Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 68

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 68
■ ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ sermi var mæld með ónæmisblettun gegn heilli visnuveiru og svör- uðu allar kindurnar á þroskað capsid prótínið (p25); ein kindin svaraði auk þess á matrix (pl6). Þrjár kindanna svöruðu einnig á heila visnuveiru í eitilfrumuörvunarprófi (proliferation assay). V 32 Athugun á virkni tilraunabóluefna gegn Moritella viscosa sýkingum í laxi Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir', Iris Hvanndal', Gísli Jónsson2, Christian Syvertsen3 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 'dvralæknir fisksjúkdóma að Keldum, ’Alpharma AS, Harbitsalleen 3, N-0275 Osio 2 Netfang: bjarngud@hi.is Inngangur: Kuldakæra bakterían Moritella viscosa er landlæg í sjó við íslands strendur. í laxi orsaka sýkingar roðsár, sem geta verið þrálát og leitt til töluverðra affalla á eldisfiski. Sýkingar hafa eink- um verið vandamál á norðurslóð, það er við ísland, Noreg og Skotland. Þeir M. viscosa stofnar sem hafa einangrast úr íslenskum laxi hafa verið flokkaðir í þrjá hópa (bíótýpur) og hafa vandamál í eldisstöðvum fyrst og fremst verið af völdum baktería úr tveimur hópum (bíótýpa 1 og 2). Efniviður og aðferðir: Bóluefni sem innihéldu væki ýmist bíótýpu 1 eða 2 (eingild bóluefni), eða þessara stofna auk vækja frá fleiri fisk- sýklum (fjölgild bóluefni) voru notuð með mismunandi skammta- stærðum vækja. Einnig var PBS og tveir mismunandi ónæmisglæð- ar notaðir til viðmiðunar. Bólusett var með i.p. sprautun svæfðra seiða. Ónæmisvörn var metin í tilraunasýkingum átta vikum eftir bólusetningu. Stofnar af báðum bíótýpum voru notaðir í sýkingar- tilraunum. Magn mótefna gegn M. viscosa í blóðvatni óbólusettra og bólusettra fiska var mælt með ELISA-prófi. Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöður sýndu að laxinn myndaði ó- næmisvörn gegn sýkingu og að það var ekki munur á bíótýpunum tveimur í þessu sambandi. Fjölgild bóluefni mynduðu betri vörn en eingild en ekkert bóluefni veitti góða vörn í tilraunasýkingu. Mótefni gegn M. viscosa mældust í bólusettum laxi. V 33 Greining á sýkiþáttum 84 Aeromonas salmonicida stofna, tveggja A. hydrophila stofna og einkennisstofna fjögurra undirtegunda A. salmonicida íris Hvanndal', Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir', Ulrich Wagner2 'Tilraunastöð Hl í meinafræði að Keldum, ’lnstitute for Zooiogy, University of Leipzig, Talstr. 33,04103 Leipzig, Germany Netfang: bjarngud@hi.is Inngangur: Bakterían Aeromonas salmonicida veldur kýlaveiki og skyldum sjúkdómum í laxfiskum. Fjórum undirtegundum hefur verið lýst, undirtegund salmonicida (týpískir stofnar) og undirteg- und achromogenes, masoucida og smithia (atýpískir). Með auknu fiskeldi fjölgar sýkingum af völdum A. salmonicida og stofnar sem ekki lúta skilgreiningu undirtegundanna fjögurra eru að finnast. Fjórum útensímum A. salmonicida hefur verið lýst sem sýkiþáttum: 70 kDa serín prótínasa, Pl; 27 kDa glycerophospholipid: cholester- ol acyltransferasi, GCAT; 20 kDa málmháðum kaseínasa, AsaPl; og málmháðum gelatínasa, P2. Markmið rannsóknarinnar var að greina sýkiþætti í seyti 84 A. salmonicida stofna, sem voru einangraðir úr mismunandi fiskteg- undum og bera saman við