Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 82

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 82
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ V 75 Greinótt (1—>3)- (5-D-glúkan með sterka /n vitro antikomplementvirkni einangrað úr fléttunni Thamnoiia vermicularis var. subuliformis Elín Soffía Ólafsdóttir’, B. Smestad Paulsen2, K. Jurcic3, H. Wagner3 1 Lyfjafræðideild HÍ, 2Institute of Pharmacy, Dpt of Pharmacognosy, University of Oslo, Osló, ’Central Pharmacy Research Institute, Pharmaceutical Biology, Uni- versity of Miinchen, Butenandtstr. 5-13, D-81377 Miinchen, pýskalandi Netfang: elinsol@hi.is Innj>angur: Fjölsykrur einangraðar úr plöntum, sveppum og fléttum hafa margar hverjar sýnl verkun á ónæmiskerfið svo sem antikomplementvirkni og aukna átfrumuvirkni og auk þess krabba- meinshemjandi og veiruhemjandi verkun (1-3). Markmið verkefn- isins var að greina byggingu fjölsykru sem er að finna í tæplega 2% magni í basaextrakti fléttunnar Thamnolia vermicularis var. subuli- formis (ormagras) og að ákvarða hvort fjölsykran væri ónæmisvirk. Efniviður og aðferðir: Fjölsykran Ths-2, var einangruð úr basa- extrakti fléttunnar með etanólfellingu í þrepum og himnuskiljun. Einsykrusamsetning hennar var greind með metanólýsu og GC og gaf eingöngu glúkósu. Staðsetning og tegund tengja var greind með metýleringsgreiningu og GC-MS. 11C- and 'H-NMR rafsegulgrein- ing var notuð til að ákvarða gerð tengja og til að staðfesta byggingu sykrueininga, tengingar þeirra og hlutföll. Niðurstöður: Byggingin reyndist vera samsett af (1—>3)- (3-D- glúkópýranósýl einingum nteð hliðarkeðjum við 06. Ths-2 hefur því byggingu sem svipar mjög til byggingar tveggja sveppafjölsykra, lentinan og schizophyllan, en þær hafa krabba- meinshemjandi áhrif og hafa verið notaðar, samhliða meðferð með krabbameinslyfjum, gegn krabbameini hjá mönnum, í Japan (1). Virkni Ths-2 var prófuð í in vitro antikomplementprófi og reyndist vel virk. Ætla má að Ths-2 hafi svipaða ónæmisvirkni og hinar á- þekku sveppafjölsykrur lentinan og schizophyllan. Heimildir 1. Wagner H, ed. Immunomodulatory Agents from Plants. Basel: Birkhauser Verlag; 1999. V 76 Efnagreining og veiruhemjandi verkun xýlan-fjölsykra úr sölvum Elín Soffía Ólafsdóttir', Lilja Dögg Stefánsdóttirl, Rökkvi Vésteinsson', Guðmundur Bergsson2 'Lyfjafræðideild HÍ, !Líffræðistofnun HÍ Netfang: elinsol@hi.is Inngangur: Fjölsykrur, einangraðar úr þörungum, sveppum og ýms- um plöntum, hafa sýnt áhugaverða ónæmisörvandi, æxlishemjandi og veiruhemjandi verkun. Markmið verkefnisins var að einangra, byggingarákvarða og kanna veiruhemjandi virkni helstu fjölsykra rauðþörungsins Palmaria palmata (söl). Söl hafa verið notuð til manneldis hér á landi að minnsta kosti frá dögum Egils Skalla- grímssonar. Efniviður og aðfcrðir: Þörungurinn var fyrst extraheraður með ó- skautuðum leysum og metanóli, því næst með heitu vatni og að lok- um með köldum basa. Fjölsykrur voru felldar með etanóli úr vatns- og basaextrakti og síðan hreinsaðar og aðgreindar með jónskipta- skiljun og gelsíun. Einsykrusamsetning var athuguð með sýru- hýdrólýsu og TLC. Einsleitni fjölsykranna og mólþyngd var ákvörð- uð