Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Page 78

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Page 78
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ Lifun LG græðlinga er með því sem best gerist annars staðar en lif- un NG græðlinga er slakari. V 62 Ný aðferð til að meta hreyfingar gerviaugna Haraldur Sigurðsson, Þór Eysteinsson, Guölaugur Stefán Egilsson Augndeild Landspítala Hringbraut Netfang: haraldsi@rsp.is Tilgangur: Reyna að bæta aðferðarfræði við að meta augnheyfing- ar, sérlega hjá þeim sem hafa gerviaugu. Efniviður og aðferöir: Myndbandsupptaka var gerð af 10 eðlilegum einstaklingum og 10 einstaklingum með gerviaugu. Sjúklingarnir með gerviaugun höfðu mismunandi tegundir af augntóftarfyllingu. Þessum myndbandsupptökum var komið á stafrænt form og skoð- aðar með tölvuprógrammi, sem var sérhannað með tilliti til þessa (- Oculus). Einstaklingarnir voru beðnir að horfa upp og niður, til hægri og vinstri, meðan á myndatöku stóð. Leiðrétting var gerð vegna höfuðhreyfinga. Augnhreyfingar voru síðan færðar á grafískt útlit. Svæðið sem einstaka auga hreyfðist var mælt í myndeiningum og borið saman við hitt augað. Niðurstöður: í eðlilegum einstaklingum, þá hreyfðist annað augað heldur minna en hitt, eða 94%. Gerviaugu hreyfðust mun minna en heilbrigð eða 7,5%-52,l %. Ályktanir: Góð aðferð hefur verið þróuð til að meta hreyfingar hjá einstaklingum með gerviaugu. í ljós kemur að hreyfingar þeirra eru yfirleitt lélegar. V 63 Áhrif mismunar í birtumagni milli augna á sjónhrifrit í sjóndepru Raymond T. Meaney, Þór Eysteinsson, Kristján Þórðarson Augndeild Landspítala Hringbraut, Lífeðlisfræðistofnun HÍ Netfang: thoreys@hi.is Tilgangur: Markmiðið var að skoða áhrifin af mismuni í birtumagni milli augnanna (interocular luminance difference, ILD) á “the stea- dy-state” sjónhrifrit (visual evoked potential, VEP) í sjóndepru (- amblyopia). Efniviður og aðferðir: Sjónhrifrit frá einu auga og báðum augum voru skráð frá eðlilegum þátttakendum og strabismotropískum og anismotropískum sjúklingum. Öfugt mynstur sjónkallaðar raf- spennur voru skráðar með notkun UTAS E-3000 tæki. Stærð köflótta mynstursins var 54 min. arc. með 100% skerpu. Ertingar- tíðni var 7,5 Hz. Mismunur í birtu milli augnanna var myndaður með staðsetningu “neutral density” sía fyrir framan eitt auga. Hvert svar var meðaltal af 80 umskiptum. Svör voru greind með “fast fo- urier transform” (FFT), og sveifluvídd og fasi annars (2F) og fjórða (4F) “harmonics” í svari mælt. Niðurstöður: Nokkrir sjúklingar sýndu ekki samlagningu við tvenndarsjón (binocular summation). Sjónhrifritssvarið frá eðlilega auganu var ávallt stærra í sveifluvídd en frá sjóndapra (amblyopic) auganu. í nokkrum sjúklingum var svar frá einu auga (monocular response) stærri en frá báðum. Þegar ILD var myndað með stað- setningu sía fyrir framan eðlilega augað, var sveifluvídd sjónhrifrits frá báðum augum, bæði 2F og 4F harmonics, minna en svar frá einu auga. ILD olli tilfærslu í fasa beggja harmonics. Samt sem áður var þar engin breyting í sveifluvídd eða fasa sjónhrifrits frá báðum aug- um þegar ILD var myndað með síum fyrir framan sjóndapra augað. Ályktanir: ILD hefur áhrif á bæði sveifluvídd