Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 81

Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 81
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FUNDUR LÍ Starfsþroski og tvíhöfða stjórnkerfi Af stjórnarfundi LÍ á Flúðum Starfsþroski lækna og stjórnunarmódel voru aðalefni fundar stjórnar Læknafélags íslands sem haldinn var á Hótel Flúðum þann 16. mars sl. Fundurinn hófst með erindi Óskars Reykdalssonar læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi þar sem hann lýsti rekstrarformi stofnunarinnar og þeim breytingum sem gerðar hafa verið á rekstri hennar að undanförnu með sameiningu allra eininga á svæðinu undir eina stofnun. Sigurbjörn Sveinsson hóf síðan máls á umræðu um endur- og símenntun íslenskra lækna og fór yfir ýmsar þær kröfur og reglur sem gerðar eru af sérgreinafélögum og stofnunum um hvernig staðið skuli að slíku. Kom fram í máli hans að eftirlit og aðhald með þeim reglum sem til staðar eru er að ýmsu leyti áfátt og erfitt að hafa yfirsýn um hvern- ig þessum málum er háttað. Sagði Sigurbjörn að kröfur til lækna í dag væru mun meiri og nákvæm- ari en áður var og ýmislegt sem áður þótti ásætt- anlegt er það ekki lengur. „Sjúklingar myndu ekki sætta sig við framkomu ýmissa karaktera úr lækna- stétt sem sögur fara af frá því á árum áður.” Sagði Sigurbjörn ennfremur að umræða um símenntun lækna og tillögur um hvernig að henni skyldi staðið væru orðið mjög brýnt mál og mætti gera ráð fyrir að kröfurnar kæmu á endanum utanfrá ef læknar sjálfir kæmust ekki að ásætt-tanlegri nið- urstöðu um hvernig þessum málum skyldi háttað. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir hafði síðan fram- sögu um hvernig símenntun lækna er háttað í Bret- landi og setti fram þá hugmynd að íslenskir læknar fengju aukaaðild að Royal College of Medicin í London og því einingakerfi sem þar er notað til að fylgjast með og meta símenntun breskra lækna. „Þörfin fyrir endurmenntunarkerfi eykst samhliða því að kröfurnar aukast.” Rætt var um að endurmenntunarkerfi þyrfti að fylgja einhvers konar umbun og kom fram að vilji væri fyrir að taka upp endurskoðun þess fyr- irkomulags sem nú er fest í kjarasamingum lækna við ríki og sveitarfélög. „Það er sóknarfæri gagn- vart viðsemjendum okkar sem hafa lýst áhuga á að endurskoða núverandi fyrirkomulag,” sagði Sigurbjörn. Sigurður H. Helgason stjórnunarfræðingur átti síðan síðasta orðið á fundinum með erindi sem hann nefndi Tvíhöfða stjórnkerfi heilbrigðisþjón- ustunnar, hjúkrun og lœkningar. Sigurður hóf erindi sitt með því að rekja sögulegar forsendur hinnar hefðbundnu tvískiptingar stjórnunar í heilbrigðiskerfinu og kvaðst síðan viljandi vilja ögra viðstöddum með því að setja fram tilgátur um hvers vegna læknar teldu sig sjálfskipaða til stjórnunar innan sjúkrahúsanna. Hann kvaðst vilja gera skýran greinarmun á almennri stjórnun annars vegar sem snérist um fjármál, starfsmanna- mál og rekstur og hinsvegar faglega stjórnun sem í mörgum tilfellum mætti fremur skilgreina sem verkstjórn. „Það er ekki hægt að veita sjálfstæði nema ábyrgðin sé hrein og klár,” sagði Sigurður og benti á að með tvískiptingu stjórnunarinnar væri ábyrgðin ekki skýr og gengi gegn hvorutveggja sjálfstæði og ábyrgð. „Umræðan um stjórnun heilbrigðisstofn- ana á íslandi þarf að losna uppúr núverandi hjólför- um og verða málefnalegri,” sagði Sigurður. í umræðum stjórnarmanna að loknu er- indi Sigurðar kom fram sú skoðun að þrátt fyrir að læknar væru almennt sam- mála um að gera þyrfti breytingar á stjórnkerfi heilbrigðisstofnana og var þar sérstaklega vísað til Landspftala, þá væri það staðreynd að sumum kæmi betur að halda umræðunni í greipum ómál- efnalegrar stöðnunar og hefðu meiri áhuga á per- sónulegum framgangi sínum og röðun í launaflokk en framtíðarlausn á rekstri stofnunarinnar. Var gerður góður rómur að máli Sigurðar og sögðu fundarmenn að þennan fyrirlestur þyrftu fleiri læknar að heyra. Stjórn LÍ hlýðir á Sigurð H. Helgason fjalla um stjórnun. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir og Sigurbjörn Sveinsson. Hávar Sigurjónsson Læknablaðið 2007/93 345
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.