Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 25
ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I Efniviður og aðferðir: Klónuðu veirurnar KV1772kv72/67 og LVl- ÍKSI og ýmsar afleiður þeirra voru notaðar í þessari rannsókn. Hnattkjarnaátfrumur og æðaflækjufrumur voru sýktar með endur- röðuðum veirum, sýni tekin daglega og víxlritavirkni mæld og not- uð sem mælikvarði á veirumagn. Niðurstöður og ályktanir: í Ijós kom að munurinn á svipgerð klón- anna er vegna tveggja stökkbreytinga, önnur er í CA hluta gag og hin í vif og eru stökkbreytingarnar samvirkandi. Pessar niðurstöð- ur benda til þess að tengsl séu milli Vif og CA í fjölgunarferli veirunnar í hnattkjarnaátfrumum. E 04 Lýsandi rannsókn á sameindafaraldsfræði Chlamydia trachomatis á íslandi Kristín Jónsdóttir', Már Kristjánsson2, Ólafur Steingrímsson' 'Sýklafræðideild Landspítala Hringbraut, 'smitsjúkdómadeild Landspítala Fossvogi Netfang: kristjo@rsp.is Inngangur: Á íslandi greinast árlega liðlega 1700 tilfelli af C. trachomatis sýkingum og eru þær sennilega ein algengasta orsök ófrjósemi hjá íslenskum konum. Sýkingar í kynfærum eru oft ein- kennalausar og því reynist erfitt að uppræta smit. Forsendur fyrir- byggjandi starfs er staðgóð þekking á faraldsfræði sýkilsins. Yfir 90% tilfella eru greind á sýklafræðideild Landspítala og þar eru því góðar aðstæður til að kortleggja faraldsfræðina en það má gera á grundvelli erfðabreytileika ompl gensins sem skráir fyrir aðal- mótefnavaka bakteríunnar. Rannsókn þessi kannar faraldsfræði klamydíusýkinga með tilliti til breytinga á stofngerð eins og hún birtist í geninu ompl. Ætlunin er að meta fjölda stofna í samfélag- inu á hverjum tíma, hvort breytingar verði í ompl geninu og ef svo verði með hvaða hraða það gerist. Efniviður og aðferðir: Pvagsýni frá húð- og kynsjúkdómadeild Rík- isspítala sem greindust með C. trachomatis á sýklafræðideild Land- spítalans á tímabilinu 1.1.99-31.12.99 eru notuð. Erfðaefni er einangrað úr sýnunum og ompl genið magnað með nested PCR hvarfi. PCR afurðin er raðgreind og basaraðir stofna bornar saman. Niðurstöður: Alls bárust 4157 sýni og voru 715 af þeim jákvæð (17,2%). Af þeim hafa 148 stofnar frá janúar til apríl verið stofn- greindir. I janúar fundust 10 stofngerðir, 13 í febrúar, níu í mars og sex í apríl. Ein stofngerð af serótýpu E var ráðandi í öllum mánuð- um (56%). Fjörutíu og fjórir einstaklingar (6,7%) áttu tvö eða fleiri jákvæð sýni á árinu og í 90% tilfella var um sama stofn að ræða í bæði skiptin. Ályktanir: Fyrstu niðurstöður sýna að frá janúar til aprfl er stofn Ela allsráðandi á meðan aðrar stofngerðir koma mun sjaldnar fyr- ir. Þetta bendir til að á hverjum tíma sé einn ráðandi stofn í samfé- laginu. Viðvarandi eða endurtekna sýkingu af sama stofni eða nýrri stofngerð fá 6,7% einstaklinga. E 05 Verkun penicillíns in vitro á mismunandi næma pneumó- kokkastofna Helga Erlendsdóttir, Magnús Gottfreösson, Karl G. Kristinsson, Sigurð- ur Guömundsson Sýklafræði- og lyflækningadeild Landspítala Hringbraut, landlæknisembættið Netfang: helgaerl@rsp.is Inngangur: Fjölgun penicillín ónæmra pneumókokka hefur leitt til aukinna rannsókna á verkun lyfja gegn þeim. Þekkt er, að verkun fi- laktamlyfja er háð tímalengd lyfs yfir hammörkum en ekki þéttni. Þannig fæst sama verkun in vitro við 