Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 60
ÞIN G SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA
E-33 Úlnliðsbrot Reykvíkinga árið 2004
Kristbjörg Sigurðardóttir, Jóhann Róbertsson
kristbjorg@yst. is
Bæklunarskurðdeild Landspítala Fossvogi
Inngangur: Úlnliðsbrot eru með algengari brotum og þau leiða
stundum til langvarandi einkenna og færniskerðingar. Brotin
eru af ýmsum gerðum og krefjast því mismunandi meðferða.
Valkostir í meðferð eru stöðugt að breytast og því er nauðsyn-
legt að reyna að átta sig á árangri þeirra hvers fyrir sig. Sem liður
þar í þarf að afla grunnfaraldsfræðilegra gagna. Til er um 20 ára
gömul íslensk rannsókn sem fór yfir faraldsfræði úlnliðsbrota
hjá fullorðnum á einu ári. Tilgangur okkar rannsóknar var að
kanna faraldsfræði úlnliðsbrota á íslandi nú og bera saman við
fyrri rannsókn sem og við erlendar rannsóknir.
Efniviður og aðferðir: Fjöldi þátttakenda var takmarkaður við
þá Reykvíkinga sem leituðu á slysadeild Landspítala og fengu
greininguna úlnliðsbrot á árinu 2004. Gerð var kerfisbundin leit í
sjúkraskrárkerfi eftir greiningarnúmerum og síðan voru upplýs-
ingar fengnar úr sjúkraskrám og röntgenkerfi. Skráð var aldur,
kyn, tímasetning óhapps, eðli áverka, athöfn við áverka, félags-
staða, tegund brota og meðferð þeirra.
Niðurstöður: Skráð voru 496 brot hjá 495 einstaklingum á árinu
2004, þ.e. hjá 0,4% af áhættuþýðinu. Þar af voru 235 börn undir
16 ára (47%) og 98 ellilífeyrisþegar eldri en 66 ára (20%). Af
fullorðnum (16 ára og eldri) voru konur 66% (meðalaldur 62
ár) og karlmenn 34% (meðalaldur 47 ár) en hæsta tíðnin var
hjá 11-15 ára börnum (26%).Tíðni brota fullorðinna jókst með
aldrinum og voru þau oftast tengd frítímaiðkun (50%) eða
íþróttum (16%) en sjaldnar vinnutengd (12%). Langflest börnin
hlutu áverka við fall í leik eða íþróttum (74%). Flest barnabrotin
voru lítið tilfærð og fengu aðeins gipsmeðferð (84%) en lokaðri
réttingu og gipsun var beitt í 14% tilfella. Tíðni brota hjá börn-
unum var lítið háð árstíma en náði hámarki hjá þeim fullorðnu
yfir vetrarmánuðina vegna hálkuóhappa. Langflest brota full-
orðinna voru Colles’ brot (77%) og 67% þeirra höfðu ekki
sprungur upp í liðflöt úlnliðarins. Algengasta meðferðin var
lokuð rétting og gipsun (40%) en 5% fengu skurðmeðferð í
upphafi og 7% þurftu aðgerð síðar. Um 23% fullorðinna fóru í
sjúkraþjálfun og 16% voru lengur en 8 vikur í meðferð.
Ályktun: Tíðni og faraldsfræði úlnliðsbrota á íslandi er svipuð
og fyrir 20 árum og einnig svipuð niðurstöðum frá nágranna-
löndum okkar. Skoða þarf frekar ákveðna sjúklingahópa með
tilliti til viðvarandi einkenna og færniskerðingar til að hægt sé
að meta árangur mismunandi meðferðarkosta. Fyrirhugað er að
gera aðra rannsókn í framhaldinu þar sem farið verður nánar út
í þessi atriði.
E-34 Eru karlar veikara kynið þegar kemur að verkjum?
