Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2007, Side 53

Læknablaðið - 15.04.2007, Side 53
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA sem meðferð. Sérstaklega hafa sjúklingar sem eru með sleglatif og eru kældir góðar horfur. E-18 Notkun ECMO-dælu á íslandi Þorsteinn H. Ástráðsson', Bjarni Torfason2-3, Tómas Guöbjartsson2-3, Líney Símonardóttir2, Felix Valsson1 felix@landspitali. is 'Svæfinga- og gjörgæsludeild, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, Mæknadeild HÍ Inngangur: ECMO-dæla (extracorporeal membrane oxygenation) hefur verið eitt af meðferðarúrræðum við alvarlega öndunarbilun í rúma þrjá áratugi, einkum hjá nýburum. Hjá fullorðnum eru ábendingar hins vegar ekki eins skýrar og árangur talinn lakari. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur meðferðar ECMO-dælu á íslandi og þá sérstaklega afdrif sjúklinganna. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og nær til allra tilfella þar sem ECMO-dælu var beitt hér á landi. Upplýsingar um sjúklinga fengust afturskyggnt úr sjúkraskrám. ECMO-dælan var notuð til að „hvíla“ lungu sjúklinganna og þá með því að veita blóði úr stórri bláæð í loftskiptatæki (gervilunga). Þar var blóðið mettað súrefni um leið og koltvísýringur var fjarlægður og blóðinu síðan veitt aftur til sjúklings í holæð eða náraslagæð. Rannsóknin nær ekki til 3ja íslenskra sjúklinga sem fluttir voru erlendis til ECMO-meðferðar, tvö börn og einn fullorðinn.Tveir af þessum þremur einstaklingum létust. Rannsóknin nær heldur ekki til fjögurra sjúklinga sem meðhöndlaðir voru með ECMO án dælu (Novalung®) en tveir þeirra lifðu af meðferðina. Niðurstöður: Alls hafa 8 sjúklingar verið meðhöndlaðir með ECMO-dælu á íslandi frá 1991, meðalaldur 30 ár (14-71 ára), 6 karlar og tvær konur. Ástæða öndunarbilunar er sýnd í töflu. í öllum tilfellum var meðferð með ECMO-dælu talin síðasta með- ferðarúrræðið. Meðaltími á ECMO var 16 dagar (6-40 dagar). Tveir sjúklingar (nr. 5 og 6) fengu marktækar blæðingar sem að hluta mátti rekja til blóðþynningar í tengslum við meðferðina. Að öðru leyti varð ekki vart alvarlegra fylgikvilla hjá þeim 5 sjúklingum (63%) sem lifðu meðferðina. Sjúklingarnir þrír sem dóu létust vegna undirliggjandi sjúkdóms og án þess að hægt væri að rekja dánarorsök til ECMO-meðferðarinnar. Einn sjúk- lingur (nr. 3) var úrskurðaður heiladáinn en endurlífgun hafði verið gerð fyrir ECMO-meðferðina. Annar sjúklingur (nr. 6) lést vegna mikillar brjóstholsblæðingar eftir bílslys og sá þriðji (nr. 7) lést af völdum hjartabilunar og sýklasóttarlosts. Ályktun: Tveir þriðju sjúklinganna (63%) lifðu sem er betri árangur en víðast erlendis þar sem hlutfallið er oftast á bilinu 15-54%. Hafa ber þó í huga að tilfelli í þessari rannsókn eru fá. Engu að síður styðja niðurstöður þessarar rannsóknir til þess að ECMO-dæla geti nýst í alvarlegri öndunarbilun hjá fullorðnum. Hjá þessum sjúklingum var ekki um önnur meðferðarúrræði að ræða og telja meðferðaraðilar að án ECMO-meðferðarinnar hefðu þeir allir látist. Sjúkl- ingur/ár Orsök öndunarbilunar Tegund ECMO Aldur (ár) Tími á ECMO (dagar) Afdrif 1 (1991) Fjöláverkar, bílslys lungnabrottnám V-A 16 40 Lifandi 2 (2001) Ásvelging eftir svæfingu V-V 18 26 Lifandi 3 (2002) Kransasðastífla, hjartastopp, (bráð hjartaaðgerð) V-A 46 5 Lést 4 (2002) Nærdrukknun V-V 28 6 Lifandi 5 (2003) Nærdrukknun V-V 14 7 Lifandi 6 (2003) Fjöláverkar, bílslys V-V 22 30 Lést 7 (2006) Hjartaþelsbólga, míturlokuleki, sýklasóttar lost, bráð hjartabilun, (bráð hjartaaðgerð) V-A 71 9 Lést 8 (2006) Hjartaþelsbólga, ósæðarleki, bráð hjartabilun, (bráð hjartaaðgerð) V-A 28 7 Lifandi V-V: veno-venous, V-A: veno-arterial E-19 „Hvað er þetta?“ Óvæntur fundur slímvefjaræxlis (myxoma) við vélindaómun Guðmundur Klemenzson', Gunnar S. Armannsson1, Hjörtur Sigurösson', Bjarni Torfason2, Þórarinn Arnórsson2 klemenzs@landspitali. is 'Svæfinga- og gjörgæsludeild og, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Inngangur: Rúmlega 200 hjartaaðgerðir eru framkvæmdar á Landspítalanum árlega og nær allir sjúklingarnir eru vélinda- ómaðir (TEE) meðan á aðgerð stendur. í allt að fjórðungi þessara sjúklinga leiðir vélindaómun eitthvað óvænt í ljós. Við lýsum hér tveim tilfellum og sýnum myndir af slímvefjaræxlum (myxoma) sem fundust af tilviljun við reglubundna vélinda- ómun í aðgerð Tilfelli 1: 77 ára gömul kona með hjartabilun á grundvelli svæs- inna ósæðarlokuþrengsla og gáttaflökts var tekin til lokuskipta og Maze-aðgerðar. Við venjubundna vélindaómskoðun sást æxli í hægri gátt vaxið frá gáttaskilum. Inngripi var breytt, þannig að til viðbótar fyrirhugaðri aðgerð var æxlið fjarlægt og reyndist um slímvefjaræxli að ræða. Tilfelli 2: 68 ára gömul kona, inniliggjandi á gjörgæslu vegna hjartabilunar á grundvelli svæsinna ósæðarlokuþrengsla, krans- æðasjúkdóms og gáttaflökts, var tekin til ósæðarloku- og krans- æðaaðgerðar. Eftir innleiðslu varð sjúklingur mjög óstöðugur í lífsmörkum, þurfti á hjartahnoði og adrenalíni að halda og var hún tengd í flýti við hjarta- og lungnavél. Gerð var vélinda- ómun og þar sást mikil samdráttarskerðing í bakvegg hjartans, svæsin ósæðarlokuþrengsli og æxli í hægri gátt hjartans nálægt efri holæð (superior vena cava). Aðgerð var því breytt því auk Læknablaðið 2007/93 317
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.