Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR / NYRNAFRUMUKRABBAMEIN Tafla IV. Staðsetning meinvarpa hjá sjúklingum með nýrnafrumukrabbamein á íslandi 1971-2000. Staðsetning n (%) Lungu 130 (19) Bein 79 (11) Lifur 54(8) Heili 17(2) Eitlar 96 (14) Önnur 31(4) rannsóknum og hefur þessi grein vakið töluverða athygli erlendis og oft verið vfsað til hennar. Meingerð og vefjafræði Nýrnafrumukrabbamein eru æðarík æxli. Þau vaxa ýmist ífarandi í gegnum nýrnahýðið (capsula renis), út í fituna umhverfis nýrað og þaðan í nálæg líffæri, eða þá út í bláæðar nýrans og þaðan í neðri holæð (vena cava inferior) (mynd 3a og 3b). Vöxtur út í nýrnabláæð sést í um 20% tilvika en sjaldgæfara er að æxlin teygi sig langt inn í holæð eða alla leið upp í hægri hjartagátt (37,38). Ekki er óalgengt að nýrnafrumukrabbamein meinverpist, annaðhvort til eitla í nálægð nýrans eða til annarra líffæra (39). Algengustu meinvörpin í íslenskum sjúklingum eru sýpd í töflu IV. Á mynd 4 sést meinvarp í heila 60 ára sjúklings (7). Áður fyrr var litið á nýrnafrumukrabbamein sem eina vefjagerð (adenocarcinoma renis) með mismunandi útlitsleg sérkenni. Síðan hafa nokkrar undirtegundir nýrnafrumukrabbameina verið skil- greindar sem allar hafa mismunandi útlit, vefja- gerð og klíníska hegðun (tafla V) (40-44). Fyrir flestar þessara vefjagerða hefur verið lýst ákveðinni erfðafræðilegri meingerð og tengslum við sérstök meingen (sjá töflu III) (45). Til dæmis hefur VHL-genið verið tengt við tærfrumu- afbrigði, en þessi æxli eru talin eiga uppruna sinn í ofanverðum hluta bugupípla nýrna (proximal convolutet tubules) (46). Totufrumuafbrigði er hins vegar talið upprunnið í fjarhluta bugpípla og er oft tengt þrístæðu á litningum 7 og 17 (47). Litfæluafbrigði (chromophobe RCC) er talið tengj- ast vöntun á Y-litningi og litningi 1 ásamt uppruna í millifrumum nýrna (intercalated cells) (48). Nýtt flokkunarkerfi sem byggir á þessum vefjagerðum var kynnt til sögunnar 1996 (40) og nokkrum árum síðar tók Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) upp mjög sambærilega flokkun (34). Mynd 5 sýnir þrjár algengustu vefjagerðirnar og helstu sérkenni þeirra við smásjárskoðun. Hér á landi hafa öll nýrnafrumukrabbamein frá árinu 1971 verið endurflokkuð samkvæmt skil- Mynd 4. Meinvarp í hœgra heilahveli 60 ára karlmanns sem gengist hafði uhdir nýrnabrott- nám nokkrum vikum áður. Þetta tilfelli er ein- stakt fyrir þá staðreynd að meinvarpið hvarf af sjálfu sér (spontaneous regres- sion) á tœpum 12 mán- uðum. Tœpum tveimur áratugum síðar var sjúk- merkjum WHO, samtals 629 æxli (9). í töflu V sést lin8urinn v,ð k»<>a heilsu hlutfallslegt nýgengi vefjagerðanna samanborið (7)-Aðeins hefur verið lýst ., ,, . . _ örfáum slíkum tilfellum í við erlendar rannsokmr. Líkt og erlendis reyndist , , , , heiminum (713). tærfrumukrabbamein langalgengast en næst komu totufrumu- og litfæluafbrigði. Ekki reyndist munur á stærð æxlanna eftir vefjagerð eða aldri sjúkling- anna. Æxlin voru að meðaltali 7,4 cm við greiningu og þótt tilviljanagreindu æxlin hafi reynst minni (5,1 cm) voru þau af sömu vefjagerð og æxlin sem greindust hjá sjúklingum með einkenni (7,4 cm). Hins vegar reyndust tærfrumuæxlin oftar vera af hærri gráðu (gráða III og IV) og stigun (stig III og IV) en æxli af hinum vefjagerðunum (sjá síðar). Bleikfrumuæxli (oncocytoma) voru áður (fyrir 1997) flokkuð með illkynja nýrnaæxlum en eru nú flokkuð með góðkynja nýrnaæxlum (sama á við um „metanephric adenoma“) (34, 49). Þessi æxli eru oftast 3-7% af nýrnafrumukrabbameinum og eru talin eiga uppruna sinn í millifrumum nýrn- anna. Flóknar litningabreytingar eru iðulega til staðar (50, 51). Bleikfrumuæxli eru rauðleit, vel afmörkuð og stök en geta greinst í báðum nýrum (mynd 6). Þau vaxa oftast hægt og meinvörp eru nánast óþekkt (17, 50). Einkennandi er rauðleitt (sýrusækið) umfrymi sem skýrist af miklum fjölda orkukorna (mitochondria) í því. Erfitt getur verið að greina bleikfrumuæxli frá nýrnafrumukrabba- meini (sjá mynd 5) (45,52). Meðferð þeirra er því oft hliðstæð því þegar um krabbamein er að ræða, Tafla V. Vefjafræðilegar undirtegundir nýrnafrumukrabbameina (WHO 2004) (34). Borið er saman hlutfallslegt nýgengi undirtegundanna á íslandi og í erlendum rannsóknum (41- 44). Vefjagerð Hlutfallslegt nýgengi í öðrum rannsóknum (41-44) Hlutfallslegt nýgengi á íslandi 1971-2000 Tærfrumugerö (clear cell RCC) 75-80% 88,7 Totufrumugerð (papillary RCC) 10-15% 8,4 Litfælugerð (chromophobe RCC) 5% 2,1 Safnkerfisgerð (collecting duct RCC 1% Óflokkað (unclassified RCC) 4% Læknablaðið 2007/93 287
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.