Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Side 76

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Side 76
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ bp) með því að líma hentugt erfðaefni á sitt hvorn enda stuttra DNA búta sem höfðu yfirhengi. Þannig var búið til safn DNA sam- eindum með þrjár algengustu ljósskemmdirnar í góðum styrk og á hreinu formi. V 56 Áhrif Taq1B erfðabreytileikans á áhættu og aldur við kransæðastífiu eru óháð áhrifum -629C>A erfðabreytileikans Guðný Eiríksdóttir , Manjeet K Bolla', Bolli Þórsson', Gunnar Sigurðs- son', Steve E. Humphries3, Vilmundur Guðnason'-2 lHjartavernd, 'læknadeild HÍ, 'Centre for Genetics of Cardiovascular Disorders, Dpt of Medicine, UCL Mcdical School, The Rayne Institute University Street, London Netfang: gudny@hjarta.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort starfræni -629 C>A erfðabreytileikinn í stýrisvæði CETP (cholesterol ester transfer protein) gensins gæti útskýrt áhrif óstarfræna TaqlB erfða- breytileikans í innröð 1 á HDL-C og aukna áhættu á að fá kransæðasjúkdóm. Efniviður og aðferðir: Þrjú hundruð áttatíu og átta karlar með kransæðasjúkdóm og viðmiðunarhópur 833 heilbrigðra karla voru fengnir úr hóprannsókn Hjartaverndar til rannsóknar. Niðurstöður: í heilbrigðum körlum reyndist tíðni TaqlB B2 sam- sætunnar vera 0,47 (95% CI: 0,44-0,50) og var tengslaójafnvægi á milli hennar og -629A samsætunnar (D=-0,21; p<0,0001). Tíðni - 629A samsætunnar var 0,52 (95% CI: 0,49-0,56). B2B2 arfhreinir einstaklingar voru með 15% hærra HDL-C en arfhreinir BlBl ein- staklingar (p<0,0001). Arfhreinir -629A einstaklingar voru með 13% hærra HDL-C en -629C arfhreinir (p<0,0001). Tíðni samsæt- anna, sem eru tengdar lægra HDL-C, var marktækt hærri í kransæðastíflusjúklingunum en í viðmiðunarhópnum, eða 0,59 á móti 0,53 (TaqlB Bl) og 0,52 á móti 0,48 (-629C) (p<0,05 í báðum tilfellum). BlBl arfhreinir einstaklingar höfðu marktækt aukna á- hættu á að fá kransæðastíflu en einstaklingar með B2 arfgerðir (OR=l,44; 95% CI: 1,10-1,87; p<0,01). Þetta sást ekki með -629C erfðabreytileikann (OR=l,16; 95% CI: 0,87-1,54). Arfhreinir TaqlB B2 einstaklingar fengu kransæðastíflu að meðaltali tveimur árum fyrr en aðrir, 59 ára miðað við 61 árs (p<0,05). Þessi áhrif fundust ekki fyrir erfðabreytileikann í stýrisvæðinu. Ályktanir: Niðurstöðurnar staðfesta óstarfræna TaqlB erfðabreyti- leikann í CETP geninu sem áhættuþátt fyrir kransæðasjúkdóm og benda til þess að enn sé ófundinn starfrænn þáttur sem getur útskýrt áhrifin á kransæðastíflu sem sáust í þessari rannsókn. V 57 Rannsókn á prótínsamskiptum príon-prótíns (PrP) Birkir Þór Bragason. Eiríkur Sigurösson, Ástríður Pálsdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Netfang: birkirbr@rsp.is Inngangur: Príon-prótínið (PrP) er tjáð í öllum vefjum líkamans, mest í taugafrumum en minnst í lifur. Uppsöfnun á afbrigðilegu formi þess í miðtaugakerfi er talinn vera lykilþáttur í riðusjúkdóm- um (transmissable spongioform encephalopathies), sem eru ólækn- andi hæggengir smitandi hrörnunarsjúkdómar til dæmis riða í sauð- fé, BSE í nautgripum og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur í mönnum. Líffræðilegt hlutverk