Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 73
ÞIN G SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA
V-18 Breytingar á svæðisblóðflæði og smáæðablóðflæði
draga úr trufiunum á súrefnisháðum efnaskiptum í þörmum
við blóðflæðisskort
Gísli H. Sigurðsson1, Vladimir Krejci2, Luzius Hiltebrand3
gislihs@lsh.is
'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala og læknadeild HI, 2Department of
Anesthesiology, Washington University, St. Louis, MO, BNA, 3Department
of Anesthesiology, Inselspital University Hospital, Berne, Sviss
Inngangur: Það er samband milli minnkaðs blóðflæðis í þörm-
um, fjöllíffærabilunar og dauða hjá bráðveikum sjúklingum.
Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna áhrif minnk-
aðs mesenterial blóðflæðis (SMAF) á smáæðablóðflæði og
efnaskipti í þörmum.
Efniviður og aðferðir: Þrettán svín (27-31 kg) voru svæfð og lögð
í öndunarvél. Atta þeirra voru útsett fyrir minnkun á SMAF
(15% á 30 mín fresti) meðan hin fimm voru viðmiðunarhóp-
ur. SMAF var mælt með ultrasonic transit time flæðitækni og
smáæðablóðflæði í slímhúð og vöðvalagi smáþarma og ristils var
mælt með fjölrása laser Doppler flæðitækni (LDF). pH í slímhúð
smáþarma var mælt með tonometry og efnaskipti (glukósa,
laktat og pyruvat) með mikrodialysu.
Helstu niðurstöður: Við minnkað SMAF varð smáæðablóð-
flæði í slímhúð smáþarma mjög ójafnt (herterogenous) þótt
það minnkaði ekki að magni til til að byrja með. Þéttni glukosu
í smáþarmavegg minnkaði um nærri helming þegar við 15%
minnkun á SMAF (p<0.05) og hélt áfram að minnka við frek-
ari minnkun á SMAF. Aftur á móti fór ekki að bera á hækkun
á laktat/pyruvat hlutfalli fyrr en eftir 45% minnkun á SMAF og
pH lækkun í slímhúð smáþarma fyrr en eftir 60% minnkun á
SMAF. Súrefnisnotkun í þörmum minnkaði og laktat í bláæða-
blóði þarma hækkaði fyrst eftir 75% minnkun á SMAF.
Alyktun: Þessi rannsókn bendir til að breytingar á svæðisblóð-
flæði og smáæðablóðflæði dragi úr truflunum á súrefnisháðum
efnaskiptum í þörmum við skort á blóðflæði. Lækkun á þéttni
glúkósu í þarmavegg þegar við óverulega minnkun á svæð-
isblóðflæði bendir til að það verði fyrr skortur á efni til brennslu
(substrati) en á súrefni við blóðflæðisskort í smáþörmum.
V-19 Eru breytingar á smáæðablóðflæði í þarmavegg orsök
þarmalömunar hjá bráðveikum sjúklingum?
Gfsli H. Sigurösson', Vladimir Krejci2, Luzius Hiltebrand2
gislihs@lsh.is
'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítaia og læknadeild HI, 2Department of
Anesthesiology, Inseispital University Hospital, Berne, Sviss
Inngangur: Það er þekkt samband milli slímhúðarskaða í melt-
ingavegi (gut-mucosa-barrier injury),fjöllíffærabilunar og dauða
hjá bráðveikum gjörgæslusjúklingum. Lítið er vitað um dreifingu
á blóðflæði innan mismunandi svæða í þörmunum þegar súrefn-
isupptaka verður háð flæði. Markmið þessarar rannsóknar var
að mæla dreifingu á smáæðablóðflæði (microcirculatory blood
flow, MBF) í mismunandi lögum þarmaveggsins og mismunandi
hlutum meltingarvegarins.
