Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 99
MENNING ER MÁTTUR
ingarhugtakið umhverfis tvö meginhugtök, sögu og vald. Samkvæmt
þeim er sýnin á menninguna: „menning sem afsprengi valdatengsla og
drottnunar, menning sem form valds og drottnunar, menning sem mið-
ill þar sem vald er bæði skapað og spornað við því“. Kannski má undir-
ritaður hvetja lesendur til þess að hugleiða sögu Islenskrar Erfðagrein-
ingar, gagnagrunnsins og allrar þeirrar urnræðu og þeirra deilna sem þar
sköpuðust út frá þessum hugmyndum: Menning sem vald, menning sem
miðill þar sem vald er bæði skapað og spyrnt er gegn því.
Niðurlag: Sjálfsmynd og andspyma
Foucault er oft gagnrýndur fýrir það að sjá vald alls staðar, að hann lítd
svo á að manneskjan sé alltaf fullkomlega skilyrt af valdi, að hann skilji
ekki eftir neinn skika þar sem frelsi og andspyrna geta tekið sér bólfestu,
að sýn hans boði ekki annað en að kúgun sé óumflýjanlegt hlutskipti
mannsins (sjá t.d. Seale 1998). Eflaust á þessi gagnrýni við einhver rök að
styðjast þó mér sýnist hún byggja einmitt á þeirri forsendu sem Foucault
reyndi hvað mest að yfirstíga: Að sjálfið sé náttúrulegt og sjálfgefið fýr-
irbæri en ekki afsprengi orðræðu og valds eins og Foucault hélt fram.
En það er líka til leið til þess að halda í kosti kenninga Foucaults og
halda þó opnum þeim möguleika að andspyrna sé kostur, að manneskjan
sé að vísu alltaf og alls staðar hluti af umfangsmiklum og flóknum félags-
legum tengslum og valdi en sé samt ekki fullkomlega skilyrt af valdi. Þá
leið sem mig langar að varða hér - og sem er þó alls ekki frá mér komin
- má að sumu leyti finna í verkum Foucault, að öðru leyti í skrifum þess
hóps fólks sem mest hefur umturnað lífi okkar síðustu ár, það er femín-
ista. Hugmyndin sem hér skiptir máli er sú að sjálfsmynd okkar sé alltaf
flókin, margbrotin, ófullgerð, mótsagnakennd. Að þó að valdið færi okk-
ur ákveðna sjálfsmynd þá séum við aldrei bara eitthvað eitt, heldur alltaf
margt - hlaupari, fótboltabulla, særingamaður, bóndi, slátrari, sjálfstæð-
ismaður. Og þó að valdið skilgreini að stórum hluta hvað felist í því að
vera eitthvað eitt af þessu þá höfum við alltaf möguleikann á að taka upp
aðra stöðu og öðlast þannig aðra sýn.
Þessa hugmynd má svo að lokum tengja því sem falist hefur í hugmynd
mannfræðinga um menninguna að minnsta kosti ffá því Geertz setti
fram sínar kennisemingar: Að merking sé alltaf að einhverju marki óræð,
margbrotin, mótsagnakennd, verði aldrei skilgreind til fulls. Ef menning
97