Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2009, Side 48

Læknablaðið - 15.10.2009, Side 48
F R Æ Ð I G R E I Y F I R L I T N A R Tafla I. Flokkar fræðigreina í Læknablaðinu 2004-2008; rannsóknir, yfirlitsgreinar, sjúkratilfelli og klíniskar leiðbeiningar. Gefinn er upp fjöldi og prósentur innan sviga. 2004 2005 2006 2007 2008 2004-2008 Rannsóknir 30 (75) 21 (61) 22 (64) 16(46) 21 (46) 110(58) Yfirlitsgreinar 2(5) 6(18) 4(12) 7(20) 11 (24) 30 (16) Sjúkratilfelli 6(15) 6(18) 5(15) 12(34) 14 (30) 43 (23) Klínískar leiðbeiningar 2(5) 1 (3) 3(9) 0 0 6(3) Samtals 40 (100) 34 (100) 34 (100) 35 (100) 46 (100) 189 (100) Mynd 1. Fjöldifræðigreina Efniviður og aðferðir í einstökum flokkum á síðastliðnum fimm árum. Farið var yfir allar fræðigreinar sem birtust í Læknablaðinu frá byrjun árs 2004 og til loka árs 2008 og þeim skipt í fjóra flokka: rannsóknir, yfirlitsgreinar, sjúkratilfelli og klínískar leið- beiningar. Kannaður var árlegur fjöldi innan hvers flokks og breytingar á milli ára. Einnig var lagt mat á hvaða sérgreinar komu mest að útgáfunni. Þegar tvær eða fleiri sérgreinar stóðu að fræðigrein var horft til sérgreinar fyrsta höfundar nema ef um nema eða unglækni var að ræða. Var þá litið til efnis greinarinnar eða sérgreinar síðasta höfundar. Við skiptingu efnis eftir sérgreinum var aðeins lyf- og skurðlækningum skipt í undirsérgreinar. Niðurstöður Flokkar fræðigreina Fjöldi fræðigreina hélst fremur svipaður á tíma- bilinu, eins og kemur fram í töflu I. Rannsóknum fjölgaði ekki, en yfirlitsgreinum og sjúkratilfellum fjölgaði (mynd 1). Mjög hefur dregið úr birtingu klínískra leiðbeininga í blaðinu. Engar slíkar leiðbeiningar voru birtar árin 2007 og 2008. Höfundar rannsókna í töflu II má sjá hvaða sérgreinar stóðu oftast að útgáfu rannsókna. Barna- og nýburalækningar komu oftast við sögu en trygginga- og vinnulækn- ingar voru skammt undan. Heldur neðar komu geðlækningar og ýmsar undirsérgreinar almennra lyflækninga, svo sem hjarta- og lungnalækningar. Tafla III sýnir þær sérgreinar sem stóðu að út- gáfu yfirlitsgreina í Læknablaðinu á þessu tímabili. Yfirlit yfir sérgreinar sem stóðu að útgáfu yfirlitsgreina er sýnt í töflu III. Efstar á blaði eru lungnalækningar en þar á eftir geðlækn- ingar, augnlækningar, smit-, ónæmis- og tauga- lækningar. Sjúkratilfelli voru í grófum dráttum tvenns konar, annars vegar hefðbundin sjúkratilfelli með umræðu (n=33) og hins vegar Tilfelli mánaðarins (n=10). Síðarnefndu tilfellin eru styttri og hafa birst í öðru hverju tölublaði frá því í byrjun árs 2007. Flest sjúkratilfelli tengdust hjarta- og lungnaskurðlækningum (n=7), lungnalækningum (n=6), barnalækningum (n=4) og smitsjúkdómalækningum (n=5). Umræða Þessi fimm ára samantekt sýnir að í heildina fjölgaði fræðigreinum í Læknablaðið á árinu 2008 í samanburði við árin 2004-2007. Þetta verður að teljast jákvæð þróun þótt hún skýrist aðallega af fjölgun yfirlitsgreina og sjúkratilfella. Á hinn bóginn lækkaði hlutfall rannsókna úr 75% í 46% á tímabilinu 2004-2008. Fjöldi þeirra stendur þó nokkurn veginn í stað og er í kringum 20 greinar á ári frá 2005 til 2008. Einnig ber að hafa í huga að það er algengara við lok en upphaf tímabilsins að greinum sé hafnað: tveimur greinum var hafnað árið 2004, fjórum árið 2005 en fimm greinum var hafnað árlega 2006 til 2008. Hlutfall höfnunar nemur því um 15% af innsendum fræðigreinum síðastliðin þrjú ár. Fjölgun yfirlitsgreina á tímabilinu úr tveimur greinum £ 11 greinar árlega er í takt við ákvörðun ritstjómar um að fjölga birtingu slíkra greina. Þar er meðal annars horft til þess að yfirlitsgreinar höfða yfirleitt til stærri lesendahóps og geta auk þess nýst vel til kennslu. Fjölgun sjúkratilfella helst í hendur við þá viðleitni að auðvelda unglæknum að birta sínar fyrstu greinar í blaðinu. Á síðustu ámm hefur ýmislegt verið gert til að hvetja unga lækna til að senda efni í Læknablaðið. Þetta er í takt við áherslur í sérnámi á háskólasjúkrahúsum erlendis þar sem þeir eru hvattir til ritunar og útgáfu fræðigreina hvers konar. í þessu skyni var meðal annars á síðasta ári komið á fót á Landspítala sérstökum tilfellafundi kandídata og kandídötum svo boðið að senda inn heppileg tilfelli til birtingar í efnisflokkana Tilfelli mánaðarins og Læknislist ogfagtnennska. Það kom á óvart að rannsóknargreinum fjölgaði ekki á þessu fimm ára tímabili, en eins og kom 684 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.