2xMIC og lOOxMIC þéttni (MIC=hammörk). Þær tilgátur eru uppi að fjölgun á penicillín ó- næmum pneumókokkum verði vegna „úrvals”, það er að ónæmir stofnar komist undan, ef lyfjaþéttnin sem þeir komast í snertingu við sé undir hammörkum þeirra. Ákveðið var að kanna in vitro verkun penicillíns á þrjá misnæma pneumókokkastofna, bæði sitt í hvoru lagi og í blöndu af öllum stofnunum. Efniviður og aðferðir: Notaðir voru þrír pneumókokkastofnar, mis- munandi næmir fyrir penicillíni. Stofnarnir voru allir af hjúpgerð 6B, en af þeirri hjúpgerð eru flestir penicillín ónæmir stofnar á ís- landi. Hammörk penicillíns voru: 0,016; 0,125 og 4 /jg/inl. Penicillín í þéttninni 4xMIC hvers stofns og þéttninni 16 /fg/ml (4xMIC ónæmasta stofnsins) var látið verka á pneumókokkana sitt í hvoru lagi. Hjá næmasta stofninum var um að ræða þéttnina 4x- og lOOOxMIC, hjá miðstofninum var þéttnin 4x- og 128xMIC, en hjá ónæma stofninum var bara um eina þéttni að ræða, eða 4xMIC. Við sýklablönduna var notuð þéttnin 16 pg/ml. Tekin voru sýni í upphafi og eftir eina, tvær, fjórar og sex klukkustundir. Reiknuð var verkun lyfsins miðað við sýklamagn (CFU/ml) í upphafi. Niðurstöður: Eins og við fyrri rannsóknir er ekki marktækur mun- ur á verkun penicillíns við mismunandi þéttni. Það sem kom á óvart var stigminnkandi dráp penicillíns við hækkun á hammörkum, eða 4,4; 2,6 og 1,4 log CFU/ml á sex tímum. í rannsókninni sást ekki munur á verkun stofnanna sitt í hvoru lagi og í blöndu. Ályktanir: Niðurstöðurnar geta bent til þess, að hægara dráp ónæmra stofna geti skýrt yfirvöxt og úrval þeirra í blönduðum vexti. Penicillínónæmi pneumókokka stafar af breytingum á penicillín bindiprótínum. Skýringin á minnkuðu drápi er mögulega sú, að við stighækkandi MIC penicillíns eru fleiri bindiprótín stökkbreytt, þannig að penicillínið binst verr og verkunin verður minni. ítarlegri rannsókna er þörf í dýralíkönum. E 06 Sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi baktería í öndunar- vegi barna á íslandi og í Litháen Einar K. Hjaltested', Þórólfur Guðnason23, Helga Erlendsdóttir', Jolanta Bernatoniene4, Petras Kalteni4, Karl G. Kristinsson1,2, Ásgeir Haraldsson2-3 'Sýklafræðideild Landspítala Hringbraut, 'læknadeild HÍ, 'Barnaspítali Hringsins, Landspítaia Hringbraut, 'Santariskiu barnasjúkrahúsiö, Vilniuslnius Netfang: asgeir@rsp.is Inngangur: Sýklalyfjaónæmi baktería og útbreiðsla ónæmra stofna er víða vandamál. Ofnotkun sýklalyfja er talin ein aðalorsök vand- ans. Nauðsynlegt er að þekkja útbreiðslu ónæmra baktería. Mark- mið rannsóknarinnar var að meta og bera saman sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi á Islandi og í Litháen. Efniviður og aðferðir: Sýni voru tekin úr nefkoki eins til sjö ára barna á barnaheimilum í Reykjavík (Rvk) og í Vilnius (Vi). Sýnin voru ræktuð til að greina S. pneumoniae, H. inflitenzae og M. catarr- halis. Sýklalyfjaónæmi var metið og penicillín ónæmir pneumó- kokkar hjúpgreindir. Notkun sýklalyfja var metin með spurninga- listum. Tvö hundruð níutíu og sjö böm á sex barnaheimilum í Reykjavík og 508 börn á 13 barnaheimilum í Vilnius voru rannsök- uð. Niðurstöður: S. pneumoniae ræktaðist frá 50% barna í Reykjavík og 51% í Vilnius. H. influenzae ræktaðist frá 59% og 67% barna í Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.