Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 76

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 76
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ bp) með því að líma hentugt erfðaefni á sitt hvorn enda stuttra DNA búta sem höfðu yfirhengi. Þannig var búið til safn DNA sam- eindum með þrjár algengustu ljósskemmdirnar í góðum styrk og á hreinu formi. V 56 Áhrif Taq1B erfðabreytileikans á áhættu og aldur við kransæðastífiu eru óháð áhrifum -629C>A erfðabreytileikans Guðný Eiríksdóttir , Manjeet K Bolla', Bolli Þórsson', Gunnar Sigurðs- son', Steve E. Humphries3, Vilmundur Guðnason'-2 lHjartavernd, 'læknadeild HÍ, 'Centre for Genetics of Cardiovascular Disorders, Dpt of Medicine, UCL Mcdical School, The Rayne Institute University Street, London Netfang: gudny@hjarta.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort starfræni -629 C>A erfðabreytileikinn í stýrisvæði CETP (cholesterol ester transfer protein) gensins gæti útskýrt áhrif óstarfræna TaqlB erfða- breytileikans í innröð 1 á HDL-C og aukna áhættu á að fá kransæðasjúkdóm. Efniviður og aðferðir: Þrjú hundruð áttatíu og átta karlar með kransæðasjúkdóm og viðmiðunarhópur 833 heilbrigðra karla voru fengnir úr hóprannsókn Hjartaverndar til rannsóknar. Niðurstöður: í heilbrigðum körlum reyndist tíðni TaqlB B2 sam- sætunnar vera 0,47 (95% CI: 0,44-0,50) og var tengslaójafnvægi á milli hennar og -629A samsætunnar (D=-0,21; p<0,0001). Tíðni - 629A samsætunnar var 0,52 (95% CI: 0,49-0,56). B2B2 arfhreinir einstaklingar voru með 15% hærra HDL-C en arfhreinir BlBl ein- staklingar (p<0,0001). Arfhreinir -629A einstaklingar voru með 13% hærra HDL-C en -629C arfhreinir (p<0,0001). Tíðni samsæt- anna, sem eru tengdar lægra HDL-C, var marktækt hærri í kransæðastíflusjúklingunum en í viðmiðunarhópnum, eða 0,59 á móti 0,53 (TaqlB Bl) og 0,52 á móti 0,48 (-629C) (p<0,05 í báðum tilfellum). BlBl arfhreinir einstaklingar höfðu marktækt aukna á- hættu á að fá kransæðastíflu en einstaklingar með B2 arfgerðir (OR=l,44; 95% CI: 1,10-1,87; p<0,01). Þetta sást ekki með -629C erfðabreytileikann (OR=l,16; 95% CI: 0,87-1,54). Arfhreinir TaqlB B2 einstaklingar fengu kransæðastíflu að meðaltali tveimur árum fyrr en aðrir, 59 ára miðað við 61 árs (p<0,05). Þessi áhrif fundust ekki fyrir erfðabreytileikann í stýrisvæðinu. Ályktanir: Niðurstöðurnar staðfesta óstarfræna TaqlB erfðabreyti- leikann í CETP geninu sem áhættuþátt fyrir kransæðasjúkdóm og benda til þess að enn sé ófundinn starfrænn þáttur sem getur útskýrt áhrifin á kransæðastíflu sem sáust í þessari rannsókn. V 57 Rannsókn á prótínsamskiptum príon-prótíns (PrP) Birkir Þór Bragason. Eiríkur Sigurösson, Ástríður Pálsdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Netfang: birkirbr@rsp.is Inngangur: Príon-prótínið (PrP) er tjáð í öllum vefjum líkamans, mest í taugafrumum en minnst í lifur. Uppsöfnun á afbrigðilegu formi þess í miðtaugakerfi er talinn vera lykilþáttur í riðusjúkdóm- um (transmissable spongioform encephalopathies), sem eru ólækn- andi hæggengir smitandi hrörnunarsjúkdómar til dæmis riða í sauð- fé, BSE í nautgripum og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur í mönnum. Líffræðilegt hlutverk PrP