utanfrumusýkiþætti einkennisstofna undirtegunda A. salmonicida og tveggja A. hydrophila stofna. Efniviður og aðfcrðir: Utanfrumuafurðir hvers stofns voru einangr- aðir frá bakteríum sem ræktaðar voru á sellófanþöktum agarskál- um. ELISA próf byggt á einstofna mótefnum gegn ofangreindum fjórum sýkiþáttum var notað við greininguna. Tvö til sex mismun- andi einstofna mótefni voru notuð til að greina mismunandi bindistaði mótefna á viðeigandi mótefnavaka. Niðurstöður og umræður: Niðurstöður sýndu að stofnarnir mynd- uðu níu hópa eftir seyti þeirra á utanfrumusýkiþáttunum fjórum. Stærstu hóparnir (27% stofnanna) voru annars vegar sá sem inni- hélt einkennisstofn undirtegund achromogenes og hins vegar hópur sem svaraði öllum prófum neikvætt. Með undirtegund salmonicida flokkuðust 14% stofnanna, 8% með undirtegund masoucida en að- ins 5% með undirtegund smithia. A. hydrophila stofnarnir tveir, sem báðir voru einangraðir úr laxfiskum hér á landi, voru flokkaðir í sinn hvorn hópinn, annar þeirra var í hópi með undirtegund smithia, en hinn í hópi sem ekki innihélt einkennisstofn A. salmon- icida. V 34 Gammaherpesveirur í íslenskum hestum Vilhjálmur Svansson . Einar G. Torfason2, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir' 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, "Rannsóknastofa Landspítalans í veiru- fræði, Ármúla la, Reykjavík Netfang: eggun@hi.is Árið 1998 geisaði nýr og áður óþekktur smitsjúkdómur í hrossum hérlendis, er fékk heitið smitandi hitasótt. Sjúkdómsorsökin er enn óþekkt, en margt bendir til að um veirusýkingu hafi verið að ræða. í tilraun til ræktunar á hitasóttarveirunni í hestafósturnýrnafrumum ræktaðist veira við samrækt með hnattkjarna hvítfrumum úr blóði. Veiran ræktaðist frá þremur af fjórum hitasóttarhrossum. Ennfrem- ur hefur veiran verið ræktuð frá 11 af 12 hrossum með fóðurtengda listeríusýkingu og frá tveimur heilbrigðum hestum. Frumubreyting- arnar í nýrnafrumunum voru lengi að koma fram og sáust fyrst eft- ir þrjár til fjórar vikur í rækt. Eðli frumubreytinganna gat bent til þess að um herpesveiru væri að ræða. Þetta var staðfest við raf- eindasmásjárskoðun. Það, hvað sýkingin í nýrnafrumunum var hæggeng, þótti benda til þess að um gamma-herpesveiru væri að ræða. Komið var upp DNA-mögnun (PCR) sem greinir báðar gerð- ir gammaherpesveira sem þekktar eru í hrossum það er equine herpesvirus 2 og 5 (EHV-2,5). Rannsóknir með DNA-mögnun á 14 veiruræktunum benda til þess að hross hérlendis séu sýkt bæði með EHV-2 og EHV-5. Af 14 veiruræktunum svöruðu tvö þeirra DNA- mögnun með EHV-5 sértækum vísi. Við athugun í óbeinni flúor- ljómandi mótefnalitun á 20 sermum sem safnað var úr hrossum hér- lendis á árunum 1990-1994, það er fyrir hitasótt, reyndust 19 hest- anna hafa mótefni gegn gammaherpesveirum. Óljóst er hvenær þær gammaherpesveirur sem hér eru í hrossum bárust til landsins. Mótefnamælingar sýna að veirurnar hafa að minnsta kosti verið hér allan síðastliðinn áratug. Mikilvægur þáttur í faraldsfræði herpesveira er sá eiginleiki þeirra að valda dulsýking- um og hestur sem smitast er líkast til ævilangt smitaður. Ekki er ó- varlegt að ætla að veirurnar hafi borist með þeim hestum sem flutt- ir voru til íslands í upphafi byggðar. 68 Læknablaðið / FYLGIRiT 40 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.