Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 41
ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I
Niðurstöður: Nú hefur 171 nýgreindur sjúklingur með fjölliðabólg-
ur hafið þátttöku í rannsókninni. Níutíu og fjórir þeirra uppfylla
skilmerki bandarísku gigtlæknasamtakanna um iktsýki og þar af
hefur 84 sjúklingum verið fylgt eftir í sex mánuði eða lengur.
Bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að liðagigtarsjúklingar sem
höfðu jákvæðan IgA gigtarþáttur við fyrstu komu fái meiri lið-
skemmdir á fyrstu sex mánuðum lyfjameðferðar. Sjúklingar sem
reykja eða hafa reykt voru oftar með jákvæðan IgA gigtarþátt og
núverandi reykingamenn virtust svara verr lyfjameðferð fyrstu sex
mánuði meðferðar.
A ráðstefnunni verður sagt frá endanlegum niðurstöðum rannsókn-
arinnar en þær munu liggja fyrir í desember 2000.
E 52 Framskyggn rannsókn á byrjandi iktsýki (RA) bendir til
að sjúklingar með lágt mannose binding lectin (MBL) fái verri
sjúkdóm
Sædís Sævarsdóttir . Þóra Víkingsdóttir’, Arnór Víkingsson12, Valdís
Manfreðsdóttir', Árni Jón Geirsson2, Helgi Valdimarsson’
'Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, :gigtarskor Landspítala Hringbraut
Netfang: helgiv@rsp.is
Inngangur: Mannose binding lectin (MBL) er prótín sem getur
virkjað komplementkerfið ef það binst sykrum á yfirborði vissra ör-
vera eða mótefnafléttna og þannig stuðlað að útrýmingu þeirra.
MBL skortur er algengur og hefur fundist fylgni við sýkingar en
einnig við úrátur í langt genginni iktsýki. Markmið þessarar rann-
sóknar var að athuga hvort lágt MBL tengist slæmum horfum í ikt-
sýki og hvort iktsýkisjúklingar hafa aukna tíðni á MBL skorti.
Efniviður og aðferðir: Sjúklingar með samhverfa fjölliðabólgu (<1
ár) voru teknir inn ef þeir höfðu ekki verið meðhöndlaðir lengur en
tvær vikur með lyfjum er hafa áhrif á sjúkdómsgang. Eftir sex mán-
uði var virkni og gangur sjúkdómsins borinn saman við MBL styrk,
gigtarþátt (RF) og C-reactive prótín. Til samanburðar voru metnir
63 konur með langt gengna iktsýki.
Niðurstöður: Þegar hafa 65 sjúklingar með byijandi liðagigt upp-
fyllt skilmerki ACR fyrir iktsýki og komin er sex mánaða eftirfylgd
fyrir 52 þeirra. Sjúklingum með lágt MBL (lægsti fjórðungur) hafði
batnað marktækt minna eftir sex mánaða lyfjameðferð en sjúkling-
um í hæsta fjórðungi MBL styrks, metið út frá Thompsons liðskori
(p=0,03) og gripkrafti (p=0,004). Sjúklingar með lágt MBL höfðu
einnig marktækt oftar úrátur í liðum á röntgenmyndum við upphaf
þátttöku og eftir sex mánuði (p=0,039). Hjá sjúklingum með langt
gengna iktsýki var marktækt samband milli lágs MBL styrks og lið-
skemmda á röntgenmynd (p=0,036). Ennfremur voru marktæk
tengsl milli lágs MBL og hækkaðs gigtarþáttar, einkum IgA gigtar-
þáttar (p=0,02) og samhliða hækkunar á IgM og IgA gigtarþáttar
(p=0,035). Enginn munur fannst á tíðni MBL skorts hjá sjúklingum
með byrjandi eða langt gengna iktsýki og viðmiðunarhópi.
Álykfunir: Lágt MBL magn virðist spá fyrir um slæmar horfur í
sjúklingum með byrjandi iktsýki. Skýringin gæti verið sú að MBL
gegni mikilvægu hlutverki við útrýmingu mótefnafléttna úr liðum í
iktsýkisjúklingum.
