Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Side 72
■ ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ
vísbendingar til dæmis um tilvist IgA mótefna gegn Clq auk
mótefna gegn kindablóðkornum.
V 44 Er aukinn stýrður frumudauði í SLE sjúklingum og fyrst
gráðu ættingjum þeirra, vegna galla í frumunum sjálfum eða
miðlað af leysanlegum þætti í sermi?
Kristín H. Traustadóttir', Gerður Gröndal2, Friðrika Harðardóttir', Ás-
björn Sigfússon', Kristján Steinsson3, Kristján Erlendsson23
'Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði. 2Rannsóknastofan í gigtarsjúkdómum
og ’lyflækningadeild Landspítala Hringbraut
Netfang: kristtr@rsp.is
Inngangur: í SLE sjúklingum eru fleiri T-eitilfrumur í stýrðum
dauðafasa (apoptosis) í frumum sem eru mældar strax eftir einangr-
un (tO) heldur en í heilbrigðum viðmiðunarhópi (control). I þessari
rannsókn var þetta fyrirbæri kannað nánar. Settar voru upp þrjár
aðskildar tilraunir þar sem í fyrsta lagi var kannað hvort aukin
apoptosis við tO geti stafað af meðfæddum galla, sem komi einnig
fram í fyrstu gráðu ættingjum án tillits til SLE einkenna. I öðru lagi
var kannað hvort aukin apoptosis endurspegli frumugalla og mælist
einnig eftir in vitro ræktun í einn, tvo og þrjá daga. í þriðja lagi var
kannað hvort leysanlegur þáttur í sermi geti valdið aukinni
apoptosis, sem þá væri hægt að flytja með serminu.
Efniviður og aðferðir: I fyrstu tilraun var apoptosis mæld í 12 ein-
staklingum sem allir voru úr sömu fjölskyldu. Til samanburðar voru
10 óskyld viðmið. í annarri tilraun voru mældir 12 SLE sjúklingar,
þeirra makar og 10 óskyld viðmið. I þriðju tilraun voru sermi frá 10
SLE sjúklingum borin saman við sermi frá 10 óskyldum heilbrigð-
um viðmiðum. Eitilfrumur voru einangraðar á Ficoll/Hisotopaq.
Apoptosis var mæld í flæðifrumusjá með FITC-Annexin V. Til að
fylgjast með gangi frumudauða var einnig gerð Propidium Iodide
litun.
Niðurstöður: Við tO var apoptosis marktækt aukin bæði í SLE sjúk-
lingum og fyrst gráðu ættingjum þeirra miðað við viðmið. Eftir eins,
tveggja og þriggja daga rækt er apoptosis aukin aðeins í SLE sjúk-
lingum, en ekki í mökum þeirra eða viðmiðum. Apoptosis T
frumna er hægt að flytja með sermi, því hún var marktækt meiri eft-
ir 28 stunda rækt með sermi frá SLE sjúklingum en með sermi við-
miða.
Ályktanir: Þessi rannsókn bendir til að aukin apoptosis T frumna í
SLE sjúklingum stafi af galla í frumunum sjálfum og geti auk þess
verið miðlað af leysanlegum þætti í sermi.
V 45 Stökkbrigði af Eschericia coli gatatoxínum (LT) örvar
einkum myndun lgG2a og lgG3 mótefna eftir slímhúðarbólu-
setningu með prótíntengdum pneumókokkafjölsykrum í músum
Hávard Jakobsen', Dominique Schulz2, Rino Rappuoli3,
ngileif Jónsdóttir'
‘Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræöi, Landspítala Hringbraut, 2Aventis
Pasteur, Marcy l'Etoile, Frakklandi, 3Immunobiology Research Institute Siena,
Ítalíu
Netfang: ingileif@rsp.is
Inngangur: Við höfum sýnt fram á að slímhúðarbólusetning með
prótíntengdum pneumókokkafjölsykrum (PNC) og ónæmisglæð-
um vekur bæði staðbundið og útbreitt ónæmissvar og verndar mýs
gegn ífarandi pneumókokkasýkingum. Fjölsykruhjúpurinn sem
umlykur pneumókokka er aðalsýkiþáttur þeirra og eru mótefni
gegn fjölsykrum, ásamt komplementum, mikilvægasta vörnin gegn
pneumókokkasýkingum. Fjölsykrumótefni sem myndast við pneu-
mókokkasýkingar eru einkunt IgG2 í mönnum (IgG3 í músum), en
við bólusetningu með PNC svara bæði börn og mýs með fjölsykru-
sértækum mótefnum af IgGl gerð. Með notkun ónæmisglæða við
bólusetningu má vekja ónæmissvar sem líkist ónæmissvari við sýk-
ingu. Afeitruð stökkbrigði af Escherichia coli gatatoxíni (LT) eru
vel skilgreindir ónæmisglæðar sem vekja bæði Thl og Th2-líkt svar
gegn prótínum, en virkni LT gegn PNC er hins vegar óþekkt.
