Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2007, Qupperneq 73

Læknablaðið - 15.04.2007, Qupperneq 73
ÞIN G SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA V-18 Breytingar á svæðisblóðflæði og smáæðablóðflæði draga úr trufiunum á súrefnisháðum efnaskiptum í þörmum við blóðflæðisskort Gísli H. Sigurðsson1, Vladimir Krejci2, Luzius Hiltebrand3 gislihs@lsh.is 'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala og læknadeild HI, 2Department of Anesthesiology, Washington University, St. Louis, MO, BNA, 3Department of Anesthesiology, Inselspital University Hospital, Berne, Sviss Inngangur: Það er samband milli minnkaðs blóðflæðis í þörm- um, fjöllíffærabilunar og dauða hjá bráðveikum sjúklingum. Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna áhrif minnk- aðs mesenterial blóðflæðis (SMAF) á smáæðablóðflæði og efnaskipti í þörmum. Efniviður og aðferðir: Þrettán svín (27-31 kg) voru svæfð og lögð í öndunarvél. Atta þeirra voru útsett fyrir minnkun á SMAF (15% á 30 mín fresti) meðan hin fimm voru viðmiðunarhóp- ur. SMAF var mælt með ultrasonic transit time flæðitækni og smáæðablóðflæði í slímhúð og vöðvalagi smáþarma og ristils var mælt með fjölrása laser Doppler flæðitækni (LDF). pH í slímhúð smáþarma var mælt með tonometry og efnaskipti (glukósa, laktat og pyruvat) með mikrodialysu. Helstu niðurstöður: Við minnkað SMAF varð smáæðablóð- flæði í slímhúð smáþarma mjög ójafnt (herterogenous) þótt það minnkaði ekki að magni til til að byrja með. Þéttni glukosu í smáþarmavegg minnkaði um nærri helming þegar við 15% minnkun á SMAF (p<0.05) og hélt áfram að minnka við frek- ari minnkun á SMAF. Aftur á móti fór ekki að bera á hækkun á laktat/pyruvat hlutfalli fyrr en eftir 45% minnkun á SMAF og pH lækkun í slímhúð smáþarma fyrr en eftir 60% minnkun á SMAF. Súrefnisnotkun í þörmum minnkaði og laktat í bláæða- blóði þarma hækkaði fyrst eftir 75% minnkun á SMAF. Alyktun: Þessi rannsókn bendir til að breytingar á svæðisblóð- flæði og smáæðablóðflæði dragi úr truflunum á súrefnisháðum efnaskiptum í þörmum við skort á blóðflæði. Lækkun á þéttni glúkósu í þarmavegg þegar við óverulega minnkun á svæð- isblóðflæði bendir til að það verði fyrr skortur á efni til brennslu (substrati) en á súrefni við blóðflæðisskort í smáþörmum. V-19 Eru breytingar á smáæðablóðflæði í þarmavegg orsök þarmalömunar hjá bráðveikum sjúklingum? Gfsli H. Sigurösson', Vladimir Krejci2, Luzius Hiltebrand2 gislihs@lsh.is 'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítaia og læknadeild HI, 2Department of Anesthesiology, Inseispital University Hospital, Berne, Sviss Inngangur: Það er þekkt samband milli slímhúðarskaða í melt- ingavegi (gut-mucosa-barrier injury),fjöllíffærabilunar og dauða hjá bráðveikum gjörgæslusjúklingum. Lítið er vitað um dreifingu á blóðflæði innan mismunandi svæða í þörmunum þegar súrefn- isupptaka verður háð flæði. Markmið þessarar rannsóknar var að mæla dreifingu á smáæðablóðflæði (microcirculatory blood flow, MBF) í mismunandi lögum þarmaveggsins og mismunandi hlutum meltingarvegarins. Efniviður og aðferðir: Hjartaútfall (CI), svæðisblóðflæði (mesenteric artery flow; SMA) og smáæðablóðflæði voru mæld í 11 svínum sem voru meðhöndluð eins og sjúklingar á gjör- gæsludeild. MBF var mælt með fjölrása smáæðablóðflæðimæli (multichannel laser Doppler flowmeter system, LDF) í maga, smáþarma- og ristilslímhúð svo og mótsvarandi vöðvalagi (mus- cularis). Sýklasóttarlost (septic shock) var framkallað með því að dreifa ristilinnihaldi um kviðarholið. Eftir 240 mínútur var gefið ríkulegt magn af vökva í æð til að breyta „hypodynamisku" lostástandi yfir í „hyperdynamist“ sýklasóttarlost. Helstu niðurstöður: Fyrstu 240 mínúturnar (hypodyanmist lost) minnkaði CI, SMA og MBF í magaslímhúð um helming meðan MBF í smáþarma- og ristilslímhúð var óbreytt. í vöðvalagi smáþarma og ristils minnkaði MBF hlutfallslega mun meira en CI og SMA. Við vökvagjöf varð mikil aukning á CI og SMA svo og MBF í slímhúð maga, smáþarma og ristlis. Aftur á móti varð svo til engin breyting á MBF í vöðvalagi smáþarma og ristils sem bendir til langvarandi blóðþurrðar þar. Alyktun: Smáæðablóðflæði í slímhúð smáþarma og rist- ils minnkaði lítið sem ekkert þrátt fyrir helmings minnkun á hjartaútfalli og svæðisblóðflæði sem bendir til að sjálfstýring (autoregulation) á blóðflæði sé virk í sýklasóttarlosti. Flutningur á blóðflæði frá vöðvalagi til slímhúðar í smáþörmum og ristli veldur alvarlegri blóðþurrð í vöðvalaginu sem er líkleg skýring á þarmalömun (paralytic ileus) sem oft sést hjá alvarlega veikum gjörgæslusjúklingum. V-20 Mismunandi vökvagjöf við kviðarholsaðgerðir: Áhrif á súrefnisþrýsting í smáþörmum og ristli Gísli H. Sigurðsson1, Luzius Hiltebrand2, Andrea Kurz2 gislihs@lsh.is ‘Svæfinga- og gjörgæsludeild, Landspítala og læknadeild HÍ,2Department of Anaesthesia, Inselspital University Hospital Berne, Switzerland Inngangur: Ófullnægjandi blóðflæði og súrefnisþrýstingur í görn- um getur leitt til alvarlegra aukakvilla eftir kviðarholsaðgerðir. Könnuð voru áhrif mismunandi vökvagjafar á súrefnisþrýsting í görnum við kviðarholsaðgerðir. Aðferðir: 27 svín voru svæfð, lögð í öndunarvél og skipt í þrjá hópa (n=9 í hverjum). Hópur A fékk 3 ml/kg/klst, B 7 ml/kg/klst og C 20 ml/kg/klst af Ringer lausn í æð. Auk þess fengu öll svín- in ýmist 30% eða 100% innandað súrefni fyrst og síðar öfugt. Hjartaútfall var mælt með „thermodilution" og súrefnisþrýst- ingur í vefjum með „microoxymetry" (Licox) í smáþörmum, ristli og í undirhúðarfitu. Niðurstöður: Blóðþrýstingur (MAP) og hjartaútfall (CO) voru áþekk í hópum A og B en í hópi C voru MAP, CO og und- irhúðarsúrefnismettun marktækt hærri en í hinum hópunum. Súrefnisþrýstingur í smáþörmum og ristli var áþekkur í öllum hópunum, þrátt fyrir lægri fylliþrýsting, lægra CO og minni þvagútskilnað í hópum A og B. Ályktun: Mismunandi vökvamagn sem hóparnir þrír fengu meðan á aðgerð stóð virðist ekki hafa haft áhrif á súrefnisþrýst- ing í smáþörmum og ristli. Þessar niðurstöður benda til að „autoregulation" á blóðflæði garna sé mjög virkt í heilbrigðum einstaklingum sem undirgangast kviðarholsaðgerðir. Læknablaðið 2007/93 337
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.