E 53 HLA-B27 vefjaflokkurinn er ekki tengdur gangráðskrefj-
andi hjartsláttartruflunum á íslandi
Hallgrímur Hreiöarsson1, Jón Þór Sverrisson1, Ina Björg Hjálmarsdóttir3,
Kristjana Bjarnadóttir3, Þedro Riba Ólafsson2, Sveinn Guðmundsson3,
Björn Guðbjörnsson
'Lyflækningadeild og :myndgreiningardeild FSA, ’Blóðbankinn, 4Rannsóknarstof-
an í gigtarsjúkdómum Landspíta Hringbraut
Netfang: bjorngu@rsp.is
Tilgangur: Þekkt eru tengsl vefjaflokksins HLA-B27 við ýmsa
hjartasjúkdóma, til dæmis ósæðarleka og leiðnitruflanir í hjarta.
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni HLA-B27 vefja-
flokksins hjá einstaklingum með ígræddan gangráð og athuga hvort
tengja mætti vefjaflokkinn við ákveðnar gangráðskrefjandi hjart-
sláttartruflanir.
Efniviður og aðferðir: Sjúklingum sem höfðu fengið ígræddan
gangráð við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri var boðin þátttaka í
rannsókninni. Kannað var hvaða hjartsláttartruflun og/eða ein-
kenni höfðu leitt til ígræðslu gangráðsins. Ennfremur voru þeir at-
hugaðir með tilliti til sjúkdómseinkenna sem tengja má HLA-B27
vefjaflokknum. Spjaldliðir voru röntgenmyndaðir og sjúklingar
gáfu lífsýni til vefjaflokkunar sem framkvæmt var við blóðflokkun-
ardeild Blóðbankans.
Niðurstiiður: Eitt hundrað og tíu sjúklingar höfðu fengið gangráð,
53 sjúklingar voru á lífi í apríl 1998, og af þeim samþykktu 49 sjúk-
lingar þátttöku í rannsókninni; 24 konur (49%) og 25 karlar (51%).
Tuttugu og tveir sjúklingar (45%) höfðu sögu urn blóðþurrðarsjúk-
dóm í hjarta áður en til gangráðsígræðslunnar kom. Algengast var
að svimi og/eða yfirlið (65%) leiddu til ísetningar gangráðsins.
Hjartalínurit fyrir gangráðsísetninguna sýndu oftast hraðsláttar-
hægsláttarheilkenni eða önnur holæðaskútaheilkenni (77,5%). Fáir
sjúklingar höfðu HLA-B27 tengd einkenni og enginn greindist með
spjaldliðabólgu við myndgreiningu. Vefjaflokkun sýndi eingöngu
fjóra einstaklinga (8%) með HLA-B27 vefjaflokkinn, þrjá karlar og
eina konu. Allir sjúklingarnir höfðu sama undirflokkinn; B*2705.
Þrír þessara sjúklinga höfðu leiðnitruflun á hjartalínuriti.
Ályktanir: Rannsóknin sýnir ekki aukna tíðni af HLA-B27 vefja-
flokknum hjá einstaklingum með ígræddan gangráð. Ennfremur
var ekki hægt að sýna fram á tengsl ákveðinna hjartsláttatruflana
við vefjaflokkinn. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í andstöðu
við það sem sýnt hefur verið fram á í nágrannalöndunum.
E 54 Orsakir langtíma sykursteranotkunar á Islandi og algengi
forvarna gegn beinþynningu
Unnsteinn I. Júlíusson1, Friðrik Vagn Guöjónsson2, Björn Guðbjörns-
son1-3
lLyflækningadeild FSA, 2Heilsugæslustöð Akureyrar, 3Rannsóknarstofan í gigtar-
sjúkdómum Landspítala Hringbraut
Netfang: bjorngu@rsp.is
Inngangur: Ótímabær beingisnun er einn af aðalfylgikvillum lang-
tíma sykursterameðferðar. Með virkri forvörn er hægt að draga úr
afleiðingum þessa fylgikvilla. Vaxandi þekking á þessu sviði vekur
forvitni á því hvernig sykursterar eru notaðir og hvernig staðið er að
forvörnum gegn beinþynningu tengdri langtímanotkun þeirra hér á
landi.
Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar frá apótekum á
Norðausturlandi um allar lyfjaávísanir á prednisólón á árunum
Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 41