Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 28
I ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ
Efniviður og aðferðir: Sautján hundruð Reykvíkingar, 50 ára og
eldri, voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og boðið að taka
þátt. Eilt þúsund fjörtíu og fimm einstaklingar mættu til skoðunar;
583 konur og 462 karlar. Augasteinar voru skoðaðir með rauf-
arsmásjá af tveimur vönum augnlæknum. Pátttakendur fylltu einnig
út spurningalista um heilsufar og lífsvenjur. Niðurstöðurnar voru
reiknaðar með lógistískri aðhvarfsgreiningu.
Niðurstöður: Aukin áhætta fyrir skýmyndun í augasteinskjarna
kom fram hjá eldra fólki, þeim sem reyktu og þeim notuðu áfengi.
Aðrir þættir sem skoðaðir voru og höfðu engin merkjanleg áhrif á
áhættuna voru; útivera, tálflögnun, hjartasjúkdómar, vítamínneysla,
lýsisdrykkja, fiskát, tölvunotkun og infrarautt Ijós.
Alyktanir: Skýmyndun í augasteinskjarna er aldurstengd og afar al-
geng eftir sjötugt. Vegna fjölgunar í elstu aldurshópunum á kom-
andi árum mun algengið enn aukast og aðgerðum fjölga. Niðurstöð-
ur benda til þess að áhættuþættir skýmyndunar í augasteinskjarna
séu að nokkru leyti tengdir lífsvenjum fólks og því væri mögulega
hægt að hafa áhrif á framgang og tíðni með forvörnum.
E 14 Algengi augn- og munnþurrks á íslandi með hliðsjón af
heilkenni Sjögrens
Jórunn Atladóttir', Ólafur Grétar Guðmundsson2, Peter Holbrook3,
Ragnar Sigurðsson4, Björn Guðbjörnsson56
'Læknadeild og 'tannlæknadeild HÍ, ‘augn- og 'lyílækningadeild FSA. 'augnlækn-
ingadeild og ‘Rannsóknarstofan í gigtarsjúkdómum Landspítala Hringbraut
Netfang: bjorngu@landspitali.is
Inngangur: Heilkenni Sjögrens er samkvæmt erlendum rannsókn-
um einn af algengari fjölkerfasjúkdómunum. Sjúkdómurinn ein-
kennist af dagsþreytu, stoðkerfisverkjum og þurrkeinkennum frá
slímhúðum. Algengi augn- og munnþurrks er ekki þekkt hér á landi
né heldur algengi heilkennis Sjögrens. Markmið rannóknarinnar
var að kanna algengi helstu einkenna heilkennis Sjögrens og finna
líklegar algengistölur fyrir heilkennið hérlendis.
Efniviður og aðferöir: Slembiúrtak var fengið úr tveimur aldurs-
hópum; 40-49 ára og 70-75 ára íslendingum búsettum á höfuðborg-
arsvæðinu og á Akureyri. Notast var við spurningakver með 14
spurningum um algengustu einkenni heilkennis Sjögrens. Sjúkling-
um er játuðu einkennum augnþurrks var boðið til skoðunar með
Schirmer-I prófi, mælingu á tárafilmurofstíma og Rose Bengal lilun
fyrir glæru- og tárabólgu. Ennfremur var gerð munnvatnsrennslis-
mæling. Til samanburðar var einstaklingum er neituðu sömu ein-
kennum einnig boðið til skoðunar.
Niðurstöður: í úrtakinu var 621 einstaklingur, 300 karlar og 321
kona. Skilatíðni spurningakversins var 74%. Alls 24% þátttakenda
höfðu einkenni um augnþurrk og 19% höfðu munnþurrk, hvort
tveggja var marktækt algengara hjá konum (p<0,001). Fimm prósent
kvörtuðu um öll þrjú aðaleinkenni heilkennis Sjögrens. Eitt hundrað
og þremur einstaklingum með einkenni um augn- og/eða munn-
þurrk verður boðin skoðun, jafnframt verður samanburðarhópur
einstaklinga er neituðu þurrkeinkennum skpðaður. Framkvæmdar
verða mælingar á gigtarprófum meðal þátttakenda. Bráðabirgðanið-
urstöður benda til að algengi heilkennis Sjögrens sé 0,5% hér á
landi. Nánari niðurstöður verða kynntar á rannsóknaráðstefnunni.
