Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Page 67

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Page 67
ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. liðnum áratugum reynst öflugt hjálpartæki við greiningu á áður ó- þekkum veirum í meltingarvegi manna og dýra. Skoðuð voru alls 22 saursýni í neikvæðri litun (uranyl acctat). Niðurstöður og ályktanir: Prenns konar agnir fundust sem líkjast veirum sem sýkja spendýr. í fimm hestum fundust agnir sem líkjast kórónaveirum. Stærð þessara agna var á bilinu 100-250 nrn með yf- irborðstitti (spikes) af stærðinni 19.5-23.5 nm. í þremur hestum fundust kalicíveirulíkar agnir. Stærð agnanna var 35-38 nm í tveim- ur hestanna en í einum hesti sáust um það bU 45 nrn agnir af þessari gerð. Smáagnir 28-33 nm sem að stærð og lögun mætti líkja við veir- ur úr píkomaveirufjölskyldunni fundust í sex hestum. V 29 Samband eðlilegs og afbrigðilegs sýklagróðurs í munni og leggöngum í þungun Theódór Friðjónsson', Ásta Óskarsdóttir . Hrólfur Einarsson/ Arnar Hauksson3, ReynirTómas Geirsson2, Peter Holbrook' 'Tannlæknadeild HÍ, 'læknadeild HÍ. 3Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Netfang: phol@hi.is Inngangur: Afbrigðilegur sýklavöxtur í leggöngum, bakteríal vaginósos (BV), hefur tengst síðkomnum fósturlátum, fyrirbura- fæðingum og fæðingu léttbura (FFL). Tannholdsbólga getur einnig tengst FFL. Innfærsla baktería í blóðrás eða smitun úr leggöngum eru líklegar leiðir. Efniviður og aðferðir: Kannað var samband á milli eðlilegs og af- brigðilegs bakteríuvaxtar á þessu svæði við upphaf lokaþriðjungs meðgöngu. Níutíu og sex konum í mæðraeftirliti við 30±4 tóku þátt. Úr leggöngum voru tekin strok í ræktun ásamt sýni í pH mæhngu, smásjárskoðun og KOH-próf til að greina BV. Sýni úr munni voru tekin milli tanna og tannholds. Spurt var um áhættuþætti fyrirbura- fæðinga. Ræktaðar voru bakteríur sem eru ríkjandi á þessum svæð- um og greindir sveppir og þekktir tannholdssýklar. Hlutfallstölur fyrir sýklana voru fundnar og samanburður gerður milli hópa með tilliti til reykinga, aldurs og barneigna. Niðursföður: Meðalmeðgöngutími var 39.6 vikur. Sex konur fæddu böm fyrir tímann. Meðalþyngd barna við fæðingu var 3697 g. Einn léttburi fæddist. Frumbyrjur voru voru 43,9%, fjölbyrjur 56,1%. Á meðgöngu reyktu 22,6%. Mjólkursýrugerill (Lactobacillus) ræktað- ist úr tannholdi hjá 48,3% en hjá 79.8% í leggöngum. Sveppir rækt- uðust úr tannholdi hjá 30,3% en úr leggöngum hjá 25,8%. Af þátt- takendum voru 16.8% með þrjá af fjórum þáttum til greiningar á bakteríal vaginósisjákvæða ogönnur 16,8% vorumeð tvoaffjórum þáttum jákvæða. Ekki var marktækur munur á milli þáttanna sem voru bornir saman milli kvenna sem fæddu létt- eða fyrirbura og þeirra sem fæddu börn í eðlilegri þyngd. Ályktanir: Fyrri rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli tannholdbólgna og fyrir-, léttburafæðinga. Þó að okkar rannsókn styðji ekki þessar niðurstöður komu nokkrir áhugaverðir þættir fram: 1. Hátt hlutfall kvenna (22,8%) reykti á meðgöngu. 2. Hátt hlutfall sveppa fannst í tannholdi. Þessar rannsókn sýna lilhneigingu til þess að BV sé áhættuþáttur fyrir fyrir- og léttburafæðingar. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I V 30 Anti-inflúensu HA mótefni hindra dreífingu inflúensu í nefholi Ana Araujo' 3, Sverrir Harðarson2, Sveinbjörn Gizurarson'3 'Lyfjafræðideild HÍ, 'læknadeild HÍ, rannsóknastofa í vefjafræði, Landspítala Hringbraut, 'Lyfjaþróun hf., Geirsgötu 9,101 Reykjavík Netfang: sg@lyf.is Inngangur: Inflúensuveiran binst við sialýl-glýkóprótín og glýkólíp- íð á yfirborði frumna. Sýnt hefur verið fram á að veiran binst helst við bifhársfrumur í efri og neðri öndunarvegi. Efniviður og aðferðir: Vefjafræðileg skoðun á nefholi músa, fimm og 30 mínútum eftir innúðun rauðkornakekkja (haemagglutinin, HA) mótefnavaka, sýnir að vakinn hefur náð að dreifast verulega um nefholið, þar með talið inn á taugaþelið (lyktarsvæðið) og inn í kirtlagöng Bowmans (Bowman’s channels). Niðurstöður: Þegar mýs voru bólusettar með HA mótefnavaka, áður en innúðun var framkvæmd, kom í ljós að ónæmiskerfið hindr- aði dreifingu þess um nefholið. í þessum músum var dreifing vakans takmörkuð við ákveðið svæði í neðri hluta nefholsins og lítil sem engin dreifing á lyktarsvæðinu eða í kirtlagöngum Bowmans. Lítií sem engin flutningur sást yfir í epithelfrumur á taugaþelinu. Rann- sóknin sýndi að bólusetning verndar lyktarsvæðið gegn sýkinging- um og hindrar sjúkdómsvaldinn að bindast við taugaþelið í nefhol- inu. V 31 Ónæmissvar í kindum bólusettum með DNA bóluefni gegn visnuveiru Heiga María Carlsdóttir, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Vilhjálmur Svans- son, Guðmundur Pétursson Tilraunastöð HÍ í meinafraeði að Keldum. Netfang: helgarac@hi.is Markmið verkefnisins er að þróa nýja gerð bóluefnis gegn visnu í sauðfé, bólusetningu með DNA. Sjúkdómurinn orsakast af visnu- veirunni sem er af flokki lentiveira. Hefur gengið afar illa að þróa bóluefni gegn lentiveirum, jafnt í mönnum sem dýrum; enn hafa engin bóluefni verið markaðssett gegn þeim. í verkefninu var byrj- að með genin gag og env sem segja fyrir um aðalbyggingarprótín visnuveirunnar. Gag forveraprótín visnuveirunnar sem framleitt er í veirusýktum frumum er klippt af sérhæfðum visnuveirupróteasa í þrjú þroskuð byggingarprótín veirunnar, capsid, matrix og nucleocapsid. Gag genið var klónað inn í tvær tjáningarferjur, VR1012 og pcDNA3.1(+) og til að auka tjáningu þess var DNA bútnum CTE (constitutive transport element) úr aparetróveirunni MPMV kom- ið fyrir í ferjunum rétt fyrir aftan genið. T'jáning nýju ferjanna var reynd í apanýrnafrumum (COS-7) og liðþelsfrumum úr kindum (FOS) í rækt og var tjáningin rnæld með ónæmisblettun (Western blot). Tjáning fékkst á geninu í báðum ferjunum, þó í fremur litlum mæli í kindafrumunum. CTE búturinn jók tjáninguna umtalsvert í COS-7 en hafði engin áhrif í kindafrumunum. Verið er að vinna að því að auka tjáningu gensins í kindafrumum jafnframt því sem unn- ið er með env genið í sörnu tjáningarferjum. Þrátt fyrir fremur litla tjáningu á gag geninu í kmdafrumunum var ákveðið að bólusetja fjórar kindur í forkönnun, tvær með hvorri ferju, VR1012-gag-CTE og pcDNA-gag-CTE. Kindurnar voru bólusettar fimm sinnum, með þriggja vikna millibili. Hver kind fékk 300-500 pg af DNA í hvert sinn, í húð og vöðva. Mótefnasvörun í LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 40 2 0 00/86 67

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.