Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 41

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 41
ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I Niðurstöður: Nú hefur 171 nýgreindur sjúklingur með fjölliðabólg- ur hafið þátttöku í rannsókninni. Níutíu og fjórir þeirra uppfylla skilmerki bandarísku gigtlæknasamtakanna um iktsýki og þar af hefur 84 sjúklingum verið fylgt eftir í sex mánuði eða lengur. Bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að liðagigtarsjúklingar sem höfðu jákvæðan IgA gigtarþáttur við fyrstu komu fái meiri lið- skemmdir á fyrstu sex mánuðum lyfjameðferðar. Sjúklingar sem reykja eða hafa reykt voru oftar með jákvæðan IgA gigtarþátt og núverandi reykingamenn virtust svara verr lyfjameðferð fyrstu sex mánuði meðferðar. A ráðstefnunni verður sagt frá endanlegum niðurstöðum rannsókn- arinnar en þær munu liggja fyrir í desember 2000. E 52 Framskyggn rannsókn á byrjandi iktsýki (RA) bendir til að sjúklingar með lágt mannose binding lectin (MBL) fái verri sjúkdóm Sædís Sævarsdóttir . Þóra Víkingsdóttir’, Arnór Víkingsson12, Valdís Manfreðsdóttir', Árni Jón Geirsson2, Helgi Valdimarsson’ 'Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, :gigtarskor Landspítala Hringbraut Netfang: helgiv@rsp.is Inngangur: Mannose binding lectin (MBL) er prótín sem getur virkjað komplementkerfið ef það binst sykrum á yfirborði vissra ör- vera eða mótefnafléttna og þannig stuðlað að útrýmingu þeirra. MBL skortur er algengur og hefur fundist fylgni við sýkingar en einnig við úrátur í langt genginni iktsýki. Markmið þessarar rann- sóknar var að athuga hvort lágt MBL tengist slæmum horfum í ikt- sýki og hvort iktsýkisjúklingar hafa aukna tíðni á MBL skorti. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar með samhverfa fjölliðabólgu (<1 ár) voru teknir inn ef þeir höfðu ekki verið meðhöndlaðir lengur en tvær vikur með lyfjum er hafa áhrif á sjúkdómsgang. Eftir sex mán- uði var virkni og gangur sjúkdómsins borinn saman við MBL styrk, gigtarþátt (RF) og C-reactive prótín. Til samanburðar voru metnir 63 konur með langt gengna iktsýki. Niðurstöður: Þegar hafa 65 sjúklingar með byijandi liðagigt upp- fyllt skilmerki ACR fyrir iktsýki og komin er sex mánaða eftirfylgd fyrir 52 þeirra. Sjúklingum með lágt MBL (lægsti fjórðungur) hafði batnað marktækt minna eftir sex mánaða lyfjameðferð en sjúkling- um í hæsta fjórðungi MBL styrks, metið út frá Thompsons liðskori (p=0,03) og gripkrafti (p=0,004). Sjúklingar með lágt MBL höfðu einnig marktækt oftar úrátur í liðum á röntgenmyndum við upphaf þátttöku og eftir sex mánuði (p=0,039). Hjá sjúklingum með langt gengna iktsýki var marktækt samband milli lágs MBL styrks og lið- skemmda á röntgenmynd (p=0,036). Ennfremur voru marktæk tengsl milli lágs MBL og hækkaðs gigtarþáttar, einkum IgA gigtar- þáttar (p=0,02) og samhliða hækkunar á IgM og IgA gigtarþáttar (p=0,035). Enginn munur fannst á tíðni MBL skorts hjá sjúklingum með byrjandi eða langt gengna iktsýki og viðmiðunarhópi. Álykfunir: Lágt MBL magn virðist spá fyrir um slæmar horfur í sjúklingum með byrjandi iktsýki. Skýringin gæti verið sú að MBL gegni mikilvægu hlutverki við útrýmingu mótefnafléttna úr liðum í iktsýkisjúklingum. E 53 HLA-B27 