Ályktanir: Niðurstöður sýna að einkenni augn- og munnþurrks eru
algeng hér á landi, sem og þrjú aðaleinkenni heilkennis Sjögrens.
Því er nauðsynlegt að styðjast við ströng greiningarskilmerki þegar
staðfesta skal sjúkdómsgreininguna heilkenni Sjögrens. Ekki er
unnt að fullyrða um algengi heilkennis Sjögrens hér á landi fyrr en
rannsókninni er að fullu lokið.
E 15 Eitilfrumumein í aukalíffærum augna á íslandi
Margrét Sigurðardóttir , Haraldur Sigurösson2, Sigrún Kristjánsdóttir',
Bjarni A Agnarsson1
'Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, 2augndeild Landspítala Hringbraut
Netfang: bjarniaa@rsp.is
Inngangur: Eitilfrumumein í aukalíffærum augna geta verið erfiðar
í greiningu ef ekki koma til viðbótarrannsóknir til að skera úr um
hvort meinin séu einstofna (monoclonal) það er illkynja eða fjöl-
stofna (polyclonal) það er góðkynja. Til þess þarf hins vegar frystan
vef sem oft er ekki fyrir hendi. Nýlega hefur komið fram PCR að-
ferð sem hægt er að beita á paraffín innsteyptan vef í því skyni að
kanna hvort að um einstofna eða fjölstofna eitilfrumumein er að
ræða. Tilgangur þessarar rannsóknar var að gera klíníska og meina-
fræðilega rannsókn á þessum meinsemdum á Islandi og kanna
hvort PCR rannsókn gæti nýst til að skera úr um góðkynja eða ill-
kynja eiginleika þeirra.
Efniviður og aðferðir: Leitað var að upplýsingum um heilsufar,
klínísk einkenni, staðsetningu meinsemdar, útbreiðslu sjúkdóms,
meðferð og horfur sjúklinga og vefjasýni endurskoðuð auk þess
sem gerð var PCR rannsókn á þessum sýnum.
Niðurstöður: Alls fundust 15 tilfelli (níu karlar og sex konur). Sjö
fengu greininguna inflammatory pseudotumor, einn lymphoid
hyperplasia (ótvírætt góðkynja útlit), fjórir atýpísk lymphoid
hyperplasia (óvíst hvort góðkynja eða illkynja) og þrír lymphoma
(ótvírætt illkynja útlit). Ellefu meinsemdir voru í augntóft, ein á
augnlokum og þrjár annars staðar. PCR rannsókn var gerð á 14 sýn-
um. Ellefu sýni voru fjölstofna (tvö atýpísk hyperplasia, fimm in-
flammatory pseudotumor, þrjú lymphoma (tvö frá sama sjúklingi),
eitt lymphoid hyperplasia), en þrjú sýni voru einstofna fyrir B frum-
um (eitt lymphoma, eitt atýpísk hyperplasia, eitt inflammatory
pseudotumor).
Ályktanir: Pessar niðurstöður benda til þess að PCR aðferð við
rannsóknir á þessum meinum sé lítt gagnleg og verður því áfram að
leggja áherslu á að sýni af þessari gerð berist fersk á rannsóknar-
stofu til að unnt sé að meta hvort þau séu einstofna eða fjölstofna.
E 16 Einangrun örsmárra æða úr augnbotnum til að mæla
áhrif carbonic anhydrasa blokkera
Atli Jósefsson, Þór Eysteinsson, Fífa Konráösdóttir, Stefán B. Sigurðs-
son
Lífeðlisfræðistofnun, læknadeild HÍ
Netfang: thore@rsp.is
Inngangur: Carbonic anhydrasa hamlarar eins og dorzólamíð
(Trusopt®, MSD) eru mikið notuð glákulyf til að lækka augnþrýst-
ing. Nýlegar rannsóknir (1) gefa í skyn að þessi lyf geti aukið blóð-
flæði til bæði sjóntaugar og sjónhimnu. Ymislegt hefur einnig kom-
ið fram sem bendir til minnkunar á blóðflæði og þar með súrefnis-
skorts í augnbotnum samfara gláku. Þessi blóðflæðisskortur gæti
stafa af auknum þrýstingi inni í auganu það er eins konar utanað-
komandi þætti sem dregur úr blóðflæði inn í augað og/eða sam-
drætti í æðum í augnbotninum það er eins konar innri þætti sem
hindri eðlilegt blóðflæði um æðarnar. Rannsóknir okkar beinist að
síðarnefnda þættinum.
28 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86