregi, 3Department of surgery, Karolinska University Hospital, Stokkhólmi, ’Department of anesthesiology, Uppsala University Hospital, 4Department of Surgical Sciences, Uppsala University, Uppsölum, Svíþjóð Inngangur: Kviðsjáraðgerðir á lifur fara vaxandi. Almennt er koltvísýringur (CO,) notaður til að blása út kviðarholið (pneu- moperitoneum). Mismunandi skoðanir eru á því hve mikinn gasþrýsting í kviðarholi skal nota. Hár þrýstingur getur mögu- lega minnkað blæðingu frá skurðfleti lifrar. Hugsanleg aukin hætta á myndun loftreks hefur komið í veg fyrir notkun á háum gasþrýstingi. Markmið rannsóknarinnar er að skoða áhrif af mis- munandi gasþrýstingi á grísi við kviðsjáraðgerðir á lifur. Efniviður og aðferðir: 16 grísir voru slembiraðaðir í tvo hópa með annars vegar 8 mmHg þrýsting og hins vegar 16 mmHg þrýsting í kviðarholi. Fjarlægt var vinstra hliðstætt blað lifrar með kviðsjáraðgerð. Vinstri lifrarbláæð var frílögð og gat var klippt á æðina í staðlaðri stærð. Bláæðinni var síðan haldið opinni í þrjár mínútur. Aðgerð síðan fullgerð. Fylgst var með hjartslætti, hjartaútfalli (CO), slagæðaþrýstingi (AP), þrýst- ingi í lungnaslagæð (PA), lungnafleygsþrýstingi (PCWP) og holæðarþrýstingi (CVP). Auk þessa var stöðugt fylgst með hlutþrýstingi súrefnis (p02), hlutþrýstingi koltvísýrings (pC02) og sýrustigi (pH) í slagæð. Koltvísýringur í lok útöndunar (EtCOz) var mældur. Ómun var gerð af hjarta með holsjárómun frá vélinda. Aðgerðartími var skráður sem og magn blæðingar. Niðurstöður: Aðgerðartími var styttri og blæðing minni við 16 mmHg þrýsting. í stærstum hluta 16 mmHg hópsins var lítil sem engin blæðing frá lifrarbláæðinni. Hins vegar varð mikil blóðrekamyndun staðfest með ómun. Það varð einnig fall í EtC02, p02 og pH á meðan pCO, hækkaði. Blóðgastruflanir voru marktækt meiri í 16 mmHg hópnum í seinni helmingi aðgerðar og á hvfldartímabili eftir aðgerð, sem gæti skýrst af aukinni samveitu blóðs í lungum hjá þeim dýrum sem höfðu meiri blóðreka. Ekki var marktæk breyting í öðrum breytum vegna blórekamyndunar. Ályktun: Hár þrýstingur í kviðarholi minnkar blæðingu við kviðsjáraðgerð á lifur. Hár þrýstingur eykur einnig hættu á myndun blóðreka. Mikil blóðrekamyndun vegna gas (týpa II) leiðir til minni gasskipta í lungum og leiðir þess vegna til koltvísýringshækkunar og súrefnislækkunar í blóði. E-27 Bruni af völdum neysluvatns úr heitavatnslögnum Lára C. Sigurðardóttir, Jens Kjartansson larags@landspitali. is Lýtalækningadeild Landspítala Inngangur: Tilgangurinn með rannsókninni er að skoða hve alvarlegir brunaáverkar af völdum neysluvatns úr heitavatns- lögnum eru, auka almenna þekkingu og efla forvarnir. Efniviður og aðferðir: Notuð var aftursæ aðferð og skoðaðar sjúkraskrár á fimm ára tímabili (2002-2007.) Þýðið var allir sjúk- lingar sem leituðu á Landspítala með brunaáverka og úrtakið sjúklingar sem voru lagðir inn með brunaáverka eftir heitavatns- bruna frá neysluvatnslögnum. Lögð var áhersla á aldursdreif- ingu, áhættuhópa, slysstað, stig bruna, útbreiðslu brunaáverka, meðferð og fylgikvilla. Niðurstöður: Á tímabilinu voru 213 innlagnir á Landspítala vegna brunaáverka. Þar af voru 29 sjúklingar (13,6%) með brunaáverka af völdum neysluvatns úr heitavatnslögnum. Flestir hlutu heitavatnsbruna á baðherbergi. Áhættuhópar eru ung börn, aldraðir, fatlaðir og flogaveikir. Allir voru með í ein- hverjum mæli grunnan eða djúpan II stigs bruna og/eða III stigs bruna og nam útbreiðslan frá 2% og upp í 60% af líkamsyfir- borði. Oft varð að flytja húð á brunasár. Fylgikvillar brunasára eru margir, eins og lýti sem felast í örvef og afmyndaðri húð, herping í stoðvef og hreyfihömlun ásamt því að ofholdgun og bólgusjúkdómar geta komið fram í húð. Ályktun: Brunaáverkar af völdum neysluvatns úr heitavatns- lögnum geta verið lífshættulegir og haft í för með sér fylgikvilla sem þarfnast langtíma meðferðar. Hægt er að koma í veg fyrir þessa áverka með forvörnum. E-28 Nýrnabrottnám með kviðsjártækni við nýrna- frumukrabbameini er örugg aðgerð Sigurður Guðjónsson', Magnus Annerstedt', Hans Frederiksen1, Fredrik Sunden', Fredrik Liedberg2 sgudjonsson@hotmail.com Þvagfæraskurðdeildir 'háskólasjúkrahússins í Lundi og 2sjúkrahússins í Váxjö, Svíþjóð Inngangur: Nýrnabrottnám er eina læknandi meðferðin við nýrnafrumukrabbameini. Samkvæmt nýlegum leiðbeiningum evrópsku þvagfæraskurðlæknasamtakanna (EAU) frá árinu 2006 er mælt með kviðsjáraðgerð við nýrnafrumukrabbameini á stigum T1-T2 og hugsanlega T3a þegar hlutabrottnám á nýra (partial nephrectomy) á ekki við. Á háskólasjúkrahúsinu í Lundi hefur þessum leiðbeiningum verið fylgt síðan 2003 með fáeinum undantekningum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur nýrnabrottnámsaðgerða með kviðsjártækni. Efniviður og aðferðir: Frá 2002-2006 gengust 39 sjúklingar undir Læknablaðið 2007/93 321
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.