Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 49

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 49
ÁGRIP ERINDA / X. Efniviður og aðferðir: Með aðstoð frá Hagstofu Islands og Félags- vísindastofnun Háskólans voru rannsóknarsvæði ákvörðuð (Stratified Cluster Sampling) og þátttakendur valdir með slembiúr- taki úr skólasýrslum. Fjöldi skoðaðra var 2578 árið 1986, 2896 árið 1991 og 2950 árið 1996. Tannskoðun fór fram í grunnskólum í fær- anlegum tannlækningastól með ljósi og kanna. Rannsóknin var gerð í samræmi við staðlaða aðferð Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar og röntgenmyndir ekki teknar. Sami tannlæknir skoðaði bömin í öllum þremur könnunum og sami aðstoðarmaður sá um skráningu. Niðurstöður: Tannátustuðlar bamatanna, dmft og dmfs (decayed, missed and filled teeth and surfaces), hjá sex ára börnum reyndust 4,9 og 9,3 (1986); 3,3 og 6,1 (1991) og 2,3 og 3,8 (1996), sem er næst- um 60% lækkun á þessu 10 ára tímabili. Hlutfall barna með alveg heilar barnatennur var aðeins 16,2% (1986), 30,9% (1991) og 44,6% árið 1996. Tannátustuðull fullorðinstanna, DMFT, hjá sex ára börnum var 1,0 (1986); 0,4 (1991) og 0,1 (1996) sem er 90% lækkun. Hjá 12 ára reyndist DMFT og DMFS vera 6,6 og 10,7 (1986); 3,4 og 5,5 (1991) og 1,5 og 2,3 árið 1996, sem er 77% lækk- un. Hlutfall 12 ára barna með alveg heilar fullorðinstennur jókst úr 3,6% 1986 í 47,5% 1996. Hjá 15 ára var DMFT og DMFS 11,1 og 20,0 (1986); 7,3 og 13,2 (1991) og 3,1 og 5,1 (1996), sem er rúmlega 77% lækkun. Arið 1986 voru aðeins 1% 15 ára með allar tennur heilar, en 26% 1996.Skorufyllur hjá 12 ára jukust úr 1,1 (1986) í 5,3 (1996) og hjá 15 ára úr 0,7 (1986) í 3,9 (1996). Alyktanir: Auknar forvarnir, notkun flúors og skorufyllur eru lík- legar ástæður fyrir þessari miklu lækkun á tannátutíðni. Þakkir: Styrkt af Rannsóknarsjóði Tannlæknafélags Islands. E 76 Endótoxín eykur veirufjölgun og bólgusvörun í þekju- frumum sem eru sýktar með Respiratory Syncytial veiru Gunnar Guðmundsson , A. Brent Carter2, Gary W. Hunninghake2 ‘Rannsóknastofa í lífefna- og frumulíffræði, læknadeild HÍ, 2Háskólinn í Iowa, Bandaríkjunum Netfang: ggudmund@postur.ishoIf.is Inngangur: Respiratory syncytial veira (RSV) er þýðingarmikil or- sök sýkinga í neðri loftvegum smábarna og getur leitt til berkjuauð- reitni. Loftvegabólga fylgir berkjuauðreitni og þekjufrumur sem eru sýktar af RSV gefa frá sér mikið magn af interleukin-8 sem magnar bólgusvörun. Berkjuauðreitni getur einnig verið orsökuð af endótoxíni. Tilgáta okkar var sú að þekjufrumur sýktar af RS veiru hefðu aukna bólgusvörun ef þær væru einnig útsettar fyrir end- ótoxíni. Efniviður og aðferðir: Þekjufrumur loftvega voru sýktar með RS veiru og útsettar fyrir endótoxíni og IL-8 genatjáning, prótínmynd- un og NF-kB tilfærsla og DNA binding mæld sem og veirufjölgun í frumunum. Niðurstöður: Eins og vitað var fyrir, þá olli RSV-sýking aukningu á IL-8 genatjáningu í þekjufrumum, en ekki endótoxín. Ef RSV-sýkt- ar þekjufrumur voru útsettar fyrir endótoxíni varð tvöfalt meiri aukning á IL-8 mRNA og IL-8 prótínlosun en með veirusýkingu einni sér. Með því að nota NF-kB fánúkleótíð með sérhæfðu IL-8 stýrisvæði kom í ljós að RSV-sýking og endótoxín í sameiningu olli tvöfaldri aukningu á tilfærslu og DNA bindingu NF-kB borið sam- an við veirusýkingu eina sér. Að auki kom í ljós að endótoxín jók fjölda veiruhluta í sýktum frumum. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I Ályktanir: Þetta bendir til þess að endótoxín auki bólgusvörun í þekjufrumum, sem mæld var með IL-8 gentjáningu, með því að auka fjölgun veira. Þessar niðurstöður sýna að mismunandi áreiti úr umhverfinu geta magnað bólgusvörun og stuðlað að berkjuauð- reitni. E 77 Forvörn þunglyndis meðal unglinga Eiríkur Örn Arnarson Margrét Ólafsdóttir3, Inga Hrefna Jónsdóttir4, W. Ed. Craighead5 'Geðeild Landspítala Hringbraut, 2Skólaskrifstofa Seltjarnarness / geðeild Land- spítala Dalbraut, ’Reykjaiundur, JDepartment of Psychology, University of Colorado, Boulder Netfang: eirikur@rsp.is Inngangur: Lítið hefur birst af rannsóknum á fyrirbyggingu geð- röskunar þó hún sé algeng og hefjist oft á táningsaldri. Fyrir kyn- þroskaaldur er algengi þunglyndis talið vera á bilinu 0,5-2%. Far- aldsfræðilegar rannsóknir gefa til kynna að algengi vægra til alvar- legra einkenna þunglyndis eftir kynþroskaaldur sé á bilinu 3-15% og er algengi talið vera að aukast. Þunglyndi barna og unglinga hamlar virkni og þroska, hefur áhrif á námsárangur, ættingja og vini, leiðir til vítahrings sem er skaðlegur fyrir barnið og þroska þess. Neikvæður þankagangur sem einkennir þunglyndi er talinn mótast snemma á táningsaldri. Rannsóknin beinist að því að meta árangur hugrænnar atferlismeð- ferðar (CBT) við að fyrirbyggja þróun þunglyndis meðal ungmenna sem greinast með mörg einkenni þunglyndis og neikvæðan þanka- gang. Þróað hefur verið námsefni sem miðar að því að kenna ung- lingum að taka á niðurrifshugsunum og neikvæðum skýringarstíl; með því að hafa áhrif á hugsun og hegðun er hægt að breyta líðan, félagsfærni og úrlausn vandamála. Efniviður og aðferðin Lögð voru próf fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla á Stór-Reykjavíkursvæðinu til að meta fjölda þunglynd- iseinkenna (CDI) og neikvæðan skýringarstfl (CASQ). Nemum sem enn höfðu ekki greinst með þunglyndi en röðuðust á milli 75. og 90. sætisraðar á CDI og CASQ, var var boðið í greiningarviðtal (CAS). Námskeiðs- og viðmiðunarhópi er fylgt eftir í tvö ár og greiningarkvarðar lagðir fyrir til að meta framgang. Námskeið tek- ur 12 vikur/30 stundir. Niðurstöður og ályktanir: Fyrstu niðurstöður benda til töluverðrar geðlægðar hjá fjórðungi nema í 9. bekk grunnskóla. Niðurstöðurn- ar undirstrika mikilvægi forvarna þegar á unga aldri. Á rástefnunni verða fyrstu niðurstöður hálfs- og eins árs eftirfýlgdar birtar. E 78 Taugaskaði við fæðingu. Fjöldi tilfella á fæðingadeild Landspítala 1998-2000 Haukur Hjaltason', Steinunn Hauksdóttir, Gísli Vigfússon3, Þóra Stein- grímsdóttir4 'Taugalækningadeild Landspítala Hringbraut, 2>læknadeild HÍ, Jsvæfinga- og gjör- gæsludeild og Jkvennadeild Landspítala Hringbraut Netfang: haukurhj@rsp.is Inngangur: Taugaskaðar í neðri útlimum eru vel þekktir eftir fæð- ingar. Þeir geta orsakast af fæðingunni sjálfri og tengjast þá stund- um þáttum eins og langdreginni fæðingu, stöðu fósturhöfuðs og tangarnotkun. Utanbasts- og mænuvökvadeyfingar (epidural, spinal) eru enn einn orsakaþáttur slíkra taugaskaða. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta tíðni, umfang, orsök og gang slíkra einkenna eftir fæðingar á kvennadeild Landspítala. Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.