Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Side 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Side 25
ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I Efniviður og aðferðir: Klónuðu veirurnar KV1772kv72/67 og LVl- ÍKSI og ýmsar afleiður þeirra voru notaðar í þessari rannsókn. Hnattkjarnaátfrumur og æðaflækjufrumur voru sýktar með endur- röðuðum veirum, sýni tekin daglega og víxlritavirkni mæld og not- uð sem mælikvarði á veirumagn. Niðurstöður og ályktanir: í Ijós kom að munurinn á svipgerð klón- anna er vegna tveggja stökkbreytinga, önnur er í CA hluta gag og hin í vif og eru stökkbreytingarnar samvirkandi. Pessar niðurstöð- ur benda til þess að tengsl séu milli Vif og CA í fjölgunarferli veirunnar í hnattkjarnaátfrumum. E 04 Lýsandi rannsókn á sameindafaraldsfræði Chlamydia trachomatis á íslandi Kristín Jónsdóttir', Már Kristjánsson2, Ólafur Steingrímsson' 'Sýklafræðideild Landspítala Hringbraut, 'smitsjúkdómadeild Landspítala Fossvogi Netfang: kristjo@rsp.is Inngangur: Á íslandi greinast árlega liðlega 1700 tilfelli af C. trachomatis sýkingum og eru þær sennilega ein algengasta orsök ófrjósemi hjá íslenskum konum. Sýkingar í kynfærum eru oft ein- kennalausar og því reynist erfitt að uppræta smit. Forsendur fyrir- byggjandi starfs er staðgóð þekking á faraldsfræði sýkilsins. Yfir 90% tilfella eru greind á sýklafræðideild Landspítala og þar eru því góðar aðstæður til að kortleggja faraldsfræðina en það má gera á grundvelli erfðabreytileika ompl gensins sem skráir fyrir aðal- mótefnavaka bakteríunnar. Rannsókn þessi kannar faraldsfræði klamydíusýkinga með tilliti til breytinga á stofngerð eins og hún birtist í geninu ompl. Ætlunin er að meta fjölda stofna í samfélag- inu á hverjum tíma, hvort breytingar verði í ompl geninu og ef svo verði með hvaða hraða það gerist. Efniviður og aðferðir: Pvagsýni frá húð- og kynsjúkdómadeild Rík- isspítala sem greindust með C. trachomatis á sýklafræðideild Land- spítalans á tímabilinu 1.1.99-31.12.99 eru notuð. Erfðaefni er einangrað úr sýnunum og ompl genið magnað með nested PCR hvarfi. PCR afurðin er raðgreind og basaraðir stofna bornar saman. Niðurstöður: Alls bárust 4157 sýni og voru 715 af þeim jákvæð (17,2%). Af þeim hafa 148 stofnar frá janúar til apríl verið stofn- greindir. I janúar fundust 10 stofngerðir, 13 í febrúar, níu í mars og sex í apríl. Ein stofngerð af serótýpu E var ráðandi í öllum mánuð- um (56%). Fjörutíu og fjórir einstaklingar (6,7%) áttu tvö eða fleiri jákvæð sýni á árinu og í 90% tilfella var um sama stofn að ræða í bæði skiptin. Ályktanir: Fyrstu niðurstöður sýna að frá janúar til aprfl er stofn Ela allsráðandi á meðan aðrar stofngerðir koma mun sjaldnar fyr- ir. Þetta bendir til að á hverjum tíma sé einn ráðandi stofn í samfé- laginu. Viðvarandi eða endurtekna sýkingu af sama stofni eða nýrri stofngerð fá 6,7% einstaklinga. E 05 Verkun penicillíns in vitro á mismunandi næma pneumó- kokkastofna Helga Erlendsdóttir, Magnús Gottfreösson, Karl G. Kristinsson, Sigurð- ur Guömundsson Sýklafræði- og lyflækningadeild Landspítala Hringbraut, landlæknisembættið Netfang: helgaerl@rsp.is Inngangur: Fjölgun penicillín ónæmra pneumókokka hefur leitt til aukinna rannsókna á verkun lyfja gegn þeim. Þekkt er, að verkun fi- laktamlyfja er háð tímalengd lyfs yfir hammörkum en ekki þéttni. Þannig fæst sama verkun in vitro