Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 51
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA
682 í Skotlandi, 162 í Finnlandi og 92 á íslandi. Fimm ára
hlutfallslegar lífslíkur (relative survival rate) sjúklinga með
endaþarmskrabbamein voru betri í Noregi (konur 0,57, karlar
0,63), Skotlandi (konur 0,58, karlar 0,60) og Svíþjóð (konur 0,63,
karlar 0,55) borið saman við Danmörk (konur 0,54, karlar 0,46),
Finnland (konur 0,47, karlar 0,45) og ísland (konur 0,36, karlar
0,40). í Cox fjölþáttagreiningu, þar sem tekið var tillit til ald-
urs, kyns, sjúkdómsstigunar, fulllæknunar (curatively operated)
og viðbótarmeðferðar, höfðu íslensku sjúklingarnir marktækt
verri horfur til 5 ára (FIR 1,7; 95% CI 1,3-2,2), borið saman við
Svíþjóð (HR 1,0) og Skotland (HR 0,8; 95% CI 0,8-0,9).
Alyktun: Betri lifun sjúklinga með endaþarmskrabbamein í
Noregi, Skotlandi og Svíþjóð skýrist líklega af því að sérhæfð
skurðtækni (total mesorectal excision) og geislun hefur
náð meiri útbreiðslu en í Danmörku, Finnlandi og íslandi.
Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að lífslíkur sjúklinga
með endaþarmskrabbamein séu síðri á íslandi en í Svíþjóð og
Skotland. Islendingar þurfa að fara vandlega í saumana á með-
ferð sjúklinga með endaþarmskrabbamein til þess að sjá hvort
möguleikar séu á að bæta meðferð og lífslíkur.
E-13 Ólæknandi krabbamein í endaþarmi
Helgi Kjartan Sigurðsson, Hartvig Körner, Olav Dahl, Jon Arne Söreide
helgi.kjartan.sigurdsson@broadpark.no
Norsk Rectumregister
Inngangur: Það getur reynst erfitt að ákvarða hvort líknandi
skurðaðgerð sé til bóta hjá sjúklingum með ólæknanlegt krabba-
mein í meltingarfærum. Hér er litið á Iifun sjúklinga sem geng-
ust undir líknandi skurðaðgerð í Noregi vegna ólæknandi
krabbameins í endaþarmi frá árinu 1997 til 2001. Á þessum árum
greindust 4831 sjúklingar með krabbamein í endaþarmi. 1240
(26 %) af þessum fengu líknandi meðferð.
Niðurstöður: Sjúklingar lifðu lengur ef æxli í endaþarmi var
fjarlægt samanborið við sjúklinga þar sem eingöngu var lögð
út stómía, eða 12.8 mánuðir (bil 11.4-14.2) samanborið við 5.3
mánuði (bil 4.4-6.1). Meðal lifun sjúklinga sem ekki gengust
undir skurðaðgerð var 4.5 mánuðir (bil, 3.5-5.4). Verulegur
munur var á lifun milli aldurshópa hjá sjúklingum sem gengust
undir skurðaðgerð (<60 ára, 14.4 mánuðir (bil 11.6-17.1); 60 til
69 ára, 11.1 (bil 8.3-14); 70 til 79 ára, 6.9 (bil 5.3-S.4); >80 ára, 6.5
(bil 4.2-8.7)); (p < 0,001). Lifun sjúklinga eldri en 80 ára var óháð
meðferðarvali. 30 daga dánartíðni hækkaði samhliða hærri aldri,
eða frá 2,3 % í 15,6 %.
Ályktun: Það að fjarlægja upprunalegt æxli við ólæknandi
krabbamein í endaþarmi tengist lengri lifun, en ávinningur
aðgerðar dvínar með aldri og er lítill fyrir elstu aldurshópana þar
sem 30 daga dánartíðni er há.
