Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 56
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA
lungum, einnig hvort um stök lungnameinvörp var að ræða. Loks
var kannað hversu margir þessara sjúklinga hefðu farið í brott-
nám á lungnameinvarpi frá 1984-2000. Æxlin voru stiguð skv.
TNM-stigunarkerfi. Reiknaðar voru lífshorfur sjúklinga með
lungnameinvörp og þær bornar saman við aðra sjúklinga með
meinvörp nýrnafrumukrabbameins.
Niðurstöður: Alls greindust 130 sjúklingar með lungnameinvörp,
sem er 18,5% nýrnafrumukrabbameinssjúklinga sem greindust
1971-2000. Af þeim reyndust 73 með meinvörp annars staðar,
oftast í lifur, beinum og heila. Einnig reyndust 44 sjúklingar hafa
eitilmeinvörp. Hjá 56 sjúklingum voru meinvörp eingöngu bund-
in við lungu og greindust 8 þeirra (14%) fyrir tilviljun. Stærð
upprunalega nýrnaæxlisins var að meðtaltali 93 mm (bil 30-189).
Hægt var að stiga 38 af þessum 56 sjúklingum og reyndust 6 sjúk-
lingar á stigi Tl, 5 á T2,6 á T3a og 15 á T3b. Á stigi T4 voru alls 6
sjúklingar. Nákvæmar upplýsingar um lungnameinvörp fengust
hjá 36 sjúklingum. Af þeim greindust 28 (78%) með fleiri en
eitt meinvarp og 17 (47%) með meinvörp í báðum lungum. Af 8
sjúklingum með stakt lungnameinvarp voru 6 karlar og 2 konur
og meðalaldur við greiningu var 63 ár. Á tímabilinu 1984-2000
greindust 39 sjúklingar með lungnameinvarp innan þriggja mán-
aðar frá greiningu nýrnafrumukrabbameins í nýra. Aðeins einn
gekkst undir brottnám meinvarpsins.
Ályktun: Lungnameinvörp greinast hjá tæplega fimmtungi sjúk-
linga með nýrnafrumukrabbamein. Stór hluti þessara meinvarpa
(44%) er eingöngu bundinn við lungu og 22% þeirra eru stök. Ef
hafðar eru til hliðsjónar niðurstöður nýlegra erlendra rannsókna
er ljóst að brottnám lungnameinvarpa getur komið til greina
hjá ákveðnum hluta síðastnefndu sjúklinganna. Tiltölulega fáir
þeirra hafa farið í slíka aðgerð hér á landi. í þessu samhengi er
þó rétt að hafa í huga að þessi rannsókn nær 35 ár aftur í tímann
og að gagnsemi þessara aðgerða er tiltölulega nýlega komin í
ljós.
E-24 Hjartaskurðlækningar á íslandi í 20 ár
Þórarinn Arnórsson, Bjarni Torfason, Grétar Ólafsson, Höröur Alfreösson,
Kristinn B. Jóhannsson,Tómas Guðbjartsson
thorarn@landspitali. is
Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala
Inngangur: Frá því fyrsta opna hjartaaðgerðin var framkvæmd
á íslandi þann 14. júní 1986 hafa verið gerðar yfir 4000 aðgerðir
hér á landi. Þær hafa allar verið gerðar á Landspítala af sama
hópi skurðlækna. Þetta er því 20 ára yfirlit allra opinna hjarta-
skurðlækninga á íslandi.
Efniviður og aðferðir: Um er að ræða afturvirka skoðun á öllum
opnum hjartaskurðaðgerðum á íslandi frá 14. júni 1986 og fram
til 14. júní 2006. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám og
miðlægum upplýsingabanka.