er ekki ljóst, en það er afar vel varðveitt milli spendýrategunda. Markmið okkar rannsókna er að athuga prótínsamskipli PrP. 76 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 Efniviður og aðferðir: Framkvæmd var Yeast Two-Hybrid skimun á rottuheila-cDNA genasafni. Bútarnir sem veiddust voru raðgreind- ir. Tjáning genanna sem þeir tilheyra var athuguð með Northern- Blot. Genin sem þeir tilheyra voru einangruð í heild með skimun cDNA genasafns í Á-veiru eða RT-PCR á RNA og síðan PCR og raðgreiningu á cDNA. Tengingar bútanna við PrP hafa verið athug- uð in vitro með GST-”pulldown” og ónæmisfellingu. Þau svæði PrP sem máli skipta fyrir tenginguna hafa verið greind með því að prófa mismunandi PrP búta á móti bútunum sem veiddust. Fyrir síðari stig verkefnisins er verið að framleiða mótefni í tilraunadýrum. Niðurstöður og ályktanir: Bútar úr þremur genum veiddust við skimunina. SODD (Silencer of Death Domain), NRAGE og ó- þekkt gen A. NRAGE og SODD eru nýskilgreind prótín sem bind- ast bæði á innanfrumuhluta viðtaka af TNF-fjölskyldunni og hafa á- hrif á apoptósu-boðferla. Ekki er ljóst hvert hlutverk prótíns A er, en það sýnir (veikan) skyldleika við prótín af fjölskyldu carboxyl- terminal hydrolasa sem fjarlægja ubiquitin hópa af prótínum. V 58 Erfðabreytileikar í SR-BI geninu hafa ekki áhrif á HDL i blóði Guðný Eiríksdóttir , Vilmundur Guðnason1,2 'Hjartavernd, :læknadeild HÍ Netfang: gudny@hjarta.is Inngangur: Scavenger receptor class B, type I (SR-BI) er viðtaki sem sér um sértæka upptöku kólesteróls frá HDL. Þremur erfða- breytileikum í geninu og áhrif þeirra á blóðfitu og fitudreifingu í heilbrigðum einstaklingum var nýlega lýst (Acton, et al. ATVB 1999; 19: 1734-3). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort erfðabreytileikarnir í SR-BI geninu hefðu sömu áhrif í ís- lenska þýðinu og hvort tengja mætti þá áhrifum á kransæðasjúk- dóm. Efniviður og aðferðir: DNA var einangrað úr 318 einstaklingum úr almenna þýðinu og 511 einstaklingum sem höfðu fengið kransæða- stíflu og voru þátttakendur í hóprannsókn Hjartaverndar. DNA var magnað með PCR aðferðinni og breytileikar í geninu ákvarðaðir með skerðiensímum. MADGE hraðvirka aðferðin var notuð við arfgerðargreiningu. Tíðni erfðabreytileikanna var fundin og kí- kvaðratspróf notað til að bera saman viðmiðunar- og sjúklinga- hópana. Samband erfðabreytileikanna við áhættuþætti kransæða- sjúkdóma (kólesteról, þríglyseríða, HDL og BMI) var einnig kann- að. Niðurstöður: Tíðni sjaldgjæfu samsætanna var 0,08; 0,15 og 0,47 fyr- ir erfðabreytileikana, en þau eru í útröð 1, innröð 5 og útröð 8 gens- ins. Erfðabreytileikinn í innröð 5 er í tengslaójafnvægi við erfða- breytileikann í útröð 8 (d=-0,17). Marktækur munur á tíðni erfða- breytileikans í innröð 5 fannst á milli viðmiðunarhópsins og sjúk- lingahópsins (0,15 á móti 0,10; p<0,05). Ekkert samband fannst á milli hefðbundinna áhættuþátta fyrir kransæðasjúkdóma og arf- gerðanna. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að erfða- breytileikarnir í SR-BI geninu séu ekki mikilvægir varðandi HDL í blóði Islendinga, en áhrif á myndun kransæðasjúkdóms þarf að kanna nánar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.