Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 54

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 54
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA kransæðahjáveituaðgerðar og ósæðarlokuskipta var farið inn í hægri gátt og æxlið fjarlægt. Smásjárskoðun leiddi síðar í ljós að um slímvefjaræxli var að ræða. Umræða: Vélindaómskoðun er stöðluð rannsókn við hjarta- aðgerðir hérlendis. Samkvæmt uppgjöri fyrstu tveggja ára í gagnagrunni svæfingadeildar Landspítala finnast áður óþekktar upplýsingar í rúmlega fimmtungi vélindaómskoðana. Þetta breytir aðgerð eða meðferð í einni af hverri níu hjartaaðgerðum. Slímvefjaræxli eru algengustu æxlin sem upprunnin eru í hjarta. Þau eru hlaupkennd, jafnan stilkuð og oftast staðsett í í vinstri gátt (fossa ovalis). Um það vil eitt tilfelli greinist hér á landi á sex ára fresti. Slímvefjaræxli þarf að fjarlægja þar sem þau geta valdið stíflu eða leka í mítur- og/eða þríblöðkulokum og verið uppspretta blóðreks, þ.á.m til heila og lungna. Niðurstaða: Vélindaómun er mikilvægt vöktunar- og greining- artæki í hjartaaðgerðum. Vandaðar vélindaómskoðanir ásamt náinni samvinnu svæfinga- og hjartaskurðlækna getur tryggt að sjúklingar njóti hámarksávinnings af hjartaskurðaðgerðum. E-20 Gagnsemi 64 sneiða tölvusneiðmyndatækis til grein- ingar á endurþrengslum í stoðnetum Sigurdís Haraldsdóttiru, Birna Jónsdóttir2, Jónína Guöjónsdóttir2, Axel F. Sigurðsson1, Kristján Eyjólfsson1, Þórarinn Guðnason1, Sigurpáll S. Scheving1, Ragnar Danielsen',Torfi F. Jónasson', Guðmundur Þorgeirsson', Karl Andersen1 sigurdis@btnet. is 'Hjartadeild Landspítala, 2Læknisfræðileg myndgreining, Domus Medica, 3læknadeild HÍ Inngangur: Stoðnetsísetningum er nú beitt í vaxandi mæli hjá sjúklingum með kransæðaþrengsli. Búast má við end- urþrengslum hjá 20-30% þessara sjúklinga en oft reynist erfitt að greina endurþrengsli þar sem ekki er til gott greiningarpróf. Nýlega hafa rutt sér til rúms 64 sneiða tölvusneiðmyndatæki sem bjóða upp á mun betri myndgæði en eldri tölvusneiðmyndatæki. Markmið rannsóknarinnar var að kanna með hversu miklum áreiðanleika hægt væri að greina endurþrengsli í stoðnetum með 64 sneiða tölvusneiðmyndatæki. Efniviður: 54 sjúklingar sem gengust undir stoðnetsísetningu voru teknir inn í rannsóknina en sjúklingar með bráða krans- æðastíflu og nýrnabilun voru útilokaðir. Sex mánuðum eftir kransæðaþræðingu og stoðnetsísetningu gengust sjúklingar undir tölvusneiðmyndarannsókn og endurþræðing var gerð. Niðurstöður: Sextán sjúklingar (30%) höfðu stöðuga hjartaöng, 21 sjúklingur (39%) hafði hvikula hjartaöng og 17 sjúklingar (32%) höfðu NSTEMI við komu. Meðaltími frá kransæðaþræð- ingu að endurþræðingu voru 197 (SD +/-35) dagar en meðaltími frá tölvusneiðmynd að endurþræðingu voru 4 (SD +1-7) dagar. Næmi tölvusneiðmynda til greiningar endurþrengsla reyndist 27% og sértæki 84%. Jákvætt forspárgildi var 25% og neikvætt forspárgildi 86%. Ef úrtakinu var lagskipt eftir aldri kom í ljós að sjúklingar <58 ára voru rétt greindir með tölvusneiðmyndatækni í 88 % tilfella en sjúklingar > 69 ára í 60 % tilfella. Alyktun: Tölvusneiðmyndatæknin hafði hátt sértæki og nei- kvætt forspárgildi og er því gagnleg til að útiloka