við 2xMIC og lOOxMIC þéttni (MIC=hammörk). Þær tilgátur eru uppi að fjölgun á penicillín ó- næmum pneumókokkum verði vegna „úrvals”, það er að ónæmir stofnar komist undan, ef lyfjaþéttnin sem þeir komast í snertingu við sé undir hammörkum þeirra. Ákveðið var að kanna in vitro verkun penicillíns á þrjá misnæma pneumókokkastofna, bæði sitt í hvoru lagi og í blöndu af öllum stofnunum. Efniviður og aðferðir: Notaðir voru þrír pneumókokkastofnar, mis- munandi næmir fyrir penicillíni. Stofnarnir voru allir af hjúpgerð 6B, en af þeirri hjúpgerð eru flestir penicillín ónæmir stofnar á ís- landi. Hammörk penicillíns voru: 0,016; 0,125 og 4 /jg/inl. Penicillín í þéttninni 4xMIC hvers stofns og þéttninni 16 /fg/ml (4xMIC ónæmasta stofnsins) var látið verka á pneumókokkana sitt í hvoru lagi. Hjá næmasta stofninum var um að ræða þéttnina 4x- og lOOOxMIC, hjá miðstofninum var þéttnin 4x- og 128xMIC, en hjá ónæma stofninum var bara um eina þéttni að ræða, eða 4xMIC. Við sýklablönduna var notuð þéttnin 16 pg/ml. Tekin voru sýni í upphafi og eftir eina, tvær, fjórar og sex klukkustundir. Reiknuð var verkun lyfsins miðað við sýklamagn (CFU/ml) í upphafi. Niðurstöður: Eins og við fyrri rannsóknir er ekki marktækur mun- ur á verkun penicillíns við mismunandi þéttni. Það sem kom á óvart var stigminnkandi dráp penicillíns við hækkun á hammörkum, eða 4,4; 2,6 og 1,4 log CFU/ml á sex tímum. í rannsókninni sást ekki munur á verkun stofnanna sitt í hvoru lagi og í blöndu. Ályktanir: Niðurstöðurnar geta bent til þess, að hægara dráp ónæmra stofna geti skýrt yfirvöxt og úrval þeirra í blönduðum vexti. Penicillínónæmi pneumókokka stafar af breytingum á penicillín bindiprótínum. Skýringin á minnkuðu drápi er mögulega sú, að við stighækkandi MIC penicillíns eru fleiri bindiprótín stökkbreytt, þannig að penicillínið binst verr og verkunin verður minni. ítarlegri rannsókna er þörf í dýralíkönum. E 06 Sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi baktería í öndunar- vegi barna á íslandi og í Litháen Einar K. Hjaltested', Þórólfur Guðnason23, Helga Erlendsdóttir', Jolanta Bernatoniene4, Petras Kalteni4, Karl G. Kristinsson1,2, Ásgeir Haraldsson2-3 'Sýklafræðideild Landspítala Hringbraut, 'læknadeild HÍ, 'Barnaspítali Hringsins, Landspítaia Hringbraut, 'Santariskiu barnasjúkrahúsiö, Vilniuslnius Netfang: asgeir@rsp.is Inngangur: Sýklalyfjaónæmi baktería og útbreiðsla ónæmra stofna er víða vandamál. Ofnotkun sýklalyfja er talin ein aðalorsök vand- ans. Nauðsynlegt er að þekkja útbreiðslu ónæmra baktería. Mark- mið rannsóknarinnar var að meta og bera saman sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi á Islandi og í Litháen. Efniviður og aðferðir: Sýni voru tekin úr nefkoki eins til sjö ára barna á barnaheimilum í Reykjavík (Rvk) og í Vilnius (Vi). Sýnin voru ræktuð til að greina S. pneumoniae, H. inflitenzae og M. catarr- halis. Sýklalyfjaónæmi var metið og penicillín ónæmir pneumó- kokkar hjúpgreindir. Notkun sýklalyfja var metin með spurninga- listum. Tvö hundruð níutíu og sjö böm á sex barnaheimilum í Reykjavík og 508 börn á 13 barnaheimilum í Vilnius voru rannsök- uð. Niðurstöður: S. pneumoniae ræktaðist frá 50% barna í Reykjavík og 51% í Vilnius. H. influenzae ræktaðist frá 59% og 67% barna í Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 25

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.