Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 57
LÆKNAFÉLAG UMRÆÐUR 0 G REYKJAVÍKUR F R É T T I R 10 0 Á R A Læknar eru hreyfanleg stétt Ekki þarf að hafa mörg orð um þær blikur sem eru á lofti í samfélaginu. Læknar ekki síður en aðrar stéttir hafa fundið fyrir kaldri hönd kreppunnar á eigin skinni og Sigurður segist heyra það allt í kringum sig að afkoman í vetur muni ráða úrslitum fyrir marga lækna hvort þeir taka sig upp og leita betri lífskjara utan íslensku landsteinanna. „Læknar eru mjög hreyfanleg stétt og íslenskir læknar eru vel liðnir og eftirsóttir starfskraftar. Víða í kringum okkur er læknaskortur svo í sjálfu sér er ekki lengi gert að ráða sig í vinnu erlendis. Það sem heldur í flesta lækna er auðvitað löngunin til að vinna hér heima því ættjarðartaugin er römm. Læknar finna einnig sterkt til ábyrgðar sinnar við þær aðstæður sem nú eru uppi. Ég held að ég tali fyrir munn flestra lækna að þeir vilja helst af öllu vinna fyrir sitt fólk. Því má heldur ekki gleyma að heimurinn hefur minnkað og það er orðið gerlegt að vinna í öðru landi en heimalandinu án þess að rífa fjölskylduna upp. Það eru ýmis teikn á lofti um að læknar fari í meira mæli að líta til annarra landa eftir atvinnu en það sem vekur undrun mína er hversu litlar áhyggjur stjórnvöld virðast hafa af þessari þróun. Það er engu líkara en að þau treysti á að hin ramma taug muni halda, hversu nærri sem gengið er læknum. Margir í læknastétt telja nú þegar að mælirinn í þeim efnum sé fullur; þeir hafa fjárfest í dýrri framhaldsmenntun, komið heim og sett sig í skuldir vegna húsnæðiskaupa miðað við ákveðnar forsendur sem nú eru algerlega brostnar. Það má hafa í huga að íslenskir læknar fjármagna algerlega sjálfir framhaldsnám sitt, larm þeirra meðan á því stendur eru yfirleitt mjög lág miðað við gífurlega mikið vinnuframlag og þegar þeir koma heim eiga þeir ekki neitt annað en þekkingu sína sem er verðlögð mun lægra hér á landi en erlendis. Starfsaldur íslenskra lækna er stuttur, þeir eru að hefja starfsferilinn hér heima um fertugt og þurfa að ná ævitekjunum inn á 10-15 árum styttri tíma en jafnaldrar þeirra. Fyrir vikið verður eign þeirra í lífeyrissjóði að loknu ævistarfi fremur lítil. í auknum mæli þurfa læknar því ekki að velta því fyrir sér hvort þeir vilji vinna á íslandi, heldur hvort þeir hafi efni á að vinna á íslandi." Sigurður segir einnig aðra hlið snúa að sérfræðingum í læknisfræði sem kjósa að starfa á íslandi. „Hlið sem fremur sjaldan er rædd opinberlega og snýr að möguleikum okkar um framgang í starfi og faglega endurnýjun. Hér eru eðli málsins samkvæmt fáar stöður í hverri grein, aðeins ein prófessorsstaða innan hverrar sérgreinar og aðeins einn vinnustaður, Landspítalinn, fyrir margar sérgreinar. Þetta eru ekki mjög hvetjandi aðstæður og að mörgu leyti skiljanlegt ef ungt fólk, sem er sannarlega alþjóðlegra í hugsun en eldri kynslóðin, horfir í aðrar áttir en hingað heim þegar velt er fyrir sér hvar eigi að starfa." Sigurður segir að lokum að allir séu sammála um hversu mikilvægt sé að halda heilbrigðiskerfinu sem öflugustu og ekki síst við núverandi aðstæður. „Heilsan er hverjum manni dýrmætust og það má ekki skerða þjónustuna að því marki að hún hafi áhrif á almennt heilsufar þjóðarinnar. Eflaust er hægt að hagræða enn meira en hefur verið gert þó niðurskurður hafi verið viðvarandi í heilbrigðiskerfinu í nokkur ár. Sífellt niðurskurðartal dregur kraft og áhuga úr fólki. Eflaust þjappa erfiðleikar þjóðinni saman en það verður að standa vörð um heilbrigðiskerfið. Við hljótum að vera ansi aum ef við getum ekki lengur annast þá sem veikir eru." ,, LR œtti að mínu mati að þróast meira sem fagfélag, ” segir Sigurður Böðvarsson, formaður Lœbtafélags Reykjavikur. LÆKNAblaðið 2009/95 693
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.