Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 105

Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 105
SVAR VIÐ TILFELLI MANAÐARINS Svar við tilfelli mánaðarins Hér er um meðfædda þrengingu á ósæð (aortic coarctation) að ræða en þrengingin er oftast rétt handan við upptök vinstri art. subclavia (1). Þetta er frekar algengur meðfæddur galli og hér á landi greinast 2-3 börn á ári (3-4% af meðfæddum hjartagöllum) (2). Sjúkdómurinn er algengari hjá körlum (2:1) og aðrir meðfæddir gallar á hjarta- og æðakerfi sjást oft, sérstaklega tvíblaða ósæðarloka (30-40%), op á milli slegla (32%) og æðagúlpar í heilaæðum (10%) (3). Þrenging í ósæð veldur útstreymishindrun fyrir vinstri slegil og orsakar þannig háþrýsting í efri útlimum, þykknun á vinstri slegli og hjartastækkun. Algengustu einkenni tengj- ast háþrýstingi í efri hluta líkamans og lágþrýstingi í þeim neðri, til dæmis höfuðverkur og þreyta í ganglimum. Einnig er dæmigert að sjúklingarnir hafi skert þol. Púlsar í ganglimum og nárum eru veikir eins og kom í ljós í þessu tilfelli við frekari skoðun. Greining er oftast gerð í nýburum en hjá hluta sjúklinga uppgötvast sjúkdómurinn ekki fyrr en á unglings- eða fullorðinsaldri og þá jafnvel fyrir tilviljun (4). Greining fæst oftast með ómskoðun og Dopp- ler-mælingu yfir þrengslin. Greininguna má síðan staðfesta með segulómskoðun þar sem auðvelt er að meta alvarleika þrengingarinnar og meta hliðaræðar (collaterals). Það var gert í þessu tilfelli (mynd 2). Á myndinni má greinilega sjá þrenging- una á ósæðinni (ör) sem er á dæmigerðum stað, rétt handan við upptök vi. art. subclavia. Þrengsl- in eru á 2,5 cm kafla og rennslisop þrengingar- innar aðeins örmjór strengur. Á myndinni má einnig greinilega sjá stórar hliðaræðar (örvar- oddur) sem tengjast stækkuðum millirifjaslagæðum (aa. intercostalis), en þær veita blóði framhjá þreng- ingunni. Þessar æðar orsaka beinúrátuna sem sést greinilega á neðri kanti rifbeinanna á mynd 1. Vægari tilfelli af ósæðarþrengingu er hægt að meðhöndla með lyfjum og/eða víkkun á ósæðinni (balloon angioplasty). Oftast er þó gripið til Mynd 2. skurðaðgerðar þar sem þrengingin er fjarlægð og endar tengdir saman, annaðhvort beint (end- to-end) eða með því að nota gerviæð líkt og gert var hér. Aðgerð gekk vel og tæpu ári síðar er sjúklingurinn einkennalaus og engin merki um endurþrengingu. Hann er þó enn á lyfjameðferð vegna háþrýstings en það er algengur fylgikvilli þessa sjúkdóms jafnvel þótt að þrengingin hafi verið numin á brott. í þessu sambandi er rétt að hafa í huga mikilvægi þess að greina og meðhöndla þennan sjúkdóm snemma því þá eru framtíðar- horfurnar betri (1). Heimildir 1. Brickner ME, Hillis LD, Lange RA. Congenital heart disease in adults. First of two parts. N Engl J Med 2000; 342:256-63. 2. Stephensen SS, Sigfússon G, Eiríksson H, Sverrisson JT, Torfason B, Haraldsson Á, et al. Nýgengi og greining meðfæddra hjartagalla á íslandi 1990-1999. Læknablaðið 2002; 88:281-7. 3. Connolly HM, Huston J, 3rd, Brown RD, Jr., Warnes CA, Ammash NM,Tajik AJ. Intracranial aneurysms in patients with coarctation of the aorta: a prospective magnetic resonance angiographic study of 100 patients. Mayo Clin Proc 2003; 78: 1491-9. 4. Hoffman JI, Kaplan S. The incidence of congenital heart disease. J Am Coll Cardiol 2002; 39:1890-900. Sverrir I. Gunnarsson' Bjarni Torfason2,1 Kolbrún Benediktsdóttir3,1 Tómas Guðbjartsson2,1 'Læknadeild HÍ, 2hjarta- og iungnaskurðdeild, 3röntgendeild Landspítala. Bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, sérfræðingur, aðjúnkt, hjarta- og lungnaskurðdeiid Landspítala, Læknadeild HÍ. tomasgud@landspitali.is Læknablaðið 2007/93 369
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.