Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2007, Page 20

Læknablaðið - 15.04.2007, Page 20
FRÆÐIGREINAR / NÝRNAFRUMUKRABBAMEIN Tafla 1. Nýgengi nýrnakrabbameina í mismunandi löndum og heimshiutum (aldursstaðall miöast viö 100.000 íbúa, heimsstaöall), Globocon 2000 (16). Svæði Karlar Konur ísland 12,5 7,3 Finnland 12,0 6,0 Noregur 10,5 5,9 Svíþjóð 8,8 5,7 Danmörk 8,8 5,2 Vestur-Evrópa 11,7 5,4 Austur-Evrópa 10,7 4,7 Norður-Evrópa 8,6 4,6 Suður-Evrópa 8,4 3,5 Bandaríki N-Ameríku 11,2 6,0 Japan 5,9 2,5 Vestur-Asía 3,6 1,8 Norður-Afríka 2,0 1,6 íslenskar rannsóknir á nýrnafrumukrabbameini Árið 1981 birtist fyrsta stóra rannsóknin á nýrna- frumukrabbameini á íslandi. Það var meina- fræðilega úttekt á nýrnakrabbameinum greindum 1955-1974 (6). Frá 1992 hefur birst á annan tug vís- indagreina um nýrna- og nýrnafrumukrabbamein á íslandi sem höfundar þessarar greinar hafa komið að (1, 2, 4, 5, 7-15). Rannsóknirnar hafa birst jafnt í erlendum og íslenskum vísindaritum. Sammerkt öllum rannsóknunum er að þær ná til þjóðarinnar allrar. Því er um einstakan sjúklinga- efnivið að ræða. í sumum rannsóknanna er um að ræða tilfelli sem greindust aftur til ársins 1955 (11) þegar Krabbameinsskrá KÍ var stofnuð, samtals yfir 1200 tilfelli greind fram á daginn í dag. Flestar greinanna styðjast þó við tilfelli sem greindust á 30 ára tímabili, frá 1971 til 2000 (9,10,12). ítarlegar klínískar og meinafræðilegar upplýsingar liggja því fyrir um tæplega 700 sjúklinga. Aðaláhersla hefur verið lögð á faraldsfræði sjúkdómsins hér á landi (1,12), en einnig á klíníska hegðun hans og árang- ur skurðaðgerða (2, 8, 9, 12, 15). Tilviljanagreind nýrnafrumukrabbamein hafa verið skoðuð sér- staklega og áhrif þeirra á horfur sjúklingahópsins í heild (8, 12). Auk þess hefur verið lagt mat á áhættuþætti lífshorfa, bæði klíníska en ekki síður meinafræðilega (2, 8,9). Loks hefur verið könnuð fjölskyldulægni sjúkdómsins hér á landi (11). Leit að meingeni sjúkdómsins stendur yfir í samstarfi við íslenska erfðagreiningu og nýlega er hafin á Landspítala umfangsmikil rannsókn á próteintján- ingu (proteomics) nýrnafrumukrabbameinsæxla. Einnig er fyrirhugað að kanna umhverfis- og áhættuþætti sjúkdómsins hér á landi í samvinnu við Hjartavernd. Nýgengi og faraldsfræði Af óþekktum ástæðum er nýgengi nýrnakrabba- meins á íslandi með því hæsta sem gerist í heim- inum (3, 16) og skýrist það fyrst og fremst af hárri tíðni nýrnafrumukrabbameins. Á tímabilinu 1998-2002 var nýgengi krabbameina í nýrum hjá íslenskum körlum 14,7/100.000 en 7,4/100.000 hjá konum (3). Árlega greinast hér á landi um 30 manns með nýrnafrumukrabbamein og gera má ráð fyrir að í kringum 14 deyi úr sjúkdómnum á ári hverju (3). Nýrnafrumukrabbamein eru rúm 3% allra greindra krabbameina á íslandi og er það svipað hlutfall og í nágrannalöndum okkar (yf- irleitt í kringum 2-3%) (3, 8,16). Á árunum 1998- 2002 voru krabbamein í nýrum í 6. sæti hjá körlum og 12. sæti hjá konum yfir algengustu nýgreind krabbamein hérlendis (3). í töflu I sést nýgengi nýrnakrabbameins á hinum Norðurlöndunum og annars staðar í heiminum (16). Þegar borið er saman nýgengi nýrnafrumu- krabbameins á heimsvísu er mikilvægt að hafa í huga að nýrnaskjóðuæxli (transitional cell cancer of the renal pelvis) eru iðulega talin með í nýgeng- is- og dánartölum. Mikill munur er á nýgengi eftir löndum og heimshlutum. Þannig reynist nýgengi hærra í Mið-Evrópu, Norður-Ameríku og á Norðurlöndunum, borið saman við Suður-Evrópu og Asíu (16). Nýgengi er almennt talsvert hærra á Vesturlöndum en í þróunarlöndum. Hugsanlegar skýringar eru mismunandi fæðuvenjur, félagslegir og hagfræðilegir þættir. Munur milli einstakra landa skýrist þó einnig af mismunandi skráningu krabbameina og mismunandi tíðni krufninga (16). Víðast hvar hefur orðið talsverð aukning á grein- ingu sjúkdómsins á síðasta áratug. Þetta á einnig við hér á landi en reyndar aðeins hjá körlum (mynd 1) (12). Svipuð þróun hefur átt sér stað í Finnlandi (18) en í Bandaríkjunum hefur orðið aukning hjá báðum kynjum og í nánast öllum ald- urshópum og kynþáttum (19). Á Vesturlöndum hefur hækkað nýgengi aðallega verið rakið til vax- andi fjölda tilviljanagreininga sem skýrist af aukn- ingu í myndrannsóknum á kviðarholi (17,19). Nýrnafrumukrabbamein er fyrst og fremst sjúkdómur eldra fólks en meðalaldur við grein- ingu er 67 ár á Islandi (1,12,20) sem er svipað og erlendis (21). Fáir greinast undir fertugu, eða um 5% sjúklinga (22). Sjúkdómurinn er algengari hjá körlum og greinast þrír karlar fyrir hverjar tvær konur (1, 212) sem er sambærilegt við nágranna- lönd okkar (21). 284 Læknablaðið 2007/93 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.