Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 88

Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 88
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MINNINGAR SKURÐLÆKNIS Landakotsspítali á sjötta áratug síðustu aldar. Timburbyggingin hœgra megin var rifin þegar byggt var við spítalann á 7. áratugnum. var okkur sagt að rukka fjölskyldu sjúklingsins. Það var ákaflega erfitt að fara með reikning og innheimta fyrir þessa vinnu, ég tala nú ekki um ef sjúklingurinn hafði dáið.” Höskuldi bauðst kandídatsstaða á handlækn- isdeildinni á Landakoti haustið 1959 þegar hann hafði lokið miðhluta læknanámsins. „Þetta var frekar óvenjulegt en þó kom fyrir öðru hvoru að læknanemar komust í kandídatsstöður sem voru ætlaðar nýútskrifuðum læknum, því stundum vant- aði hreinlega lækna til að fylla þessar stöður og þá voru ráðnir læknanemar í síðasta hluta. Eg var á Landakoti í 2-3 mánuði 1959 en handlæknishluta kandídatsársins tók ég á Landsspítalanum eftir að ég útskrifaðist sumarið 1961.” Hvernig var fyrirkomulag lœkninga við sjúkra- húsin í Reykjavík í lok sjötta áratugarins? „Það var gerólíkt því sem nú er auðvitað og miklu frumstæðara. Það voru tveir deildaskiptir spítalar í Reykjavík, Landspítalinn og Landakot. Klínísku deildirnar voru aðeins tvær, handlækn- isdeild og lyflæknisdeild. Á Landspítalanum var fyrirkomulagið þannig að í kjallaranum var rönt- gendeildin, á fyrstu hæðinni var lyflæknisdeildin og á annarri hæðinni var handlæknisdeildin. Lítil barnadeild var þriðju hæðinni. Ekki veit ég nákvæmlega hvenær hún tók til starfa sem sérstök deild, en hún hlýtur að hafa verið til- tölulega ný, í það minnsta var ekki búið að fella dvöl á barnadeild inn í verklegt nám læknanema. Brjóstholsskurðdeild var einnig í burðarliðnum á þessum árum eftir að Hjalti Þórarinsson kom heim úr sérnámi. Var það fyrsta sérdeild innan handlæknisfræðinnar, sem komið var á fót við Landspítalann. Landspítalinn var enn í gamla húsinu sem byggt var 1930 en framkvæmdir voru þó hafnar við viðbygginguna. Læknarnir skiptu þannig með sér vöktum að einn sérfræðingur var á vakt á kvöldin og um nætur á hvorri deild. í handlækningunum var engin skipting eftir hvers eðlis aðgerðirnar voru. Vakthafandi sérfræðingur sinnti öllu sem á hans fjörur rak á vaktinni, hvort sem voru beinbrot, kviðarholsaðgerðir eða annað kírúrgískt.” Starfsumhverfi sérfrœðimenntaðra lœkna á þessum tíma var einnig gerólíkt því sem nú tíðkast. „Störf á sjúkrahúsum voru illa launuð og allir læknar voru með stofur útí bæ og þar að auki voru þeir heimilislæknar og unnu fyrir sjúkra- samlagið og höfðu sinn sjúklingahóp. Sérhæfing í tilteknum greinum læknisfræði var miklu minni en nú tíðkast og þegar ég fór til Bandaríkjanna í sérnám í skurðlækningum var ég ekki búinn að ákveða neitt nánar en það hvert sérnámið ætti að vera. Hér heima var þetta allt í samkrulli þó menn væru farnir að koma heim með sérnám í ákveðnum greinum. Ég get nefnt sem dæmi Árna Björnsson lýtalækni sem á þessum tíma vann á Landspítala sem almennur skurðlæknir eins og allir urðu að gera. Það var ekki fyrr en ég kom til Bandaríkjanna að ég áttaði mig á því að þetta voru gerólík fög innan skurðlækninganna. Almennar skurðlækningar, brjóstholskurðlækningar, bækl- unarskurðlækningar og þvagfæraskurðlækningar svo eitthvað sé nefnt.” Frumstæðar aðferðir við svæfingar Höskuldur nefnir sem dæmi um breyttar aðstæður að þegar hann starfaði sem kandídat á Landakoti 1959 þá voru helstu verkefni kandídata við skurð- aðgerðir annars vegar að svæfa sjúklingana og hins vegar að aðstoða skurðlækninn. „Við vorum tveir kandídatar og annar svæfði og hinn var í áhöldunum, svipað og skurðstofuhjúkrunarfræð- ingar gera í dag. Systir Gabriella rak skurðstofuna af miklum dugnaði og ótrúlegri fórnfýsi, en hún þvoði sér ekki við aðgerðir og engin skurðstofu- hjúkrunarkona var þá starfandi við spítalann. Það var gríðarlega mikið verk að þræða nálar og klippa þráðinn niður því þá voru ekki komnar einnota nálar með þræði. Svæfingalæknar voru þá rétt að byrja að koma heim frá námi. Alma Thorarensen hafði verið á Landakoti en var hætt þegar ég kom þar sem kandídat. Þorbjörg Magnúsdóttir var svæfingalæknir á Hvítabandinu og varð síðan yf- irlæknir á svæfingadeild Borgarspítalans. Valtýr Bjarnason var svæfingalæknir á Landspítalanum. Þessu fylgdu byrjunarörðugleikar og menntaðir svæfingalæknar áttu nokkuð erfitt uppdráttar í byrjun því skurðlæknar höfðu vanist því að hafa ekki svæfingalækna og það var nánast talið að hægt væri að munstra kunnáttulaust fólk til að svæfa sjúklinginn. Ég kunni til dæmis ekki neitt til svæfinga og fékk afskaplega stuttaralega kennslu áður en kom að fyrstu svæfingunni. Það sem bjargaði málunum var að öll börn og unglingar voru svæfð með opnum maska, vírgrind vafin með grisjum var látin yfir vit sjúklingsins og síðan var hellt á grisjurnar, fyrst klóróformi sem er hrað- 352 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.