Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 66

Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 66
ÞIN G SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA Rcsults: Minor stoma related problems were common in both groups. Two severe complications requiring operative int- ervention occurred in the patient group with univentricular circulation. Weight was normal at birth, low at the time of the gastrostomy procedure and did not catch up completely during follow-up period of mean 20 months. There were no significant differences regarding mean weight gain between groups. Conclusion: The complication rate after laparoscopic gastro- stomy was higher in our patient group compared to previously studied children with various diseases. Comparisons regarding mean weight gain between groups showed no significant diffe- rences.The mean weight gain was low, suggesting that the energy expenditure in this patient group of children with severe CHD may be even higher than previously assumed. V-03 Hvað kemur í veg fyrir að sjúklingar nýti sér skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi? Elsa B. Valsdóttir, Meredith Sorensen, Lynn Butterly, Richard J. Barth Jr. Elsa. B. Valsdottir@Hitchcoock. ORG Dartmouth Hitchcock Medical Center, Norris Cotton Cancer Center, Dartmouth,New Hampshire Inngangur: Sýnt hefur verið fram á með fjölda rannsókna að regluleg skimun með ristilspeglun dregur úr dánartíðni af völd- um ristilkrabbameins. Á síðustu árum hefur því borist fjöldi ráðlegginga þar sem ákveðnir áhættuhópar eru hvattir til að nýta sér skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Þar sem boðið hefur verið upp á slíka skimun hefur þó víða komið í ljós að þjónustan er illa nýtt, til dæmis verr en við skimun fyrir krabbameini í brjóstum og legi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna af hverju sjúklingar nýta sér ekki þessa þjónustu þar sem hún er í boði. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem komu á göngudeild lyflækningadeildar DHMC í árlegt heilsufarseftirlit voru beðnir um að svara spurningalista þar sem spurt var um ýmsa þætti sem lúta að þekkingu á ristilkrabbameini. Einnig var spurt hvort við- komandi hefði áður gengist undir skimun fyrir sjúkdómnum og hvort hann hefði hugsað sér að taka þátt í skimun í náinni fram- tíð. Tveimur árum eftir að könnuninni lauk voru sjúkraskrár þeirra sjúklinga,sem gáfu til kynna að þeir hyggðust ganga undir skimun, skoðaðar og athugað hvort þeir hefðu farið í skimun. Ef svo var ekki, var hringt í viðkomandi sjúkling og hann spurður hver ástæðan væri fyrir því að hann hefði ekki farið í skimun. Ástæður voru flokkaðar í fernt; þekkingu, þjónustu, sálræna þætti og félagslega þætti. Niðurstöður: Alls tóku 325 sjúklingar þátt í könnuninni. Af þeim gáfu 210 til kynna að þeir hyggðust ganga undir skimun. Alls tókst að persónugreina 196 sjúklinga. Þegar sjúkraskrár voru athugaðar, höfðu 140 af 196 gengist undir skimun, eða um 70%. Frekari niðurstöður verða kynntar á þinginu. Ályktun: Þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að skimun fyrir ristilkrabbameini með ristilspeglun dragi úr dánartíðni og sé þjóðhagslega hagkvæm, er ljóst að stór hluti sjúklinga (30%) nýtir sér ekki þessa þjónustu þar sem hún er í boði. Mikilvægt er að greina ástæður þessa. Þannig er hægt að ryðja þeim úr vegi og bæta árangur skimunar. V-04 Samband ættarsögu sjúklinga með krabbamein í ristli og endaþarmi við sjúkdómsstigun og lifun Helgi Birgisson', Arezo Habib', Kennet Smedh2, Lars Páhlman1 Helgi. Birgisson@surgsci. uu.se ‘Skurðlækningadeild Akademiska sjúkrahússins í Uppsölum, 2skurðlækningadeild Centrallasarettet í Vásterás, Svíþjóð Tilgangur: Að meta framsýnt ættarsögu krabbameins hjá sjúk- lingum með ristil- og endaþarmskrabbamein og athuga tengsl hennar við sjúkdómsstigun og lifun. Efniviður og aðferðir: Ættarsaga 320 sjúklinga sem voru greind- ir með ristil- eða endaþarmskrabbamein á tímabilinu frá júní 2000 til desember 2001 var skráð. Þessum sjúklingum var fylgt eftir með samkeyrslu við sænsku krabbameinsskránna sem og lestur sjúkraskráa. Niðurstöður: Einn sjúklingur (0,3%) uppfyllti skilyrðin fyrir arfgengt ristil- og endaþarmskrabbamein (HNPCC), 33 sjúkling- ar (10%) höfðu 1° ættingja og 13 sjúklingar (4%) 2-3° ættingja með ristil- eða endaþarmskrabbamein. Hundrað og þrettán sjúklingar (35%) höfðu 1° ættingja og 18 sjúklingar (6%) 2-3° ættingja með annað krabbamein og 142 sjúklingar (44%) höfðu enga sögu um krabbamein í ættinni. Sjúklingar sem höfðu verið greindir með ristilkrabbamein og voru með sögu um ristil- eða endaþarmskrabbamein í 1-3° ættingja eða annað krabbamein í 1° ættingja höfðu betri lifun og lægri sjúkdómsstigun borið saman við þá sjúklinga sem höfðu enga ættarsögu eða sögu um annað krabbamein í 2-3° ættingja. Hjá sjúklingum með endaþarmskrabbamein komu ekki fram nein tengsl ættarsögu við lifun eða sjúkdómsstigun. Ályktun: Sjúklingar með ristilkrabbamein og sögu um krabbamein í ristli eða endaþarmi hjá 1-3° ættingja eða annað krabbamein í 1° ættingja hafa betri lifun borið saman við þá sem ekki hafa sögu um krabbamein í ættinni. Skýringin er mögulega sú að sjúklingar með ristilkrabbamein og þekkta ættarsögu krabbameins leita fyrr til læknis og greinast því með krabbamein á lægri stigum. V-05 Ábendingar miltisbrottnáms á FSA á tímabilinu 1985- 2006 Jóhanna Gunnarsdóttir, Shreekrishna S. Datye johagun@bjarni.muna. is Handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Inngangur: Þekkt er að verulegur hluti miltisbrottnáma (9-40%) eru gerð vegna iatrogen áverka í kviðarholsaðgerð og að hættan á slíku er mest í aðgerð á ristli, magaaðgerðum, æðaaðgerðum í kviðarholi og brottnámi á vinstra nýra. Gögnum um ábend- ingar miltisbrottnáma á FSA hefur ekki verið safnað til þessa. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða hversu stór hluti miltisbrottnáma á FSA sl. 20 ár voru gerð vegna áverka í aðgerð og þá í hvers konar aðgerðum. Aðgreina miltisbrottnám vegna áverka í aðgerð frá miltisbrottnámum vegna krabbameins, og skoða dreifingu þessa yfir árin. Efniviður og aðferðir: Leitað var afturvirkt í rafrænum gagna- grunni að aðgerðarnúmerum fyrir miltisbrottnám. Skráð við 330 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.