- Samanburður á verkjastillingu karla og kvenna á svipuðum
aldri eftir brjóstholsaðgerðir
Gísli Vigfússon, Steinunn Hauksdóttir, Gísli H. Sigurðsson
gislivig@landspitali. is
Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut
Inngangur: Rannsóknir sýna að kynjamunur getur haft áhrif
á verkun lyfja eftir aðgerðir1'. Ástæður eru margþættar, svo
sem hormónaáhrif, mismunandi næmni ópíat viðtækja og
verkunarmáti lyfj anna, erf ða- og sálrænir þættir. Gerðar haf a verið
kannanir á verkun ópíatlyfja á karla og konur við sambærilegar
aðgerðir og kringumstæður. Fáar klínískar rannsóknir hafa
borið saman kynjamun og utanbastverkjameðferð. í ljósi þessa
voru gögn svæfingadeildar Landspítala skoðuð með tilliti til
kynjamunar á sama aldursskeiði og utanbastverkjameðferðar
eftir brjóstholsaðgerðir.
Efniviður og aðferð: Úr skráðum gögnum áranna 1996-2006
var kannaður árangur utanbastverkjameðferðar hjá 149 körlum
(meðalaldur 60,5 ár) og 159 konum (meðalaldur 60,0 ár) á aldr-
inum 51-70 ára. Árangur var metinn á fyrsta og öðrum degi eftir
aðgerð og notast við VAS kvarða. VAS <3 var metinn ásættan-
legur árangur. Dreypihraði í ml/klst og notkun verkjalyfja var
borinn saman milli hópa.
Niðurstööur
Verkjastilling í hvíld/við hreyfingu Karlar Konur
Fyrsti dagur. VAS<3 í hvíld. 93% 92%
Fyrsti dagur. VAS<3 við hreyfingu 63% 68%
Annar dagur. VAS<3 í hvíld. 95% 93%
Annar dagur. VAS<3 við hreyfingu 80% 85%
Dreypihraði á öörum degi 8,1 ml/klst 7,03 ml/klst
Notkun ópíatverkjalyfja 48% 31%
Notkun salýlyfja 48% 44%
Ályktun: Verkjastilling var betri við hreyfingu, dreypihraði lægri
og notkun sterkra verkjalyfja var minni hjá konum en körlum.
Konur teljast því sterkari aðilinn þegar kemur að verkjastillingu
og notkun viðbótarlyfja.
nSex dijferences in opioid analgesia: clinical and experimental findings. Eur J Pain
2004;8:413-25.
E-35 Aldur sjúklinga hefur áhrif á árangur utanbast-
verkjameðferðar. - Samanburður á þremur aldurshópum
karla eftir brjóstholsaðgerðir á 11 ára tímabili
Gísli Vigfússon, Steinunn Hauksdóttir, Gísli H. Sigurðsson
gislivig@landspitali.is
Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut
Inngangur: Rannsóknir sýna að ýmsir þættir, eins og aldur og
kyn, geta liaft áhrif á verkun lyfja í og utan utanbasts1*. Um er
að ræða fáar rannsóknir með litlu úrtaki sjúklinga. Fáar stærri
klínískar rannsóknir liggja fyrir sem staðfesta áhrif aldurs
á verkun utanbastverkjameðferðar. í ljósi þessa voru gögn
svæfingadeildar Landspítala skoðuð með tilliti til aldurs og
utanbastverkjameðferð eftir brjóstholsaðgerðir.
Efniviður og aðferð: Úr skráðum gögnum áranna 1996-2006 var
kannaður árangur utanbastverkjameðferðar hjá 369 körlum,
sem skipt var í þrjá aldurshópa: 50 ára og yngri (108 sjúklingar,
meðalaldur 32,8 ár), 51-70 ára (156 sjúklingar, meðalaldur 61 ár)
og 70 ára og eldri (105 sjúklingar, meðalaldur 75,2 ár). Árangur
var metinn á fyrsta og öðrum degi eftir aðgerð og notast við VAS
324 Læknablaðið 2007/93