með HP-GPC tækni, en bygging ásamt gerð og hlutföllum tengja voru ákvörðuð með 'H-NMR og l3C-NMR kjarnsegulgreiningu. Niðurstöður: 0,05-0,3% af mólþyngd sölvanna reyndist vera vatns- leysanlegar xýlan-fjölsykrur með mólþyngd á bilinu 160-790 kD. Tengingar á milli xýlósaeinsykranna eru J3-( 1 —>3) og þ-(l—>4) í hlut- föllunum 1:3 (Pal-B-ng og Pal-B-alg) eða 1:2 (Pal-D-ng) eftir því hvort fjölsykran var einangruð úr vatn- eða basaextrakti sölvanna. In vitro veiruhamlandi virkni grófhreinsaðra og upphreinsaðra fjöl- sykra úr P. palmata gegn HSV-I og HSV-II (Herpes simplex) veiru var könnuð í Vero frumum og samhliða var athugað hvort fjöl- sykrurnar hefðu eituráhrif á frumurnar. Fjölsykrurnar veittu 50- 90% vernd gegn frumuskemmdum af völdum veiranna í styrkjum á bilinu 200-1000 mg/ml án þess að hafa eituráhrif á frumurnar. Nið- urstöðurnar benda til að neysla sölva gæti hugsanlega leitt til vernd- andi áhrifa gegn Herpes simplex veiru. V 77 Líffræðileg virkni baeomycesínsýru úr ormagrösum Kristín Ingólfsdóttir', Helga Ögmundsdóttir2, Ute Franck3, Gunnar M. Zoéga’2, Guðrún F. Guðmundsdóttir', Hildebert Wagner3 Lyfjafræðideild HI, rannsóknastofa Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði, Institute of Pharmaceutical Biology, Miinchen, Þýskalandi Netfang: kring@hi.is Inngangur: Plöntur sem þola erfið vaxtarskilyrði mynda oft nýstár- leg efni sér til viðurværis og varnar, og geta slík efni verið áhugaverð til skoðunar frá efnafræðilegu og lyfjafræðilegu sjónarhorni. Fléttan Thamnolia subuliformis (Ehrh.) W. Culb., ormagrös, er slík planta, en vaxtarlag hennar sem smáir, stakir þræðir, gerir söfnun í miklu magni erfiða. Efniviður og aðferðir: Baeomycesínsýra, tvíhringja fenól samband ((3-orcinol depsíð), var einangruð úr T. subuliformis og staðfesting á hreinleika og efnabyggingu fengin með TLC, IR, H NMR, C NMR og MS greiningum. Á grundvelli efnabyggingar var virkni ba- eomycesínsýru könnuð í völdum in vitro prófunum. Áhrif á efnaskipti arakídonsýru voru könnuð með því að mæla hindrunar virkni á 5-lípoxygenasa, cyklóoxygenasa-1 og cyklóoxy- genasa-2. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að baeomycesínsýra hindrar virkni 5-lípoxygenasa með skammtaháðum hætti (IC« = 8,3 pM) án þess að letja cyklóoxygenasa. í fyrri rannsóknum á fléttuefnum höf- um við séð fylgni milli 5-lípoxygenasa hindrunar og vaxtarhindr- andi áhrifa á illkynja mannafrumur í rækt. Til að kanna hvort uffl slík tengsl geti verið að ræða hjá baeomycesínsýru voru áhrif henn- ar á brjóstakrabbameinsfrumur (T-47D) og hvítblæðifrumur (K' 562) könnuð með því að mæla upptöku frumnanna á geislamerktu thymidíni. Baeomycesínsýra dró verulega úr vexti brjóstakrabba- meinsfrumnanna, með ED» gildi 20 pg/ml, en hafði lítil áhrif á hvft' blæðifrumurnar. Verið er að prófa virkni baeomycesínsýru á aðrar illkynja frumulínur svo og á eðlilegar frumur. Ályktanir: Niðurstöður in vitro mælinga á hindrandi virkni gegn angiotensín converting enzyme (ACE) sýna, að baeomycesínsýra er miðlungshindri með IC* gildi 200 pM. Baeomycesínsýra er óviÁ gegn sveppum og Gram jákvæðum/neikvæðum bakteríum. 82 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.