vefjaflokkurinn er ekki tengdur gangráðskrefj- andi hjartsláttartruflunum á íslandi Hallgrímur Hreiöarsson1, Jón Þór Sverrisson1, Ina Björg Hjálmarsdóttir3, Kristjana Bjarnadóttir3, Þedro Riba Ólafsson2, Sveinn Guðmundsson3, Björn Guðbjörnsson 'Lyflækningadeild og :myndgreiningardeild FSA, ’Blóðbankinn, 4Rannsóknarstof- an í gigtarsjúkdómum Landspíta Hringbraut Netfang: bjorngu@rsp.is Tilgangur: Þekkt eru tengsl vefjaflokksins HLA-B27 við ýmsa hjartasjúkdóma, til dæmis ósæðarleka og leiðnitruflanir í hjarta. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni HLA-B27 vefja- flokksins hjá einstaklingum með ígræddan gangráð og athuga hvort tengja mætti vefjaflokkinn við ákveðnar gangráðskrefjandi hjart- sláttartruflanir. Efniviður og aðferðir: Sjúklingum sem höfðu fengið ígræddan gangráð við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri var boðin þátttaka í rannsókninni. Kannað var hvaða hjartsláttartruflun og/eða ein- kenni höfðu leitt til ígræðslu gangráðsins. Ennfremur voru þeir at- hugaðir með tilliti til sjúkdómseinkenna sem tengja má HLA-B27 vefjaflokknum. Spjaldliðir voru röntgenmyndaðir og sjúklingar gáfu lífsýni til vefjaflokkunar sem framkvæmt var við blóðflokkun- ardeild Blóðbankans. Niðurstiiður: Eitt hundrað og tíu sjúklingar höfðu fengið gangráð, 53 sjúklingar voru á lífi í apríl 1998, og af þeim samþykktu 49 sjúk- lingar þátttöku í rannsókninni; 24 konur (49%) og 25 karlar (51%). Tuttugu og tveir sjúklingar (45%) höfðu sögu urn blóðþurrðarsjúk- dóm í hjarta áður en til gangráðsígræðslunnar kom. Algengast var að svimi og/eða yfirlið (65%) leiddu til ísetningar gangráðsins. Hjartalínurit fyrir gangráðsísetninguna sýndu oftast hraðsláttar- hægsláttarheilkenni eða önnur holæðaskútaheilkenni (77,5%). Fáir sjúklingar höfðu HLA-B27 tengd einkenni og enginn greindist með spjaldliðabólgu við myndgreiningu. Vefjaflokkun sýndi eingöngu fjóra einstaklinga (8%) með HLA-B27 vefjaflokkinn, þrjá karlar og eina konu. Allir sjúklingarnir höfðu sama undirflokkinn; B*2705. Þrír þessara sjúklinga höfðu leiðnitruflun á hjartalínuriti. Ályktanir: Rannsóknin sýnir ekki aukna tíðni af HLA-B27 vefja- flokknum hjá einstaklingum með ígræddan gangráð. Ennfremur var ekki hægt að sýna fram á tengsl ákveðinna hjartsláttatruflana við vefjaflokkinn. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í andstöðu við það sem sýnt hefur verið fram á í nágrannalöndunum. E 54 Orsakir langtíma sykursteranotkunar á Islandi og algengi forvarna gegn beinþynningu Unnsteinn I. Júlíusson1, Friðrik Vagn Guöjónsson2, Björn Guðbjörns- son1-3 lLyflækningadeild FSA, 2Heilsugæslustöð Akureyrar, 3Rannsóknarstofan í gigtar- sjúkdómum Landspítala Hringbraut Netfang: bjorngu@rsp.is Inngangur: Ótímabær beingisnun er einn af aðalfylgikvillum lang- tíma sykursterameðferðar. Með virkri forvörn er hægt að draga úr afleiðingum þessa fylgikvilla. Vaxandi þekking á þessu sviði vekur forvitni á því hvernig sykursterar eru notaðir og hvernig staðið er að forvörnum gegn beinþynningu tengdri langtímanotkun þeirra hér á landi. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar frá apótekum á Norðausturlandi um allar lyfjaávísanir á prednisólón á árunum Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.