Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 26
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla I. Sundurliðuð meðalútgjöld heimila vegna heilbrigðismála á ársgrundvelli, á verðlagi ársins 2006.1 Krónur Hlutfall af heildarútgjöldum Útgjaldaþættir 1998 2006 Munur (%) 1998 2006 Munur Heildarútgjöld 81.746 105.505 23.759 (29,1) 100% 100% Formleg heilbrigðisþjónusta: 79.002 100.015 21.013(26,6) 96,6% 94,8% -1,8 Tannlæknisþjónusta 23.323 26.840 3517(15,1) 28,5% 25,4% -3,1 Heildarlyfjakostnaður 21.098 28.031 6933 (32,9) 25,8% 26,6% +0,8 Lyfseðilsskyld lyf 15.765 20.314 4549 (28,9) 19,3% 19,3% 0,0 Lyf án lyfseðils 5513 7861 2348 (42,6) 6,7% 7,5% +0,8 Tæki og lyfjabúðarvörur2 16.480 20.430 3950 (24,0) 20,2% 19,4% -0,8 Læknisþjónusta (allar komur og vitjanir) 13.681 16.778 3097 (22,6) 16,7% 15,9% -0,8 Sjúkraþjálfun 4217 6284 2067 (49,0) 5,2% 6,0% +0,8 Sálfræðiþjónusta 1196 2632 1436 (120,1) 1,5% 2,5% +1,0 Óhefðbundin heilbrigðisþjónusta 2859 5833 2974 (104,0) 3,5% 5,5% +2,0 ’Sjúkraflutningar eru ekki meðtaldir í ofangreindum tölum, þar sem ekki var spurt um þá árið 1998. Kostnaður vegna þeirra nam 460 kr. að meðaltali á heimili árið 2006. 2Þessi þáttur inniheldur útgjaldaliöi g-j (sjá Efniviður og aðferöir). almannafé. Bein útgjöld einstaklinga megi aldrei vera það mikil að þau komi í veg fyrir að fólk leiti sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu."9 Opinberar tölur hérlendis leiða í ljós að bein útgjöld einstaklinga og heimila vegna heil- brigðismála hafa aukist verulega að raungildi undanfarin ár.10- 11 Jafnframt benda innlendar niðurstöður til að bein kostnaðarhlutdeild sjúk- linga bitni á aðgengi að þjónustunni. ] rannsókn meðal fullorðinna Islendinga kom í ljós að kostnaður var önnur algengasta ástæða þess að fólk frestaði læknisheimsókn sem það taldi þörf á (32% allra frestana). Jafnframt kom í ljós að það voru einkum yngra fólk, einhleypir og fráskildir, og tekjulágt fólk sem frestaði eða felldi niður ferð til læknis af kostnaðarástæðum.12 í annarri innlendri rannsókn kom fram að heildarútgjöld fjölskyldna vegna heilbrigðismála á níu mánaða tímabili og hlutfall þessara útgjalda af fjölskyldutekjum (útgjaldabyrði) tengdust aukinni frestun læknisþjónustu mánuðina á eftir. Nánari athugun leiddi í ljós að útgjaldabyrðin hafði meiri áhrif á frestun læknisþjónustu en sjálf upphæð útgjaldanna.13 Samkvæmt þessum niðurstöðum virðist ekki hafa tekist sem skyldi að tryggja almenningi á Islandi jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustunni eins og lög og heilbrigðisáætlun kveða á um, meðal annars vegna beins kostnaðar sjúklinga. í rannsókn á útgjöldum íslenskra heimila vegna heilbrigðisþjónustu 1998 kom meðal annars í ljós að mest krónutöluútgjöld var að finna hjá fólki á miðjum aldri (45-54 ára), giftum og sambúðarfólki, foreldrum ungra barna, stórum heimilum, fólki í fullu starfi og fólki með háskólamenntun og háar tekjur. Þegar aftur á móti var litið til kostnaðarbyrði (heilbrigðisútgjalda í hlutfalli við heimilistekjur) skáru konur, eldra fólk og yngra fólk, fólk utan vinnumarkaðar, atvinnulausir og lágtekjufólk sig úr.14 Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna útgjöld og útgjaldabyrði íslenskra heimila vegna heilbrigðisþjónustu. Sérstaklega er skoðað hver þróun útgjaldanna hefur verið frá 1998 til 2006. Þá er einnig athugaður litgjaldamunur eftir samfélagshópum (aldri, kynferði, foreldra-, atvinnu- og námsstöðu, heimilisstærð, búsetu, menntun, heimilistekjum, langvinnum veikindum og örorku) og hvort hópamunur hafi breyst á umræddu timabili. Efniviður og aðferðir Byggt er á gögnum úr tveimur heilbrigðiskönnun- um. Annars vegar er landskönnunin Heilbrigði og lífskjör íslendinga frá hausti 199812 og hins vegar landskönnunin Heilbrigði og aðstæður íslendinga frá hausti 2006.15 Úrtak beggja kann- ana var dregið með tilviljunaraðferð úr hópi íslenskra ríkisborgara í þjóðskrá á aldrinum 18-75 ára. Báðar voru póstkannanir og byggðu á svonefndri Heildaraðferð.16-17 Aðferðin felst í því að spurningalisti er sendur út allt að þrisvar sinnum á sjö vikna tímabili. Að auki er sent út ítrekunar- og þakkarkort viku eftir fyrstu útsendingu spurningalista. I framhaldi af síðustu útsendingu spurningalista er hringt í alla sem ekki hafa skilað lista eða neitað þátttöku. Heimtur í fyrri könnuninni voru 69%, en 60% í þeirri síðari. Tölvunefnd, síðar Persónuvernd, auk Vísindasiðanefndar veittu leyfi fyrir framkvæmd kannananna. Lýðfræðileg samsetning svarendahóps og þýðis var mjög áþekk í báðum könnunum, nema hvað 662 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.