Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 59

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 59
ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I Tuttugu tegundir hryggleysingja eru þekktar af því að erta, bíta eða sjúga blóð úr mönnum á íslandi. Fjórar þessara tegunda eru hýsil- sérhæfð mannasníkjudýr. Pær eru mannakláðamaur Sarcoptes scabiei, flatlús Phthirus pubis, höfuðlús Pediculus humanus capitis og fatalús P.h. humanus. Síðastnefndu tegundinni var útrýmt um miðbik 20. aldarinnar en hinar þrjár eru enn landlægar en fáséðar. Ohýsilsérhæfðar óværutegundir eru mannaflóin Pulex irritans og veggjalúsin Cimex lectularius en báðar geta einnig lifað á blóði ann- arra tegunda. Mannaflónni var útrýmt um miðbik 20. aldarinnar en veggjalúsinni á áttunda áratugnum. Ofangreindar óværutegundir, að veggjalúsinni undanskilinni, eru taldar hafa verið hér mjög al- gengar allt frá landnámi. Veggjalúsin barst til Vestfjarða með norsk- um hvalföngurum undir lok 19. aldar og dreifðist þaðan til allra landshluta. Nokkrar tegundir hryggleysingja geta við tilteknar aðstæður ert húð manna hér á landi en lifa að öllu jöfnu annað hvort frítt, eða sem sníkjudýr annarra hryggdýra. Hér ber að telja þrjár blóðsugu- tegundir (Hirudinea) sem að jafnaði lifa þó á blóði vatnafugla. Haustið 1997 fannst sundlirfa fuglablóðögðu (Schistosomatidae) í vaðtjöm Fjölskyldugarðsins í Reykjavík og hefur hún valdið útbrot- um á fótum barna sem þar hafa verið að vaða. Þá skulu nefndar fimm tegundir maura: Lundalúsin Ixodes uriae sem er hér mjög al- geng á sjófuglum, skógarmaurinn I. ricinus sem hingað berst árlega með farfuglum, rottumaurinn Ornithonyssus bacoti sem stundum berst inn í hýbýli frá rottubælum og katta- og hundamaurarnir Cheyletiella parasitovorax og C. yasguri sem stundum angra hunda- og kattaeigendur. Einnig eru tvær tegundir fuglaflóa (Ceratophyllus gallinae og C. garei), tvær tegundir spendýraflóa (Nosopsyllus fasci- atus og Ctenopthalmus agyrtes) og bitmý Simulium vittatum sólgnar í mannablóð og valda stungur þeirra iðulega ofnæmisviðbrögðum. V 05 Ormar í meltingarvegi sauðfjár á íslandi, tíðni þeirra, magn og landfræðileg útbreiðsla Sigurður H. Richter Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Netfang: shr@hi.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna tegundir, tíðni, magn og landfræðilega útbreiðslu þeirra orma sem finnast í melt- ingarvegi sláturlamba að hausti. Efniviður og aðferðin I sláturtíðinni í september-október 1992 og 1993 var safnað meltingarvegum úr alls 94 eðlilegum og heilbrigð- um lömbum, fjögurra til sex mánaða gömlum, frá 94 bæjum dreifð- um um landið. Leitað var í meltingarvegunum að fullþroska ormum. Lengd allra bandormsbúta var mæld. Allir þráðormar stórvaxnari tegunda voru tegundagreindir og taldir. Til að áætla fjölda smávaxnari þráðorma- tegunda voru tekin hlutasýni (1/25), karldýr tegundagreind og talin og margfaldað með tveimur vegna kvendýra. Niðurstöður: Bandormur: Moniezia expansa (tíðni 67,0% / meðal- heildarlengd orma í sýktum lömbum 8,08 m / mesta heildarlengd orma í lambi 56,37 m). Stórir þráðormar: Bunostomum trigonocephalum (tíðni 2,1% / meðalfjöldi í sýktum lömbum 1 / hámarksfjöldi í lambi 1); Chabertia ovina (39,4% / 7,5 / 39); Oesophagostomum venulosum (27,7% / 4,3 / 22); Trichuris ovis (35,1% /2,7/11). Litlir þráðormar: Teladorsagia circumcincta (+ T. trifurcata og T. davtiani) (fundin tíðni 98,9% / meðalfjöldi ef sýking fannst 1749 / hámarksfjöldi í lambi 7050); Trichostrongylus axei (6,4% / 200 / 700); T. capricola (51,1 % / 299 /1700); T. vitrinus (12,8% / 299 / 650); Nematodirus fdicollis (80,9% / 1509 / 15750); N. spathiger (67,0% / 582 / 4850); Cooperia oncophora (3,2% 1611100). Útbreiðslukort var gert fyrir hverja tegund. Alyktanir: Allar þær tegundir sem áður hafa fundist með vissu í meltingarvegi sauðfjár á íslandi, fundust í þessari rannsókn. Allar algengari tegundirnar fundust í flestum héruðum lantisins en magn sumra tegundanna virðist vera breytilegt eftir landshlutum. Orma- lyfjagjöf tíðkast að vetrarlagi og tegundir sem eiga erfitt með að lifa veturinn af utan kindarinnar eru sjaldgæfari. V 06 Hvers vegna eru sníkjudýr sjaldgæf í brúnrottum í hol- ræsakerfi Reykjavíkurborgar? Karl Skírnisson, Erlín Jóhannsdóttir Tilraunastöö HÍ í meinafræði að Keldum Netfang: karlsk@hi.is Inngangur: Tekist hefur að útrýma brúnrottum Rattus norvegicus í Reykjavík ef undan er skilinn stofn sem nú lifir einangraður í hol- ræsakerfi elstu bæjarhverfanna. Hreiður rottnanna eru í lokuðum kjöllurum eða í afkimum undir húsum og gólfum þar sem holræsi hafa bilað eða eru opin. Fæðu er aflað í holræsunum. Hér er gerð grein fyrir sníkjudýrum þessa einangraða stofns. Efniviður og aðferðir: Rannsökuð voru sníkjudýr 24 stálpaðra og fullorðinna rottna sem náðust inni í húsum árin 1997 og 1999 eftir að dýrin höfðu komist þangað inn í gegn um opin eða biluð holræsi. Niðurstöður: Níu tegundir sníkjudýra fundust: Einfrumungarnir Eimeria falciformis, E. nieschulzi og Cryptosporidium parvunv, bandormurinn Hymenolepis nana; þráðormarnir Trichuris muris, Syphacia sp. og Heterakis spumosa; maurinn Radfordia sp. og nit lúsarinnar Polyplax spinulosa. Ályktanir: Allar tegundirnar sem fundust hafa beina lífsferla. Eng- in þeirra hafði áður fundist í brúnrottum hérlendis, enda slíkt ekki áður verið rannsakað. Tvær tegundanna geta lifað í mönnum; C. parvum og H. nana. í brúnrottum í nágrannalöndunum hafa fundist amk. 80 tegundir sníkjudýra. Einungis lítill hluti þeirra (11%) fannst í holræsarottum í Reykjavík. Ástæðan er margþætt. Einangrun landsins gæti hindr- að ákveðnar tegundir í því að berast til landsins. Verulegu máli skiptir að í lokuðu vistkerfi holræsanna vantar millihýsla svo sem snigla, krabbadýr og skordýr sem fjölmargar tegundir rottusníkju- dýra þurfa að fjölga sér í til þess að geta lokið lífsferli sínum. Sníkju- dýr með flókna lífsferla eru því dæmd til að deyja út í holræsakerf- inu. Skipulögð eitrunarherferð í holræsabrunna yfir sumarmánuð- ina veldur árlega mikilli fækkun í rottustofninum og staðbundinni útrýmingu. Sjaldgæf sníkjudýr gætu því hafa dáið út við fækkunar- aðgerðir. V 07 Innri sníkjudýr/sýklar í þorskseiðum á fyrsta og öðru ald- ursári við ísland Matthías Eydal, Árni Kristmundsson, Slavko H. Bambir, Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir, Siguröur Helgason Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Netfang: meydal@hi.is LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 40 2 0 00/86 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.