Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 67

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 67
ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. liðnum áratugum reynst öflugt hjálpartæki við greiningu á áður ó- þekkum veirum í meltingarvegi manna og dýra. Skoðuð voru alls 22 saursýni í neikvæðri litun (uranyl acctat). Niðurstöður og ályktanir: Prenns konar agnir fundust sem líkjast veirum sem sýkja spendýr. í fimm hestum fundust agnir sem líkjast kórónaveirum. Stærð þessara agna var á bilinu 100-250 nrn með yf- irborðstitti (spikes) af stærðinni 19.5-23.5 nm. í þremur hestum fundust kalicíveirulíkar agnir. Stærð agnanna var 35-38 nm í tveim- ur hestanna en í einum hesti sáust um það bU 45 nrn agnir af þessari gerð. Smáagnir 28-33 nm sem að stærð og lögun mætti líkja við veir- ur úr píkomaveirufjölskyldunni fundust í sex hestum. V 29 Samband eðlilegs og afbrigðilegs sýklagróðurs í munni og leggöngum í þungun Theódór Friðjónsson', Ásta Óskarsdóttir . Hrólfur Einarsson/ Arnar Hauksson3, ReynirTómas Geirsson2, Peter Holbrook' 'Tannlæknadeild HÍ, 'læknadeild HÍ. 3Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Netfang: phol@hi.is Inngangur: Afbrigðilegur sýklavöxtur í leggöngum, bakteríal vaginósos (BV), hefur tengst síðkomnum fósturlátum, fyrirbura- fæðingum og fæðingu léttbura (FFL). Tannholdsbólga getur einnig tengst FFL. Innfærsla baktería í blóðrás eða smitun úr leggöngum eru líklegar leiðir. Efniviður og aðferðir: Kannað var samband á milli eðlilegs og af- brigðilegs bakteríuvaxtar á þessu svæði við upphaf lokaþriðjungs meðgöngu. Níutíu og sex konum í mæðraeftirliti við 30±4 tóku þátt. Úr leggöngum voru tekin strok í ræktun ásamt sýni í pH mæhngu, smásjárskoðun og KOH-próf til að greina BV. Sýni úr munni voru tekin milli tanna og tannholds. Spurt var um áhættuþætti fyrirbura- fæðinga. Ræktaðar voru bakteríur sem eru ríkjandi á þessum svæð- um og greindir sveppir og þekktir tannholdssýklar. Hlutfallstölur fyrir sýklana voru fundnar og samanburður gerður milli hópa með tilliti til reykinga, aldurs og barneigna. Niðursföður: Meðalmeðgöngutími var 39.6 vikur. Sex konur fæddu böm fyrir tímann. Meðalþyngd barna við fæðingu var 3697 g. Einn léttburi fæddist. Frumbyrjur voru voru 43,9%, fjölbyrjur 56,1%. Á meðgöngu reyktu 22,6%. Mjólkursýrugerill (Lactobacillus) ræktað- ist úr tannholdi hjá 48,3% en hjá 79.8% í leggöngum. Sveppir rækt- uðust úr tannholdi hjá 30,3% en úr leggöngum hjá 25,8%. Af þátt- takendum voru 16.8% með þrjá af fjórum þáttum til greiningar á bakteríal vaginósisjákvæða ogönnur 16,8% vorumeð tvoaffjórum þáttum jákvæða. Ekki var marktækur munur á milli þáttanna sem voru bornir saman milli kvenna sem fæddu létt- eða fyrirbura og þeirra sem fæddu börn í eðlilegri þyngd. Ályktanir: Fyrri rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli tannholdbólgna og fyrir-, léttburafæðinga. Þó að okkar rannsókn styðji ekki þessar niðurstöður komu nokkrir áhugaverðir þættir fram: 1. Hátt hlutfall kvenna (22,8%) reykti á meðgöngu. 2. Hátt hlutfall sveppa fannst í tannholdi. Þessar rannsókn sýna lilhneigingu til þess að BV sé áhættuþáttur fyrir fyrir- og léttburafæðingar. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I V 30 Anti-inflúensu HA mótefni hindra dreífingu inflúensu í nefholi Ana Araujo' 3, Sverrir Harðarson2, Sveinbjörn Gizurarson'3 'Lyfjafræðideild HÍ, 'læknadeild HÍ, rannsóknastofa í vefjafræði, Landspítala Hringbraut, 'Lyfjaþróun hf., Geirsgötu 9,101 Reykjavík Netfang: sg@lyf.is Inngangur: Inflúensuveiran binst við sialýl-glýkóprótín og glýkólíp- íð á yfirborði frumna. Sýnt hefur verið fram á að veiran binst helst við bifhársfrumur í efri og neðri öndunarvegi. Efniviður og aðferðir: Vefjafræðileg skoðun á nefholi músa, fimm og 30 mínútum eftir innúðun rauðkornakekkja (haemagglutinin, HA) mótefnavaka, sýnir að vakinn hefur náð að dreifast verulega um nefholið, þar með talið inn á taugaþelið (lyktarsvæðið) og inn í kirtlagöng Bowmans (Bowman’s channels). Niðurstöður: Þegar mýs voru bólusettar með HA mótefnavaka, áður en innúðun var framkvæmd, kom í ljós að ónæmiskerfið hindr- aði dreifingu þess um nefholið. í þessum músum var dreifing vakans takmörkuð við ákveðið svæði í neðri hluta nefholsins og lítil sem engin dreifing á lyktarsvæðinu eða í kirtlagöngum Bowmans. Lítií sem engin flutningur sást yfir í epithelfrumur á taugaþelinu. Rann- sóknin sýndi að bólusetning verndar lyktarsvæðið gegn sýkinging- um og hindrar sjúkdómsvaldinn að bindast við taugaþelið í nefhol- inu. V 31 Ónæmissvar í kindum bólusettum með DNA bóluefni gegn visnuveiru Heiga María Carlsdóttir, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Vilhjálmur Svans- son, Guðmundur Pétursson Tilraunastöð HÍ í meinafraeði að Keldum. Netfang: helgarac@hi.is Markmið verkefnisins er að þróa nýja gerð bóluefnis gegn visnu í sauðfé, bólusetningu með DNA. Sjúkdómurinn orsakast af visnu- veirunni sem er af flokki lentiveira. Hefur gengið afar illa að þróa bóluefni gegn lentiveirum, jafnt í mönnum sem dýrum; enn hafa engin bóluefni verið markaðssett gegn þeim. í verkefninu var byrj- að með genin gag og env sem segja fyrir um aðalbyggingarprótín visnuveirunnar. Gag forveraprótín visnuveirunnar sem framleitt er í veirusýktum frumum er klippt af sérhæfðum visnuveirupróteasa í þrjú þroskuð byggingarprótín veirunnar, capsid, matrix og nucleocapsid. Gag genið var klónað inn í tvær tjáningarferjur, VR1012 og pcDNA3.1(+) og til að auka tjáningu þess var DNA bútnum CTE (constitutive transport element) úr aparetróveirunni MPMV kom- ið fyrir í ferjunum rétt fyrir aftan genið. T'jáning nýju ferjanna var reynd í apanýrnafrumum (COS-7) og liðþelsfrumum úr kindum (FOS) í rækt og var tjáningin rnæld með ónæmisblettun (Western blot). Tjáning fékkst á geninu í báðum ferjunum, þó í fremur litlum mæli í kindafrumunum. CTE búturinn jók tjáninguna umtalsvert í COS-7 en hafði engin áhrif í kindafrumunum. Verið er að vinna að því að auka tjáningu gensins í kindafrumum jafnframt því sem unn- ið er með env genið í sörnu tjáningarferjum. Þrátt fyrir fremur litla tjáningu á gag geninu í kmdafrumunum var ákveðið að bólusetja fjórar kindur í forkönnun, tvær með hvorri ferju, VR1012-gag-CTE og pcDNA-gag-CTE. Kindurnar voru bólusettar fimm sinnum, með þriggja vikna millibili. Hver kind fékk 300-500 pg af DNA í hvert sinn, í húð og vöðva. Mótefnasvörun í LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 40 2 0 00/86 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.