og fasa 2F og 4F í eðli- legum þátttakendum, þó að þau hafi mismunandi “spatial tuning” og þar með mismunandi uppruna. Samt sem áður er engin bæling (- suppression) svars frá báðum augum þegar dregið er úr birtumagni er fellur á sjóndapra augað. V 64 Faraldsfræði grárrar mánasigðar í sjóntaugarósi meðal þátttakenda í Reykjavíkuraugnrannsókninni Friðbert Jónasson', Óskar Jónsson’, Karim F. Damji3, Þór Eysteinsson''2, H. Sasaki4, K. Sasaki4 og íslensk-japanski samstarfshópurinn 'Læknadeild HÍ, JLífeðiisfræðistofnun HÍ, 'Háskólinn í Ottava, augnstofnunin, 'Kanasawa Medical University, Uchinada, Japan Netfang: fridbert@rsp.is Inngangur: Hugtakið grá mánasigð (GM) (optic nerve gray crescent) í sjóntaugarósi var fyrst notuð af Bruce Shields (1980) til þess að lýsa afmarkaðri lífeðlisfræðilegri litun taugavefs við útjaðra sjóntaugaróss. Þessar litabreytingar þarf að aðgreina frá algengri uppsöfnun litarefnis strax utan taugavefs sjóntaugaróss. Sé þessum tveimur tegundum ruglað saman, til dæmis að grá mánasigð í ósi se talin uppsöfnun litarefnis utan sjóntaugaróss, myndi rönd taugavefs virðast þynnri og minni en hún er í raun og veru sem benti til gláku- skemmda á sjóntaug. Tilgangur þessarar rannsóknar var að finna al- gengi ofannefndra breytinga í þeim aldurshópi sem líklegastur er til að fá gláku. Elniviður og aðferðir: Við notuðum Nidek þrívíddar augnbotna- myndir af 1040 einstaklingum 50 ára og eldri sem þátt tóku > Reykjavíkuraugnrannsókninni. Myndirnar voru metnar af einum okkar, reyndum glákusérfræðingi (KFD). Nægilega góðar myndir voru til af 975 hægri augum og 962 vinstri augum þannig að hæg1 væri að meta ástand sjóntaugar. Niðurstöður: Algengi grárrar mánasigðar í hægri augum var 21,9%- Þessar breytingar voru marktækt algengari (p<0,001) hjá konum (26,1%) en hjá körlum (16,6%), Breytingar fundust oltast gagn' augabeinsmegin í sjóntaug (37,1%), nefmegin í sjóntaug (16,2%) allan hringinn (15,7%). Ekki fundust nein marktæk tengsl miM* grárrar mánasigðar og aldurs eða sjónar. Þegar við bárum saman þa sem voru með og þá sem voru ekki með gráa mánasigð var mark' tækur munur á meðal sjónlagi, aþð er +1,3 dioptriur fyrir þá fyrr' nefndu og +0,8 dioptriur fyrir síðarnefndu (p=0,002). Þegar við bár' um saman þvermál sjóntaugarósa, mælt á myndunum annars vegar hjá þeim sem voru með gráa mánasigð og hins vegar hjá þeim se>n voru án, þá reyndist marktækur munur á lóðréttu þvermáli eða L^ mm fyrir þá með og 1,92 mm fyrir þá án (p<0,001) og á láréttu þvcr' máli sjóntaugaróss eða 1,91 mm á móti 1,83 mm (p< 0,001). Niður' stöður fyrir vinstri augu voru svipaðar. Ályktanir: Þetta er fyrsta rannsóknin á algengi grárrar mánasigðar 1 norrænum mönnum og er algengi í hærra lagi miðað við aðrar rann sóknir og hærra í konum en körlum. Grá mánasigð í sjóntaugar°sl virðisl tengd fjarsýni augna og stærri sjóntaugarósi. Vekja þarf a’ hygli á þessum breylingum meðal augnlækna þar sem um er 3 ræða lífeðlisfræðilegan breytileika sem hæglega getur valdið þv* ‘K menn telji að um gláku sé að ræða og jafnvel meðhöndli sjúkdð'1’ sem ekki er fyrir hendi. 78 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 j

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.