Efniviður og aðferðir: Hjartaútfall (CI), svæðisblóðflæði
(mesenteric artery flow; SMA) og smáæðablóðflæði voru mæld
í 11 svínum sem voru meðhöndluð eins og sjúklingar á gjör-
gæsludeild. MBF var mælt með fjölrása smáæðablóðflæðimæli
(multichannel laser Doppler flowmeter system, LDF) í maga,
smáþarma- og ristilslímhúð svo og mótsvarandi vöðvalagi (mus-
cularis). Sýklasóttarlost (septic shock) var framkallað með því
að dreifa ristilinnihaldi um kviðarholið. Eftir 240 mínútur var
gefið ríkulegt magn af vökva í æð til að breyta „hypodynamisku"
lostástandi yfir í „hyperdynamist“ sýklasóttarlost.
Helstu niðurstöður: Fyrstu 240 mínúturnar (hypodyanmist lost)
minnkaði CI, SMA og MBF í magaslímhúð um helming meðan
MBF í smáþarma- og ristilslímhúð var óbreytt. í vöðvalagi
smáþarma og ristils minnkaði MBF hlutfallslega mun meira en
CI og SMA. Við vökvagjöf varð mikil aukning á CI og SMA svo
og MBF í slímhúð maga, smáþarma og ristlis. Aftur á móti varð
svo til engin breyting á MBF í vöðvalagi smáþarma og ristils sem
bendir til langvarandi blóðþurrðar þar.
Alyktun: Smáæðablóðflæði í slímhúð smáþarma og rist-
ils minnkaði lítið sem ekkert þrátt fyrir helmings minnkun á
hjartaútfalli og svæðisblóðflæði sem bendir til að sjálfstýring
(autoregulation) á blóðflæði sé virk í sýklasóttarlosti. Flutningur
á blóðflæði frá vöðvalagi til slímhúðar í smáþörmum og ristli
veldur alvarlegri blóðþurrð í vöðvalaginu sem er líkleg skýring á
þarmalömun (paralytic ileus) sem oft sést hjá alvarlega veikum
gjörgæslusjúklingum.
V-20 Mismunandi vökvagjöf við kviðarholsaðgerðir: Áhrif á
súrefnisþrýsting í smáþörmum og ristli
Gísli H. Sigurðsson1, Luzius Hiltebrand2, Andrea Kurz2
gislihs@lsh.is
‘Svæfinga- og gjörgæsludeild, Landspítala og læknadeild HÍ,2Department of
Anaesthesia, Inselspital University Hospital Berne, Switzerland
Inngangur: Ófullnægjandi blóðflæði og súrefnisþrýstingur í görn-
um getur leitt til alvarlegra aukakvilla eftir kviðarholsaðgerðir.
Könnuð voru áhrif mismunandi vökvagjafar á súrefnisþrýsting í
görnum við kviðarholsaðgerðir.
Aðferðir: 27 svín voru svæfð, lögð í öndunarvél og skipt í þrjá
hópa (n=9 í hverjum). Hópur A fékk 3 ml/kg/klst, B 7 ml/kg/klst
og C 20 ml/kg/klst af Ringer lausn í æð. Auk þess fengu öll svín-
in ýmist 30% eða 100% innandað súrefni fyrst og síðar öfugt.
Hjartaútfall var mælt með „thermodilution" og súrefnisþrýst-
ingur í vefjum með „microoxymetry" (Licox) í smáþörmum,
ristli og í undirhúðarfitu.
Niðurstöður: Blóðþrýstingur (MAP) og hjartaútfall (CO) voru
áþekk í hópum A og B en í hópi C voru MAP, CO og und-
irhúðarsúrefnismettun marktækt hærri en í hinum hópunum.
Súrefnisþrýstingur í smáþörmum og ristli var áþekkur í öllum
hópunum, þrátt fyrir lægri fylliþrýsting, lægra CO og minni
þvagútskilnað í hópum A og B.
Ályktun: Mismunandi vökvamagn sem hóparnir þrír fengu
meðan á aðgerð stóð virðist ekki hafa haft áhrif á súrefnisþrýst-
ing í smáþörmum og ristli. Þessar niðurstöður benda til að
„autoregulation" á blóðflæði garna sé mjög virkt í heilbrigðum
einstaklingum sem undirgangast kviðarholsaðgerðir.
Læknablaðið 2007/93 337