Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 65
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA
Ályktun: Árangur kransæðahjáveituagerða á sláandi hjarta er
mjög góður hér á landi og flestir fylgikvillar fátíðari en eftir
hefðbundna aðgerð. Þær taka þó heldur lengri tíma og blæðing
er meiri. Þessi rannsókn sýnir að kransæðahjáveituaðgerðir á
sláandi hjarta er hægt að framkvæma með ágætum árangri hjá
sjúklingum með alvarlegan kransæðasjúkdóm.
Tafla 1.
Gefinn er upp fjöldi og % í sviga OPCAB (n = 53) CABG (n = 150) p-gildi
Meöalaldur, ár 66,9 67,0 óm
NYHA III + IV 33 (63,5) 89(62,3) óm
Euroscore 4,8 5,1 óm
EF < 30% 5(10) 11(7,3) óm
Aögeröartími, mín (bil) 215 188* <0,01
(85-460) (110-365)
Fjöldi æöatenginga 3,4 3,3 óm
Hjartadrep eftir aðgerö 5(9,6) 23(15) ðm
Heilablóðfall 1(1,9) 3(2) óm
Blæöing (meöaltal í ml) 1042 842 <0,01
Enduraögerö v. blæðingar 1 (1,9) 10(6,7) óm
Gáttatif/flökt 22 (42,3) 85 (57,1) óm
Aftöppun fleiöruvökva 4(7,7) 27 (18) <0,01
Legutími á gjörgæslu, (miögildi, bil) 1 1 óm
(1-10) (1-23)
Heildarlegutfmi, (miögildi, bil) 10 11 0,02
(6-42) (6-96)
<0,05
Skurðdauði (< 30 d.) 0(0) 7 (4,7) 0,006
óm = ómarktækt, * tími á hjarta- og lungnavél: 84 mín., meðal-tangartími: 38 mín.
ÁGRIP
VEGGSPJALDA
V-1 Garnaflækja á ristli vegna hengisblöðru. - Sjúkra-
tilfelli
Anna Gunnarsdóttir12
Anna. Gunnarsdottir@med. Iu.se
‘Barnaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð 2Barnaskurðdeild
Landsptíala, Háskólasjúkrahús
Garnaflækja á ristli er mjög sjaldgæf garnaflækja hjá börnum.
Hér er lýst sjúkratilfelli þar sem 7 ára stúlka leitaði á bráða-
móttöku með einkenni um garnaflækju með fimm daga sögu um
versnandi kviðverki, galllituð uppköst og hægðastopp. Einnig
hafði stúlkan sögu um endurtekna kviðverki síðasta hálfa árið
fyrir komu sem talið var vegna hægðatregðu.
Yfirlitsmynd af kvið sýndi þaninn ristil með vökvaborðum og
ómskoðun sýndi vökvasöfnun neðarlega í kvið með óljósan upp-
runa. Skuggaefnisinnhelling í ristil sýndi þverstopp í bugðuristli
og var stúlkan tekin til aðgerðar.
í aðgerð kom í ljós garnaflækja á bugðuristli (colonic volvulus)
vegna stórrar hengisblöðru (mesenteric cyst) sem hafði uppruna
sinn í hengi aðlægt við bugðuristil og hafði snúið honum um
sjálfan sig 540°. Ekki var þó að sjá drep í görn og var blaðran
fjarlægð og flækjan leiðrétt. Meinafræðirannsókn sýndi að um
tvöföldunarblöðru frá görn (duplication cyst) var að ræða,
útgengin frá bugðuristli. Stúlkan náði sér fljótt eftir aðgerð og
var útskrifuð heim fáeinum dögum eftir hana. Engir fylgikvillar
hafa komið fram eftir aðgerð.
Tvöföldunarblöðrur á görn eru sjaldgæfar og algengari í smá-
girni en ristli. Helstu einkenni eru þrýstingseinkenni í kvið
ásamt garnaflækju og garnarsmokkun (intussusception), fyrst og
fremst á smágirni. Mikilvægt er að hafa þær í huga við mismuna-
greiningu hjá börnum með endurtekna kviðverki án sýnilegrar
orsakar.
V-02 Laparoscopic gastrostomy in children with congenital
heart disease
Erik Norén', Anna Gunnarsdóttir', Katarina Hanséus2, Einar Arnbjörnsson1
Anna. Gunnarsdottir@med.lu.se
'Department of Pediatric Surgery and 2Pediatric Cardiology, Lund
University Hospital, Sweden
Aim: To study the type and frequency of complications and
change in weight after a laparoscopic gastrostomy procedure
in children with congenital heart disease (CDH), comparing
patient groups of children with univentricular and biventricular
circulation, and those with completed and uncompleted cardiac
surgery.
Method: Retrospective study of all the 31 children with CDH
who underwent laparoscopic gastrostomy at our centre during
the period from 1995 to 2004. The main outcome was postopera-
tive complications and body weight changes during follow-up.
Læknablaðið 2007/93 329