Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 52

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 52
I ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ Samanburöur á þrengslum samkvæmt æöamynd og hálsæöaómun fyrir vinstri (fyrri tala í töflu) og hægri hálsæö (síöari tala í töflu). Þrengsli samkvæmt hálsæöamyndatöku Omun 0-20% 21-40% 41-60% 61-80% 81-90% >90% Fjöldi 0-20% 25+19 3+1 1+1 0+1 1+0 53 21-40% 4+9 6+3 1+4 0+1 0+1 29 41- 60% 1+0 0+1 1+0 1+0 4 61- 80% 0+1 1+0 3+0 0+2 7 81- 90% 0+1 0+1 0+1 0+1 4 > 90% 0+1 1*+1* 1 Samtals 59 14 10 6 6 3 98 * Æöinni var lýst sem lokaðri í svari æðarannsóknar og reyndist einnig lokuö viö hálsæöamyndatöku. Kappastuöull fyrir vinstri hlið = 0,51 (95%CI=0,33-0,69) Kappastuöull fyrir hægra hlið = 0,29 (95%CI=0,15-0,42) Ályktanir: Rannsóknin sýnir að nákvæmni ómunar við greiningu hálsæðaþrengsla er í besta falli sæmileg (fair) þegar hún er borin saman við hálsæðamyndatöku. Ástæða þess er sennilega sú að ein- ungis er um fáa samanburði að ræða. Mikilvægt er að halda áfram þessum samanburði þannig að nákvæmni rannsóknarinnar aukist, en með því móti væri hægt að fækka fjölda ífarandi æðamynda. E 85 Dánartíðni sjúklinga með flogaveiki. Rannsókn á fimm ára tímabili hjá algengishópi Elías Ólafsson , W. Allen Hauser3 'Taugalækningadeild Landspítala Hringbraut, 2læknadeild HÍ, ’Sergievsky Center, Columbia University, New York, NY Netfang: eliasol@hi.is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að dánartíðni hjá flogaveikum er hækkuð, en aðeins fáeinar þessara rannsókna voru gerðar í afmörk- uðu þýði (population based). Við höfum rannsakað dánartíðni al- gengishóps flogaveikra í afmörkuðu þýði á Islandi. Efniviður og aðferðir: Allir einstaklingar með flogaveiki sem bjuggu á skilgreindu svæði á íslandi á algengisdaginn (prevalence day) sem var 31. desember 1993 eru með í rannsókninni (n=421). Fundinn var dánardagur allra þeirra sem létust fyrstu fimm árin eft- ir algengisdaginn. Niðurstöður: Þrjátíu og sjö einstaklingar (8,8%) dóu á þessu fimm ára tímabili; Standardized Morbidity Ratio (SMR) 1,6 (1,1-2,2). Dánartíðni var aukin hjá einstaklingum með “remote symptomat- ic” flogaveiki sem hafði i) staðið lengi (>12 mánuði) (SMR 3,2 (2,0- 4,8)) en ekki ef ii) flogaveikin var nýgreind (<12 mánuði) (SMR 2,0 (0,8-3,8)). Dánartíðnin var einnig aukin hjá einstaklingum með “progressive symptomatic” flog fyrsta árið eftir greiningu (SMRiár 10,8 (3.2-23.2)) en ekki á fyrstu fimm árunum eftir grein- ingu (SMRsá, 2,4 (0,9-5,2)). Dánartíðni var ekki aukin hjá þeim sem höfðu eðlilegt heilalínurit og óþekkta orsök (SMR 1,1 (0,4-2,5)); óvirk flog (SMR 1,2 (0,5- 2,2)); alflog (primary generalized seizures), SMR 2,1 (0,8-11,8); upphaf einkenna eftir 55 ára aldur og óþekkta orsök; (SMR 1,2 (0,5-2,3)) eða einhverja eftirtalinna flogategunda þegar orsök er ó- þekkt: “generalized” (SMR 1,5 (0,7-2,8)); partial; SMR 1,6 (0,8- 3,4); primary generalized; SMR 2,1 (0,1-11,8). Ályktanir: Meginniðurstöður þessarar rannsóknar eru að heildar- dánartíðni er aukin hjá algengishópi flogaveikra í afmörkuðu þýði, SMR 1,6. Mest af aukningunni skýrist af hækkaðri dánartíðni hjá einstaklingum með “remote symptomatic” flog (SMR 3,2) og hjá einstaklingum