E-14 Brottnám legs. - Breytingar á algengi, ástæðum og
aðferðum á íslandi síðastliðin 18 ár
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir', Jens A. Guðmundsson1-2, Auður Smith2
jens@landspitali. is
‘Læknadeild HÍ,2kvennadeild Landspítala
Inngangur: Legnámsaðgerðir eru meðal algengustu aðgerða sem
konur gangast undir. Markmið rannsóknarinnar var að finna
tíðni legnáms hjá íslenskum konum og bera saman við tíðni í
öðrum löndum. Einnig að kanna þær breytingar sem orðið hafa
hérlendis síðastliðin 18 ár á þáttum eins og aldri kvenna sem
gangast undir legnámsaðgerðir, legutíma vegna aðgerðanna,
sjúkdómsgreininga sem leiða til legnáms og tíðni mismunandi
aðferða við legnám.
Efniviður og aðferðir: Skoðaðar voru upplýsingar um allar
konur sem gengust undir legnám á íslandi árin 1986,1989,1994,
1999 og 2004. Upplýsinga var leitað um tegund aðgerðar, aldur
kvennanna, legutíma og sjúkdómsgreiningar sem leiddu til leg-
náms.
Niðurstöður: Aldurstöðluð tíðni legnámsaðgerða hérlendis
var 230 legnám fyrir hverjar 100.000 konur árið 1986, 220 fyrir
hverjar 100.000 konur árið 1989,290 árið 1994,390 árið 1999 og
350 legnám fyrir hverjar 100.000 konur árið 2004. Þessar tölur
sýna að fleiri legnámsaðgerðir eru gerðar hérlendis en í Noregi,
Svíþjóð og Danmörku en aftur á móti færri en í Finnlandi og
í Bandaríkunum. Líkur á því að íslensk kona gangist undir
legnám einhvern tíma á lífsleiðinni eru 25,5%. Á rannsókn-
artímabilinu hækkaði aldursmiðgildi þeirra kvenna sem gengust
undir legnámsaðgerðir úr 45 árum árið 1986 í 47,5 ár árið 2000.
Legudögum vegna aðgerða fækkaði á tímabilinu og á það við
um allar tegundir legnámsaðgerða. Legudögum eftir legnám um
leggöng fækkaði mest. Allt rannsóknartímabilið hafa legnáms-
aðgerðir með kviðskurði verið algengasta aðferð við legnám hér-
lendis en frá 1994 hefur brottnámsaðgerðum um leggöng og með
kviðsjártækni fjölgað. Sléttvöðvaæxli voru algengasta ábending
fyrir legnámi öll árin og þegar orsakir aðgerða í mismunandi ald-
urshópum voru skoðaðar sást að þau eru lang algengasta ástæða
legnáms í stærstu aldurshópunum (36 til 65 ára).
Ályktunir: Legnámsaðgerðir eru algengar aðgerðir á íslandi
og hefur tíðni þeirra aukist svipað og í nálægum löndum.
Aðgerðatækni hefur þróast frá opnum aðgerðum til þess að
oftar sé beitt kviðsjártækni og brottnámi legs um leggöng.
E-15 Æxli í skeifugörn
Jóhann Páll Ingimarsson', Jón Gunnlaugur Jónasson2, Jónas Magnússon',
Páll Helgi Möller1
kirurgia@gmail. com
'Skurðlækningadeild og 2rannsóknarstofa í meinafræði, Landspítala
Inngangur: Æxli í skeifugörn eru sjaldgæf og hafa yfirleitt
slæmar horfur. Umdeilt er hvaða meðferð sé ákjósanlegust við
slík æxli, bæði þegar kemur að aðgerðavali og lyfjameðferð.
Tilgangur rannsóknar okkar var að athuga faraldsfræði skeifu-
garnaæxla, greiningaraðferðir, meðferðir og lifun á fslandi yfir
50 ára tímabil eða frá 1955 til 2005.
Efniviöur og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar úr
Krabbameinsskrá KÍ um alla einstaklinga sem greinst hafa með
æxli í skeifugörn á tímabilinu 1955 til 2005 og þær bornar saman
við greiningaskrá rannsóknarstofu HÍ í meinafræði. Gögn voru
fengin úr sjúkraskrám einstaklinganna. Öll sýni voru endurskoð-
uð af sama meinafræðingi.
Læknablaðið 2007/93 315