Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 69
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA V-10 Krufningagreind nýrnafrumukrabbamein á íslandi 1971-2000: Samanburður við æxli greind í sjúklingum á lífi Ármann Jónsson', Sverrir Harðarson21, Vigdís Pétursdóttir2, Helga Björk Pálsdóttir1, Eiríkur Jónsson31, Guðmundur Vikar Einarsson3, Tómas Guðbjartsson31 tomasgud@landspitali.is 'Læknadeild HÍ, 2rannsóknarstofa Landspítala í meinafræði, 3þvagfæra- skurðdeild Landspítala Inngangur: Á síðasta áratug hefur nýgengi nýrnafrumu- krabbameins aukist töluvert hér á landi. Petta hefur verið skýrt með hratt vaxandi notkun ómskoðana og tölvusneiðmynda við uppvinnslu óskyldra sjúkdóma í kviðarholi. Krufningagreind nýrnafrumukrabbamein greinast fyrir tilviljun við krufningu hjá sjúklingum sem fyrir andlát hafa ekki þekkt einkenni sjúkdóms- ins. Þessi tilfelli geta geymt mikilvægar upplýsingar um hegðun sjúkdómsins hér á landi, ekki síst hvað varðar upplýsingar um raunverulega aukningu sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn á nýrnafrumukrabbameini á Islandi og byggir á gagnagrunni sem inniheldur alla sjúklinga sem greindust 1971 til 2000. í þess- ari afturskyggnu rannsókn var eingöngu Iitið á krufningagreind tilfelli. Upplýsingar fengust úr gagnagrunni rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði, Krabbameinsskrá og sjúkraskrám Landspítala. Upplýsingar um fjölda krufninga og mannfjölda á rannsóknartímabilinu fengust frá Hagstofu íslands. Tíðni krufninga lækkaði marktækt á rannsóknartímabilinu, eða úr 31-38% fyrstu 10 árin í 19% árið 2000. Athugaður var aldur og kyn sjúklinganna auk þess sem vefjasýni voru yfirfarin af tveimur meinafræðingum og skráð vefjagerð, æxlisstærð, gráðun ogTNM-stigun. Krufningagreind tilfelli voru síðan borin saman við 629 sjúklinga sem greindust á lífi með nýrnafrumukrabba- mein á Islandi á sama tímabili. Niðurstöður: Alls greindust 104 æxli fyrir tilviljun við krufningu og var meðalaldur 74,8 ár (tafla lj.Tíðni krufningagreininga var mjög breytileg á 5 ára tímabilum, eða 0,5-1,9% krufninga frá 1971-1995 en aðeins 0,18% frá 1996-2000 (p<0,05). Samanburður á æxlum sem greindust við krufningu og hjá lifandi greindum er sýndur í töflu I. Kynjahlutfall var áþekkt, einnig hlutfall hægri og vinstri æxla. Krufningagreindu æxlin voru marktækt minni, eða 3,7 miðað við 7,4 cm í þvermál.Totufrumugerð (papillary RCC) var algengari í krufningagreinda hópnum og tærfrumugerð (clear cell RCC) heldur fátíðari samanborið við lifandi greinda. Krufningagreindu æxlin reyndust með lægri stigun og gráðun en hjá lifandi greindum. Ályktun: Eins og búast mátti við eru krufningagreind nýrna- frumukrabbamein á lægri stigum og gráðun, enda greind fyrir tilviljun. Totufrumgerð er þó algengari samanborið við lifandi greinda. Krufningagreindum nýrnafrumukrabbameinum hefur fækkað á íslandi, sérstaklega eftir 1995. Þetta er staðreynd jafn- vel þótt leiðrétt sé fyrir hlutfallslegri fækkun krufninga. Aukið nýgengi nýrnafrumukrabbameins skýrist því ekki af tilfellum greindum við krufningu. Tafla 1. Æxli greind í sjúkl. á lífi Krufninga- greind æxli p-gildi Fjöldi 629 104 Aldur, ár 64,0 74.8 <0,001 Hlutfall kk/kvk 1,6 1,5 ðm Æxli hæ. megin 53% 50% óm Meðalstærð, cm 7,4 3,7 < 0,001 Tærfrumugerð 558 (88,7) 73(71,6) < 0,001 Totufrumugerö 53 (8,4) 21(20,6) 0,003 Gráðun 1 + 2 337 (53,9) 82 (83,7) <0,001 TNM-stig 1 188(29,9) 83 (81,4 ) <0,001 II 85 (13,5) 5(4,9) III 153(24,3) 6(5,9) IV 203(32,3) 8(7,8) óm = ómarktækt V-11 Sýktur ósæðarskeifugarnarfistill - sjúkratilfelli Jóhann Páll Ingimarsson, Guðmundur Daníelsson kirurgia@gmail.com Æðaskurðdeild Landspítala Inngangur: Fistill á milli ósæðar og skeifugarnar er sjaldgæf- ur (1%) en alvarlegur fylgikvilli aðgerða vegna ósæðagúls. Einkenni geta verið óljós og oft verður töf á greiningu. Orsökin er oftast bakteríusýking í græðlingi. Meðferð er flókin og um- deilt er hvaða meðferð beri að veita. Hér er lýst tilfelli af þessum sjaldgæfa fylgikvilla. Niðurstöður: 75 ára karlmaður með fyrri sögu um hluta- brottnám (Billroth I) á maga leitaði á bráðamóttöku vegna kviðverkja. Hann reyndist vera með brátt ósæðargúlsrof í kviðarholi og gekkst undir bráðaaðgerð þar sem græðlingur var lagður inn í ósæðina. Aðgerð gekk vel en eftir aðgerð greindist hann með þvagfærasýkingu og langvinnan niðurgang. Tveimur árum síðar varð vart blóðugs niðurgangs. Illa gekk að finna blæðingarstað þrátt fyrir endurteknar maga- og ristilspeglanir. Tölvusneiðmynd af kvið sýndi að skeifugörn var lóðuð niður að ósæðargræðlingnum og samgangur þar á milli. Sjúklingi blæddi umtalsvert og hann varð óstöðugur í lífsmörkum. Honum var ekki treyst í opna aðgerð og því var ákveðið að leggja inn inn- æðargræðling (endoluminal graft) í ósæðina í gegnum þræð- ingu á náraslagæð. Græðlingurinn náði frá nýrnaslagæðum og niður í hægri art. iliaca interna. Við þetta stöðvaðist blæðingin. Vegna gruns um sýkingu í fistli var hann settur á langvarandi sýklalyfjameðferð. Sjö mánuðum síðar var hann lagður inn að nýju með kviðverki og blóðug uppköst. Magaspeglun sýndi sár í skeifugörn og í botni sársins sást græðlingurinn greinilega. Gerð var hjáveita á milli art. axillaris og beggja lærisslagæða. Eldri græðlingur var fjarlægður og ræktaðist frá honum E. coli með beta-lactam ónæmi, fjölónæmur E. sakazakii og C. albicans. Eftir aðgerðina fékk hann sárasýkingu og graftarkýli undir húð sem lét undan sýklalyfjameðferð. Hann útskrifaðist heim en var aftur lagður inn vegna húðrofs yfir axillo-bifemoral græðlingnum. Læknablaðið 2007/93 333
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.