Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2009, Page 83

Læknablaðið - 15.10.2009, Page 83
1909-2009 LÆKNAFÉLAG REYKJAVÍKUR 100 ÁRA Læknirinn og samfélagið Afmælishátíð dagana 16. og 17. október Föstudagur 16. október kl. 15-18 Læknaklúbburinn. í Hlíðasmára 8 í Kópavogi Kl. 15:00-15:20 Læknar boðnir velkomnir. Sigurður Böðvarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur Kl. 15:20-15:40 Læknirinn og samfélagið, áður fyrr. Óttar Guðmundsson formaður Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar Kl. 15:40-16:00 Læknirinn og samfélagið í framtíðinni. Tryggvi Helgason læknir Hlé - Léttar veitingar Kl. 16:30-18:00 Umræður, spjall og jafnvel kappræður. Læknirinn og samfélagið. Hér koma læknar saman beint frá mikilvægum störfum sínum, slaka á og njóta samvista við kollegana í okkar eigin húsnæði. Óformleg og þægileg samvera og jafnvel óvæntar uppákomur. Laugardagur 17. október kl. 10-16. Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík Kl. 10:00-10:10 Sigurður Böðvarsson formaður býður gesti velkomna og setur hátíðina Kl. 10:10-10:20 Ávarp heilbrigðisráðherra Kl. 10:20-10:25 Ólafur Þór Ævarsson, formaður afmælisnefndarinnar kynnir Listaþing Kl. 10:25-10:30 Hildur Svavarsdóttir, heimilislæknir kynnir fræðsludagskrána 1. Listatorg lækna Læknar starfa ekki einungis í þjónustu læknislistarinnar, fjölmargir leggja stund á sköpun og miðlun í hinum ýmsu greinum lista. Hér sýna allir læknar sem vilja listir sínar aðrar en læknalistina. Sýningin verður opin öllum. 2. Heilsa - ábyrgð okkar allra - Fræðsla fyrir almenning og lækna Fræðsludagskránni er skipt í eftirfarandi: Barnaheilsu, ungiingaheilsu, kvennaheilsu, karlaheilsu og heilsu og hamingju. Hópstjórar eru Michael Clausen barnalæknir, Hildur Svavarsdóttir heimilislæknir, Ebba Margrét Magnúsdóttir kvensjúkdómalæknir, Eiríkur Jónsson þvagfærasérfræðingur og Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir. Fræðslan fer fram á sýningarsvæðum hvers sviðs. Gestir koma í heimsókn á svæðin og læknarnir fræða með aðgengilegum hætti og með margskonar miðlum. Heilsa í 100 ár. Sýning frá Lækningaminjasafninu og fræðsla frá Félagi áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir safnstjóri og Óttar Guðmundsson, geðlæknir. 3. Dagskrá Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar: "Kaun og benjar holdið hrjá" Hinn árlegi Egils Snorrasonar fyrirlestur félagsins verður haldinn að lokinni setningarathöfn. Þrír fyrirlesarar fjalla um sögu holdsveikinnar á íslandi og í Noregi. - Óttar Guðmundsson formaður FÁSL býður gesti velkoma - Leprosy in Norway, remarkable science, pubtic health and crime. Lorentz M. Irgens prófessor frá Bergen (Egils Snorrasonar fyrirlestur) - Visitatia Bjarna Pálssonar á Kaldaðanesspítala 1763. Sögulegt yfirlit holdsveikinnar á íslandi. Erla Dóris Halldórsdóttir sagnfræðingur. - „Hver erþessi Jesú pfslarmynd?" Úlfar Þormóðsson rithöfundur 4. Afmælishátíð Laugardagskvöldið 17. október verður skemmtileg afmælishátíð lækna og maka þeirra með glæsilegum kvöldverði, skemmtun og dansleik á Hótel Hilton Nordica. Þar verða óvæntar uppákomur og læknar sjá sjálfir um skemmtiatriði og tónlist. Allir læknar mæti, ungir sem aldnir og allir eru velkomnir. Líka þeir sem tilheyra öðrum svæðafélögum eða FÚL. Fordrykkur er í boði félagsins. Matseðill: í forrétt er humarsúpa, síðan lambahryggur með lerkisveppum og að lokum mangósalsa með pavlovu í eftirrétt. Verð 6900 kr. Miðar á afmælishátíðina verða seldir á heimasíðu Læknafélags íslands. Vegna undirbúnings er mikilvægt að menn greiði miðana sem fyrst. Lokadagur fyrir miðakaup er föstudagur 16. október. í undirbúningsnefnd afmælisins, skipaðri af Sigurði Böðvarssyni, formanni Læknafélags Reykjavíkur, sitja: Ólafur Þór Ævarsson formaður, Anna Kr. Jóhannsdóttir, Elínborg Guðmundsdóttir, Friðný Jóhannesdóttir, Gestur Þorgeirsson, Halla Skúladóttir, Hildur Svavarsdóttir, Högni Óskarsson, Magni S. Jónsson og Óskar Einarsson. LÆKNAblaðið 2009/95 719

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.