Árangur: Heildarfjöldi aðgerða á þessu tímabili var 3938. Fyrstu
6 mánuðina voru gerðar 32 aðgerðir á ári, en fjöldinn fór vaxandi
þar til 1994 að aðgerðirnar urðu 270. Síðan hefur aðgerðafjöld-
inn verið nokkuð jafn í kringum 220 á ári (76 tilfelli fyrir 100.000
íbúa á ári). Kransæðahjáveituaðgerðir (CABG) voru algeng-
astar, eða 2997, en af þeim voru 181 gerðar á sláandi hjarta án
hjarta- og lungnavélar (OPCAB). Hlutfall OPCAB og aðgerða
á vél var 31% 2004, 21% 2005 og 26% á fyrri helmingi ársins
2006. Meðalaldur kransæðasjúklinganna jókst úr 59 árum 1986
í 67 ár 2006. LIMA græðlingar voru notaðir í 94% aðgerðanna
og meðalfjöldi tenginga á hjartað var 3,6. Skurðdauði við krans-
æðaaðgerðir var 2,3%. Algengustu lokuaðgerðir voru ósæð-
arlokuskipti (n=564), og var notast við 313 (55%) lífrænar lokur
og 255 gervilokur. í 259 tilvikum (46%) var gerð samhliða ósæð-
arlokuskiptum kransæðahjáveituaðgerð og míturlokukaðgerð
hjá 29 sjúkl. (5%). Frá 2002 voru 88% af lífrænu ósæðarlokunum
svínalokur án grindar sem oftast var komið fyrir í ósæðarrótinni
undir kransæðunum (subcoronar position). Skurðdauði fyrir
ósæðarlokuaðgerðir var 6,6% (4,4% beint tengt aðgerð og 2,1%
af öðrum orsökum). í míturlokuaðgerðum voru gerð 45 mít-
urlokuskipti og 53 lokuviðgerðir með 9,7% skurðdauða (3,9%
fyrir valaðgerðir og í 6 tilfellum (5,8%) sem lið í endurlífgun).
Alls voru skornir 79 ósæðargúlar, þar af voru 65 aðgerðir á ris-
meginæð og var notast við 23 gerviæðar (composite graft) og í
16 tilvikum gerð ósæðarrótarskipti með lífrænni æð og loku. Sjö
gúlar voru fjarlægðir á ósæðarboga og 7 á fallmeginæð. Tvær
Ross aðgerðir voru gerðar. Frá 1997 hafa verið gerðar alls 128
hjartaaðgerðir á börnum vegna meðfæddra hjartagalla, þar af
57 aðgerðir vegna ASD, 40 vegna meðfæddra ósæðarþrengsla
(coarctatio) og allnokkrar vegna heilkennis Fallots. Öll börnin
lifðu aðgerðina, en rétt er að taka fram að flóknustu tilvikin voru
send erlendis til aðgerða.
Niðurstaða: Opnar hjartaaðgerðir hafa verið gerðar á íslandi í
20 ár með árangri sem er sambærilegur við stærri hjartaskurð-
deildir erlendis. Þetta á einnig við um aðgerðir vegna meðfæddra
galla á börnum. Tíðni hjartaaðgerða á íslandi er sambærileg við
hin Norðurlöndin. Hins vegar er notkun grindarlausra lífrænna
ósæðarloka og kransæðahjáveituaðgerðir á sláandi hjarta mun
algengari hér á landi.
E-25 Brottnám á vinstri hliðstæðu blaði lifrar með kviðsjá
í grísalíkani. - Rannsókn á virkni og öryggi mismunandi
aðferða
Kristinn Eiríksson', Diddi Fors2, Stein Rubertsson2, Dag Arvidsson1
mceiriks@gmail. com
'Department of Surgery, Stavanger University Hospital, Stavangri, Noregi,
2Department of Anesthesiology, Uppsala University Hospital, 3Department
of Surgical Sciences, Uppsala University, Uppsölum, Svíþjóð
Inngangur: Lifraraðgerðir með hjálp kviðsjár eru í hraðri
framþróun. Margar mismunandi aðferðir eru notaðar við deil-
ingu lifrar. Ekki hefur verið sýnt fram á hvaða aðferð er best.
Markmiðið með þessari rannsókn er að skoða mismunandi
tækni við deilingu lifrar með kviðsjáraðgerð, þá sérstaklega með
tilliti til virkni, hættu á blæðingu og myndun loftreks.
Efniviður og aðferðir: Sextán grísir voru slembiraðaðir í tvo
hópa. Annar hópurinn gekkst undir aðgerð með ómskærum
(ultrasicion shears) og ómhníf (ultrasonic dissector) (Hópur
UC) og hinn hópurinn (hópur VS) með æðadeili (vessel sealing
system) og ómhníf (ultrasonic dissector). Brottnám var gert á
vinstra hliðstæða blaði lifrar. Ómun var gerð á hjarta með til að
320 Læknablaðið 2007/93