Efniviður og aðferðir: Við rannsökuðum samsetningu IgG undir-
flokka gegn fjölsykrum og burðarprótíni í sermi eftir bólusetningu
músa um nef með PNC. Tvö stökkbrigði af LT, LT-K63 og LT-R72,
voru notuð sem ónæmisglæðar.
Niðurstöður: Miðað við hefðbundna stungubólusetningu með PNC
án ónæmisglæðis, olli nefbólusetning með PNC og LT-stökkbrigð-
unum marktækri aukningu í IgG2a, IgG3 og IgA mótefnum, bæði
gegn fjölsykrunum og burðarprótíninu, en magn IgGl mótefna var
svipað. Þegar LT-stökkbrigðin voru notuð við stungubólusetningu
fékkst svipað IgG undirflokkamynstur og við nefbólusetningu sem
bendir til þess að aukningin í IgG2a og IgG3 hafi verið vegna LT
fremur en bólusetningarleiðarinnar.
Ályktanir: Þessar niðurstöður sýna að ónæmisglæða má nota til að
stýra ónæmissvari gegn prótíntengdum pneumókokkafjölsykrum til
að líkja eftir náttúrulegu ónæmissvari gegn fjölsykruhjúpuðum
bakteríum.
V 46 Áhrif vatns- og fituleysanlegra glýseríða á slímhimnu
nefsins
Sesseija Bjarnadóttir , Sveinbjörn Gizurarson' 3, Sighvatur S. Árnason2
'Lyfjaþróun hf., Geirsgötu 9,101 Reykjavik, 'Lífeölisfræðistofnun HÍ, 'lyfjafræöi-
deild HÍ
Netfang: sesselja@lyf.is
Inngangur: Glýseríð eru nokkuð mikið notaðir í lyfjafræði, bæði
sem frásogsaukandi efni, hjálparefni við gerð fleyta og dreifa og nú
nýlega sem ónæmisglæðir eða ónæmisörfandi efni. Verkunarmáti
þessa efnis er ekki þekkt en það glýseríð sem hefur reynst best sem
ónæmisglæðir er nokkuð flókin blanda af mono og di caprylic/-
capric glýseríð. Markmið verkefnisins er að kanna áhrif glýseríða á
slímhimnu nefsins og verkunarmáta þess og þá sérstaklega mono og
di caprylic/capric glýseríð sem og polyethylenglycol mono og di
caprylic/capric glyceríð.
Efniviður og aðferðir: Til að skoða áhrifin á slímhimnurnar, voru
nasaslímhimnur einangraðar úr sex mánaða nýslátruðum grísum.
Himnurnar voru geymdar í ískaldri Krebslausn þar til komið var á
rannsóknarstofu. Þar var vefurinn skorinn og komið fyrir í þekju-
straumsmælitæki (Ussing chamber). Krebslausn var sett í kerin og
vefnum var leyft að jafna sig í 30-60 mínútur. Kerin voru loftuð með
95% súrefni og 5% koldíoxíði og hitastigi lausnarinnar haldið við
því sem næst 37°C. Því næst var stigvaxandi styrk af tveimur gerðum
glýseríða sett á mucosal-hlið slímhimnunnar og áhrifin á straum og
spennu himnunnar mæld í allt að tvær klukkustundir.
Niðurstöður og ályktanir: Glýseríðin hafa áhrif á jónastraum yfir
slímhúð. Samhengi mælist milli styrks glýseríðanna og áhrifa á slím-
himnuna en áhrif glýseríðafleiða á slímhimnuna verða kynntar á
þinginu. Rannsóknin skýrir því að hluta hvernig hægt er að fá ó-
næmisglæðandi áhrif af glýseríðum.
72 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86