Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 177
MONIQUE WITTIG: UPPLAUSN LÍKAMANS OG UPPSPUN'NIÐ KYN
Aleð því að beita meðMtað uppivöðslukenndri heimsvaldaáætlun fær-
ir Wittdg rök fyrir þ\d að aðeins með því að taka upp algilt og skil\TÖis-
laust sjónarhom og gera allan heiminn í raun lesbískan sé hægt að leggja
nauðungarsldpulag gagnkynhneigðarinnar í rúst. E/g úr Lesbíultkaman-
um {Corps Lesbien) á að festa hið lesbíska í sessi, ekki í klofinni sjálfsvem
heldur heldur í fullráða sjálfsvem er getur farið í mállegt stríð við „heim“
sem hefur lagt granninn að merkingarfræðilegri og setningaffæðilegri
árás á lesbíur. Ætlun hennar er ekki að benda á réttindi „kvenna“ eða
„lesbía“ sem einstaklinga heldur að rísa gegn því alheims þekkingarsam-
hengi sem viðheldur hinu gagnkynhneigða - og gera þetta með því að
snúa við orðræðunni um jöfn völd og möguleika. Ætlunin er ekki að taka
stöðu hinnar talandi sjálfsvem til þess að verða viðurkenndur einstak-
lingur í mengi gagnvirkra máltengsla; hin talandi sjálfsvera verður öllu
heldur eitthvað meira en einstaklingur, verður algilt sjónarmið sem læt-
ur flokkanir sínar gilda fyrir allt málsviðið - það sem kallað er „heimur-
inn“. WTtrtdg heldur því ffarn að einungis stríðsáætlun sem bera má sam-
an við umfang nauðungar-gagnkynhneigðar muni í raun duga til að
skora þekkingarleg yfirráð hins síðarnefnda á hólm.
Að tala er, í kjörskilningi orðsins, valdaaðgerð að áliti Wittig, staðfest-
ing á fullveldi sem samtímis felur í sér jafnréttistengsl við aðrar talandi
sjálfsvemr.28 \lrkni þessa kjör- eða uppruna- „sáttmála“ um málið er
skil\Tðislaus. Tungumálið býður upp á tvenns konar möguleika. Það má
beita því til að staðfesta hið sanna algildi persóna sem útilokar engan. En
það má líka hafa það til að festa í sessi stigveldi þar sem aðeins sumar
persónur fá að tala en aðrir sem útilokaðir em frá hinu algilda sjónar-
homi geta ekki „talað“ án þess ómerkja það sem þeir segja á sama tíma.
En kjörsamfélagssáttmálinn er til staðar á undan þessum ósamhverfu
tengslum við mál og samkvæmt honum gerir málathöfh í fyrstu persónu
jafnan ráð fyrir og staðfestir fullkomna gagnk\ræmni hinna talandi sjálfs-
28 I „Samfélagssáttmálanum“ („The Social Contract"), fyrirlestri sem Wittig flutti við
Columbia háskóla 1987 (sjá Monique Wittig 1992, The Straight Mind and otherEss-
ays. Beacon Press, Boston M.A.) lýsir hún eigin kenningu um grundvallar málsamn-
ing með sama hætti og kenningu Rousseaus um samfélagssáttmálann. Þó að þetta
komi ekki skýrt fram hjá henni virðist hún skilja þennan for-félagslega (og for-gagn-
kynhneigða) samning sem sameiningu viljans - það er almannavilja í þeirri rómant-
ísku merkingu sem Rousseau gefur honum. Þessari kenningu er beitt á áhugaverðan
hátt hjá Teresa de Lauretis 1988, „Sexual Indifference and Lesbian Representation“
Theatre Joumal 40. árg., 2 og 1987, „The Female Body and Heterosexual Presump-
tion“ Semiotica 67. árg., 3-4, bls. 259-279.
*75