endurþrengsli. Hjá yngri hópum sjúklinga reyndust niðurstöðurnar áreiðanlegri og tengist sennilega minna kalkmagni í æðum sem getur truflað úrlestur mynda. E-21 Djúpar sýkingar í bringubeinsskurði eftir opnar hjartaskurðaðgerðir á íslandi Steinn Steingrímsson', Magnús Gottfreðsson1-2, Bjarni Torfason 1J, Karl G. Kristinsson1-4, Tómas Guðbjartsson1-3 steinns@hi.is 'Læknadeild HÍ, 2smitsjúkdómdeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild og 4sýklafræðideild Landspítala Inngangur: Sýking í bringubeinsskurði er alvarlegur fylgikvilli opinna hjartaskurðaðgerða en skv. erlendum rannsóknum greinast þær í 1-8% tilfella. í kjölfar slíkra sýkinga eykst dán- artíðni umtalsvert og sömuleiðis Iegutími. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni þessara alvarlegu sýkinga hér á landi og rannsaka áhættuþætti. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og náði til allra fullorðinna sem gengust undir opnar hjartaskurðaðgerðir á íslandi 1997-2004, eða samtals 1650 einstaklinga (63 börnum var sleppt). Upplýsingar um sjúklinga fengust úr sjúkra- og aðgerð- arskrám. Sjúklingar sem reyndust vera með grunna sýkingu eða los á bringubeinsskurði af öðrum orsökum en sýkingu voru ekki teknir með í rannsóknina. Fyrir sérhvern sjúkling með sýk- ingu voru valdir fjórir sjúklingar í samanburðarhóp sem gengist höfðu undir hjartaskurðaðgerð á sama tímabili. Hóparnir voru bornir saman með tilliti til ýmissa áhættuþátta og fjölbreytu- greining notuð til að meta áhættuþætti fyrir sýkingu. Einnig var farið yfir sýklaræktanir, lagt mat á árangur meðferðar og kann- aðar lífshorfur Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu greindist 41 sjúklingur (2,5%) með sýkingu í bringubeini og miðmæti og greindist sýkingin yfirleitt innan tveggja vikna frá aðgerð. Oftast var um að ræða kransæðahjáveituaðgerð (75%) og ósæðarlokuskipti (17%). Ekki var marktækur munur á sýkingartíðni milli ára á þessu 8 ára tímabili (bil 1,2-4%). Algengustu sýkingavaldar voru Staphylococcus aureus (37%) og kóagúlasa-neikvæðir Staphylokokkar (34%). Hóparnir voru sambærilegir hvað varðar kynjahlutföll, líkamsþyngdarstuðul og ábendingu fyrir aðgerð. Sjúklingar með sýkingu reyndust vera eldri (68,8 vs. 65,5 ára, p=0,04), höfðu oftar sögu um útæðasjúkdóm (32% vs. 8%, p<0,001),heilablóðfall (15% vs.3%,p=0,003) og nýrnabilun (5% vs. 1%, p=0,04). Einnig reyndust sýktu sjúklingarnir hafa hærra Euroscore (7,6 vs. 4,6, p=0,001) og fleiri voru í NYHA flokki IV (54% vs. 30%, p=0,004). Legutími (43 vs. 10 dagar, p<0,001) og lengd meðferðar í öndunarvél var marktækt lengri hjá sýk- ingarhópnum. í þessum hópi sást einnig tilhneiging til hærri sjúkrahússdauða (10% vs. 4%, p=ns) og eins árs lífshorfur voru marktækt lakari en hjá viðmiðunarhópi (83% vs. 95%,p=0,01). Fjölbreytugreining sýndi að sterkustu sjálfstæðu áhættuþætt- irnir fyrir sýkingu voru heilablóðfall (RR=5,1), útæðasjúkdómar (RR=5,0), meðferð með bólgueyðandi sterum (RR=4,3), end- uraðgerð vegna blæðinga (RR=4,7) og reykinga (RR=3,7). Ályktun: Tíðni bringubeins- og miðmætissýkinga á íslandi (2,5%) og áhættuþættir eru sambærilegir við stærri erlendar 318 Læknablaðið 2007/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.