Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 49
ÁGRIP ERINDA / X.
Efniviður og aðferðir: Með aðstoð frá Hagstofu Islands og Félags-
vísindastofnun Háskólans voru rannsóknarsvæði ákvörðuð
(Stratified Cluster Sampling) og þátttakendur valdir með slembiúr-
taki úr skólasýrslum. Fjöldi skoðaðra var 2578 árið 1986, 2896 árið
1991 og 2950 árið 1996. Tannskoðun fór fram í grunnskólum í fær-
anlegum tannlækningastól með ljósi og kanna. Rannsóknin var
gerð í samræmi við staðlaða aðferð Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar og röntgenmyndir ekki teknar. Sami tannlæknir skoðaði
bömin í öllum þremur könnunum og sami aðstoðarmaður sá um
skráningu.
Niðurstöður: Tannátustuðlar bamatanna, dmft og dmfs (decayed,
missed and filled teeth and surfaces), hjá sex ára börnum reyndust
4,9 og 9,3 (1986); 3,3 og 6,1 (1991) og 2,3 og 3,8 (1996), sem er næst-
um 60% lækkun á þessu 10 ára tímabili. Hlutfall barna með alveg
heilar barnatennur var aðeins 16,2% (1986), 30,9% (1991) og
44,6% árið 1996. Tannátustuðull fullorðinstanna, DMFT, hjá sex
ára börnum var 1,0 (1986); 0,4 (1991) og 0,1 (1996) sem er 90%
lækkun. Hjá 12 ára reyndist DMFT og DMFS vera 6,6 og 10,7
(1986); 3,4 og 5,5 (1991) og 1,5 og 2,3 árið 1996, sem er 77% lækk-
un. Hlutfall 12 ára barna með alveg heilar fullorðinstennur jókst úr
3,6% 1986 í 47,5% 1996. Hjá 15 ára var DMFT og DMFS 11,1 og
20,0 (1986); 7,3 og 13,2 (1991) og 3,1 og 5,1 (1996), sem er rúmlega
77% lækkun. Arið 1986 voru aðeins 1% 15 ára með allar tennur
heilar, en 26% 1996.Skorufyllur hjá 12 ára jukust úr 1,1 (1986) í 5,3
(1996) og hjá 15 ára úr 0,7 (1986) í 3,9 (1996).
Alyktanir: Auknar forvarnir, notkun flúors og skorufyllur eru lík-
legar ástæður fyrir þessari miklu lækkun á tannátutíðni.
Þakkir: Styrkt af Rannsóknarsjóði Tannlæknafélags Islands.
E 76 Endótoxín eykur veirufjölgun og bólgusvörun í þekju-
frumum sem eru sýktar með Respiratory Syncytial veiru
Gunnar Guðmundsson , A. Brent Carter2, Gary W. Hunninghake2
‘Rannsóknastofa í lífefna- og frumulíffræði, læknadeild HÍ, 2Háskólinn í Iowa,
Bandaríkjunum
Netfang: ggudmund@postur.ishoIf.is
Inngangur: Respiratory syncytial veira (RSV) er þýðingarmikil or-
sök sýkinga í neðri loftvegum smábarna og getur leitt til berkjuauð-
reitni. Loftvegabólga fylgir berkjuauðreitni og þekjufrumur sem
eru sýktar af RSV gefa frá sér mikið magn af interleukin-8 sem
magnar bólgusvörun. Berkjuauðreitni getur einnig verið orsökuð af
endótoxíni. Tilgáta okkar var sú að þekjufrumur sýktar af RS veiru
hefðu aukna bólgusvörun ef þær væru einnig útsettar fyrir end-
ótoxíni.
Efniviður og aðferðir: Þekjufrumur loftvega voru sýktar með RS
veiru og útsettar fyrir endótoxíni og IL-8 genatjáning, prótínmynd-
un og NF-kB tilfærsla og DNA binding mæld sem og veirufjölgun í
frumunum.
Niðurstöður: Eins og vitað var fyrir, þá olli RSV-sýking aukningu á
IL-8 genatjáningu í þekjufrumum, en ekki endótoxín. Ef RSV-sýkt-
ar þekjufrumur voru útsettar fyrir endótoxíni varð tvöfalt meiri
aukning á IL-8 mRNA og IL-8 prótínlosun en með veirusýkingu
einni sér. Með því að nota NF-kB fánúkleótíð með sérhæfðu IL-8
stýrisvæði kom í ljós að RSV-sýking og endótoxín í sameiningu olli
tvöfaldri aukningu á tilfærslu og DNA bindingu NF-kB borið sam-
an við veirusýkingu eina sér. Að auki kom í ljós að endótoxín jók
fjölda veiruhluta í sýktum frumum.
VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I
Ályktanir: Þetta bendir til þess að endótoxín auki bólgusvörun í
þekjufrumum, sem mæld var með IL-8 gentjáningu, með því að
auka fjölgun veira. Þessar niðurstöður sýna að mismunandi áreiti úr
umhverfinu geta magnað bólgusvörun og stuðlað að berkjuauð-
reitni.
E 77 Forvörn þunglyndis meðal unglinga
Eiríkur Örn Arnarson Margrét Ólafsdóttir3, Inga Hrefna Jónsdóttir4, W.
Ed. Craighead5
'Geðeild Landspítala Hringbraut, 2Skólaskrifstofa Seltjarnarness / geðeild Land-
spítala Dalbraut, ’Reykjaiundur, JDepartment of Psychology, University of
Colorado, Boulder
Netfang: eirikur@rsp.is
Inngangur: Lítið hefur birst af rannsóknum á fyrirbyggingu geð-
röskunar þó hún sé algeng og hefjist oft á táningsaldri. Fyrir kyn-
þroskaaldur er algengi þunglyndis talið vera á bilinu 0,5-2%. Far-
aldsfræðilegar rannsóknir gefa til kynna að algengi vægra til alvar-
legra einkenna þunglyndis eftir kynþroskaaldur sé á bilinu 3-15%
og er algengi talið vera að aukast. Þunglyndi barna og unglinga
hamlar virkni og þroska, hefur áhrif á námsárangur, ættingja og
vini, leiðir til vítahrings sem er skaðlegur fyrir barnið og þroska
þess. Neikvæður þankagangur sem einkennir þunglyndi er talinn
mótast snemma á táningsaldri.
Rannsóknin beinist að því að meta árangur hugrænnar atferlismeð-
ferðar (CBT) við að fyrirbyggja þróun þunglyndis meðal ungmenna
sem greinast með mörg einkenni þunglyndis og neikvæðan þanka-
gang. Þróað hefur verið námsefni sem miðar að því að kenna ung-
lingum að taka á niðurrifshugsunum og neikvæðum skýringarstíl;
með því að hafa áhrif á hugsun og hegðun er hægt að breyta líðan,
félagsfærni og úrlausn vandamála.
Efniviður og aðferðin Lögð voru próf fyrir nemendur í 9. bekk
grunnskóla á Stór-Reykjavíkursvæðinu til að meta fjölda þunglynd-
iseinkenna (CDI) og neikvæðan skýringarstfl (CASQ). Nemum
sem enn höfðu ekki greinst með þunglyndi en röðuðust á milli 75.
og 90. sætisraðar á CDI og CASQ, var var boðið í greiningarviðtal
(CAS). Námskeiðs- og viðmiðunarhópi er fylgt eftir í tvö ár og
greiningarkvarðar lagðir fyrir til að meta framgang. Námskeið tek-
ur 12 vikur/30 stundir.
Niðurstöður og ályktanir: Fyrstu niðurstöður benda til töluverðrar
geðlægðar hjá fjórðungi nema í 9. bekk grunnskóla. Niðurstöðurn-
ar undirstrika mikilvægi forvarna þegar á unga aldri. Á rástefnunni
verða fyrstu niðurstöður hálfs- og eins árs eftirfýlgdar birtar.
E 78 Taugaskaði við fæðingu. Fjöldi tilfella á fæðingadeild
Landspítala 1998-2000
Haukur Hjaltason', Steinunn Hauksdóttir, Gísli Vigfússon3, Þóra Stein-
grímsdóttir4
'Taugalækningadeild Landspítala Hringbraut, 2>læknadeild HÍ, Jsvæfinga- og gjör-
gæsludeild og Jkvennadeild Landspítala Hringbraut
Netfang: haukurhj@rsp.is
Inngangur: Taugaskaðar í neðri útlimum eru vel þekktir eftir fæð-
ingar. Þeir geta orsakast af fæðingunni sjálfri og tengjast þá stund-
um þáttum eins og langdreginni fæðingu, stöðu fósturhöfuðs og
tangarnotkun. Utanbasts- og mænuvökvadeyfingar (epidural,
spinal) eru enn einn orsakaþáttur slíkra taugaskaða.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta tíðni, umfang, orsök og
gang slíkra einkenna eftir fæðingar á kvennadeild Landspítala.
Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 49