PrP er ekki ljóst, en það er afar vel varðveitt milli spendýrategunda. Markmið okkar rannsókna er að athuga prótínsamskipli PrP. 76 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 Efniviður og aðferðir: Framkvæmd var Yeast Two-Hybrid skimun á rottuheila-cDNA genasafni. Bútarnir sem veiddust voru raðgreind- ir. Tjáning genanna sem þeir tilheyra var athuguð með Northern- Blot. Genin sem þeir tilheyra voru einangruð í heild með skimun cDNA genasafns í Á-veiru eða RT-PCR á RNA og síðan PCR og raðgreiningu á cDNA. Tengingar bútanna við PrP hafa verið athug- uð in vitro með GST-”pulldown” og ónæmisfellingu. Þau svæði PrP sem máli skipta fyrir tenginguna hafa verið greind með því að prófa mismunandi PrP búta á móti bútunum sem veiddust. Fyrir síðari stig verkefnisins er verið að framleiða mótefni í tilraunadýrum. Niðurstöður og ályktanir: Bútar úr þremur genum veiddust við skimunina. SODD (Silencer of Death Domain), NRAGE og ó- þekkt gen A. NRAGE og SODD eru nýskilgreind prótín sem bind- ast bæði á innanfrumuhluta viðtaka af TNF-fjölskyldunni og hafa á- hrif á apoptósu-boðferla. Ekki er ljóst hvert hlutverk prótíns A er, en það sýnir (veikan) skyldleika við prótín af fjölskyldu carboxyl- terminal hydrolasa sem fjarlægja ubiquitin hópa af prótínum. V 58 Erfðabreytileikar í SR-BI geninu hafa ekki áhrif á HDL i blóði Guðný Eiríksdóttir , Vilmundur Guðnason1,2 'Hjartavernd, :læknadeild HÍ Netfang: gudny@hjarta.is Inngangur: Scavenger receptor class B, type I (SR-BI) er viðtaki sem sér um sértæka upptöku kólesteróls frá HDL. Þremur erfða- breytileikum í geninu og áhrif þeirra á blóðfitu og fitudreifingu í heilbrigðum einstaklingum var nýlega lýst (Acton, et al. ATVB 1999; 19: 1734-3). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort erfðabreytileikarnir í SR-BI geninu hefðu sömu áhrif í ís- lenska þýðinu og hvort tengja mætti þá áhrifum á kransæðasjúk- dóm. Efniviður og aðferðir: DNA var einangrað úr 318 einstaklingum úr almenna þýðinu og 511 einstaklingum sem höfðu fengið kransæða- stíflu og voru þátttakendur í hóprannsókn Hjartaverndar. DNA var magnað með PCR aðferðinni og breytileikar í geninu ákvarðaðir með skerðiensímum. MADGE hraðvirka aðferðin var notuð við arfgerðargreiningu. Tíðni erfðabreytileikanna var fundin og kí- kvaðratspróf notað til að bera saman viðmiðunar- og sjúklinga- hópana. Samband erfðabreytileikanna við áhættuþætti kransæða- sjúkdóma (kólesteról, þríglyseríða, HDL og BMI) var einnig kann- að. Niðurstöður: Tíðni sjaldgjæfu samsætanna var 0,08; 0,15 og 0,47 fyr- ir erfðabreytileikana, en þau eru í útröð 1, innröð 5 og útröð 8 gens- ins. Erfðabreytileikinn í innröð 5 er í tengslaójafnvægi við erfða- breytileikann í útröð 8 (d=-0,17). Marktækur munur á tíðni erfða- breytileikans í innröð 5 fannst á milli viðmiðunarhópsins og sjúk- lingahópsins (0,15 á móti 0,10; p<0,05). Ekkert samband fannst á milli hefðbundinna áhættuþátta fyrir kransæðasjúkdóma og arf- gerðanna. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að erfða- breytileikarnir í SR-BI geninu séu ekki mikilvægir varðandi HDL í blóði Islendinga, en áhrif á myndun kransæðasjúkdóms þarf að kanna nánar.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.