Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 36
FRÆÐIGREINARGREIN / HRÖRNUN í AUGNBOTNUM hefðu líklega gagn af inndælingu lyfja gegn VEGF. Svipað algengi er að sjá í öðrum nágrannalöndum (30). Samkvæmt augnrannsókn Reykjavíkur má reikna með að 100-120 augu hefðu árlega gagn af þessari meðferð á íslandi sem er nokkru lægra hlutfall en í Danmörku (31-33). Ef reiknað er með 12 inndælingum á ári samkvæmt Anchor- og Marina-rannsóknunum er um að ræða 1200 inn- dælingar, en þeim gæti þó fækkað ef meðferð- aráætlun Fungs (11,34) er notuð. Reiknað er með að hver lyfjaskammtur muni kosta um 70.000 krónur miðað við að nota hverja pakkningu fyrir tvö augu og að auki kemur til kostnaður við skurðstofu og augnskoðanir og er því um að ræða veruleg útgjöld heilbrigðisþjónustu. Á móti kemur að 100-120 augu á ári munu komast hjá verulegri sjónskerðingu og sum þeirra fá nokkra bót á sinni sjón sem felur í sér ómetanleg lífsgæði fyrir við- komandi einstaklinga og gerir þá sömuleiðis síður háða þjónustu heilbrigðis- og félagsmálayfirvalda. Aukinn sjúkrahúss- og lyfjakostnaður fylgir sjón- skerðingu meðal annars vegna sexfaldrar aukn- ingar á beinbrotum, einkum mjaðmabrotum í þessum sjúklingahópi (35,36). Krabbameinslyfið Avastin (®) Bevacizumab (Avastin®) er mótefni gegn VEGF og er notað sem krabbameinslyf, sérstaklega gegn útbreiddu ristilkrabbameini en ekki hefur verið sýnt fram á óyggjandi gagnsemi lyfsins við hrörn- un í augnbotnum (14). Hér er ekki um generískt lyf heldur aðra sameind að ræða, þótt skyld sé, og engar upplýsingar um árangur eins og hann er venjulega mældur 6, 12 og 24 mánuðum eftir meðferð. Með því að Avastin® hefur verið aðgengilegt sem krabbameinslyf um nokkurra missera skeið og er miklu ódýrara en Lucentis® prófuðu augnlækn- ar víða um heim notkun þess í votri augnbotna- hrörnun með óformlegum hætti, einkum áður en Lucentis kom á markað. Rosenfeld (15) var fyrstur til, en margir fylgdu í kjölfarið (5, 16-23). Samkvæmt þessum lauslegu athugunum þar sem Avastin-meðferð hefur verið beitt í stuttan tíma án þess að um samanburðarhóp væri að ræða hefur komið í ljós að bevacizumab dregur úr leka og æðamyndun og bætir sjónskerpu í sjúklingum með vota augnbotnahrörnun tímabundið. Alvarlegar aukaverkanir hafa ekki verið algengar. Þó hefur sést rof í litþekju augans og augnsýkingar sem tengja má við ástunguna (24). Lyfið hefur einnig verið notað í augnsjúkdómi við sykursýki og við æðalokanir sem og við nýæðagláku (25-27). Þar sem ekki hefur verið sýnt fram á óyggjandi gagnsemi Avastin-meðferðar við hrörnun í augn- botnum hefur bandaríska heilbrigðisstofnunin nú hafið rannsókn til að kanna hvort um svipaða eða sambærilega gagnsemi sé að ræða og við notkun Lucentis og munu niðurstöður liggja fyrir eftir um það bil tvö ár. Eins og fyrr segir eru bevacizumab og ranibiz- umab skyld lyf þar sem bevacizumab er heilt mótefni en ranibizumab aðeins FAB hlutinn af mótefninu (37). Ranibizumab er smærra, það er 48 kilodalton samanborið við 150 kilodalton fyrir bevacizumab og hefur 14 sinnum sterkari aðloð- un að VEGF en bevacizumab. Smærra mólekúl Lucentis er einnig talið eiga greiðari aðgang að nýæðaneti undir sjónhimnu. Annar megin munur á bevacizumab og ranibiz- umab er að ranibizumab (Lucentis®) hefur verið þróað og þaulrannsakað með skipulögðum hætti sem augnlyf en bevacizumab ekki. Framleiðandi beggja lyfja er hinn sami, Genentec í Kaliforníu í Bandaríkjunum, og telur framleiðandinn að bevacizumab henti best sem krabbameinslyf en ranibizumab sem augnlyf. Þess vegna eru takmark- aðar upplýsingar til um lyfjafræði bevacizumabs sem augnlyf í mönnum. I kanínum hefur verið sýnt fram á að bevacizumab, sem gefið er í kan- ínuauga, kemst að einhverju marki út í blóðið og nær þar um það bil 3 microgrömm/ml styrk með helmingunartíma upp á tæplega sjö daga (38). Að hve miklu leyti VEGF mótefni í blóðstraumnum veldur hættu á áföllum í æðakerfinu er ekki full- ljóst á þessari stundu. Hrörnun í augnbotnum aldraðra er meðal ann- ars bólgusjúkdómur (39). Þar sem bevacizumab er heilt mótefni er það líklegra til að framkalla bólgu en ranibizumab. Vefjafræðirannsóknir á æðahimnum sem hafa verið teknar úr augum með vota augnbotnahrörnun gefa til kynna að hugs- anlega valdi bevacizumab inndæling aukinni bólgu í þeim (40). Avastin® er þó enn notað hér á landi vegna votrar ellihrörnunar í augnbotnum, þar sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ekki gefið íslensk- um sjúklingum kost á öðru. Lokaorð Hið nýja lyf gegn VEGF (Lucentis®) er stórkost- leg framför í meðferð votrar augnbotnahrörnunar og mun bjarga allt að 100 íslendingum frá veru- legu sjóntapi á hverju ári. Kostnaður fyrir hvern einstakling er á bilinu 800.000-1,5 milljónir króna fyrir tveggja ára meðferð og heildarkostnaður því verulegur fyrir heilbrigðisþjónustuna, um það bil 100-150 milljón krónur á ári. Er þó að hluta til um að ræða tilfærslu á kostnaði innan heilbrigðisþjón- ustunnar, þar sem sú sjónskerðing sem sjúklingar verða fyrir án þessarar meðferðar er þekkt fyrir að valda verulegri aukningu á mjaðmabrotum (35, 36), aukinni notkun á geðheilbrigðisþjónustu og einnig er um tilfærslu á kostnaði að ræða frá 300 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.