með virka flogaveiki á algengisdaginn (SMR 1,7). E 86 Meðferð langvinnra verkja, þverfagleg nálgun Magnús Ólason Verkjasvið Reykjalundar Netfang: MagnusO@REYKJALUNDUR.is Inngangur: Á Reykjalundi er starfrækt sérstakt meðferðarsvið þar sem fengist er við langvinn verkjavandamál. Meðferðin byggist með- al annars á fræðslu. Jafnframt er dregið úr og hætt notkun verkjastill- andi lyfja. Svefntruflanir eru leiðréttar. Nokkrir sjúklinganna fá hug- ræna atferlismeðferð. Megináhersla er lögð á að auka færni fremur en að losa fólk við verkina sem oft er óraunhæft markmið. Efniviður og aðferðir: Á þriggja ára tímabili (1997-1999) fór fram könnun á árangri hinnar þverfaglegu meðferðar sem veitt er á verkjasviði Reykjalundar. Alls tóku 158 sjúklingar þátt í rannsókn- inni og voru þeir valdir af handahófi. Af þeim voru 112 konur en 46 karlar. Meðalaldur var 39,5 ár. Meðaldvalartími var sjö vikur. Sjúk- lingarnir svöruðu spurningalista þegar þeir voru innskrifaðir á Reykjalund og síðan aftur við útskrift og 90 hafa svarað spurninga- lista um það bil einu ári eftir útskrift. Sjúklingar mátu meðal annars eigin verki, kvíða og þunglyndi á tölukvarða (Numeric Rating Scale, NRS). Niðurstöður: Um 50% sjúklinganna höfðu haft verki í fimm ár eða lengur og tæplega helmingur þeirra (48,1%) átti við bakvandamál að stríða. Rúmlega 80% sjúklinganna tóku verkjalyf daglega við komu á verkjasvið Reykjalundar. Marktæk minnkun á verkjum, kvíða og depurð kom fram við útskrift og við eftirlit tæpu ári eftir útskrift. Við innskrift voru 18,4% sjúklinganna vinnufær og 33,4% voru á örorku- eða endurhæfingarlífeyri. Við útskrift voru 48,1% vinnufær og við eftirlit eftir um það bil eitt ár frá útskrift voru 61,1 % vinnufær. Ályktanir: Þverfagleg nálgun á endurhæfingardeild er hentugt með- ferðarform gegn langvinnum verkjum. Meðferðin eykur færni ein- staklinganna en dregur ekki að sama skapi úr verkjum. Dagleg verkjalyfjanotkun er óþörf hjá fólki með langvinna verki sem ekki stafa af illkynja sjúkdómi. E 87 Aðgreining klínískra einkenna psoriasis eftir arfgerðum Jóhann E. Guðjónsson', Ari Kárason2 Arna Antonsdóttir2, Hjaltey Rún- arsdóttir2, Jeff Gulcher2, Kári Stefánsson2, Helgi Valdimarsson' 'Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, 2íslensk Erföagreining, Reykjavík Netfang: helgiv@rsp.is Inngangur: Psoriasis er talinn vera einn af sjálfofnæmissjúkdómum húðar. Hann hefur flókið erfðamynstur og er talið að uppkoma hans stafi af samspili erfða og ákveðinna umhverfisþátta, þar á meðal (-hemolýtískra streptókokka. Við höfum gert genaleit á 369 psoriasissjúklingum innan 73 ætta og fundið sterk tengsl inn á MHC-svæði litnings 6 (lod score=ll). í öðru ágripi (Ari Kárason og fl.) er greint frá rannsókn sem sýnir að þessi tengsl einskorðuðust við 67% sjúklinganna sem höfðu vefjaflokkasameindina HLA- Cw6. Þeir sjúklingar sem voru með Cw6 sýndu einnig sterk tengsl inn á svæði á litningi 19 en slík tengsl voru ekki til staðar hjá þeim sjúklingum sem ekki höfðu Cw6. Klínísk einkenni þessara tveggja hópa voru borin saman. Efniviður og aðferðin Allir sjúklingarnir voru skoðaðir af sama lækninum (JEG) og einnig var tekin nákvæm sjúkrasaga. Aðeins 52 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.