Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 84
■ ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ
V 81 Etanól í blóði eftir drykkju léttöls (2,25% v/v)
Kristín Magnúsdóttir, Þorkell Jóhannesson
Lyfjafræðistofnun, Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði HÍ, Ármúla 30,108
Reykjavík
Netfang: kristmag@hi.is
Inngangur: Tilraunin á að sýna, hve mikið etanól gæti verið í blóði
manna, sem drykkju á skömmum tíma 0,5 1 af léttöli (2,25% v/v) á
fastandi maga, en léttöl telsl ekki til áfengra drykkja.
Efniviður og aðferðir: Tilraunaþolar voru 12 (átta konur og fjórir
karlar). Tilraunin fór fram að morgni og höfðu tilraunaþolar verið
fastandi í að minnsta kosti átta klukkustundir. Tilraunaþolar voru á
aldrinum 24-63 ára og vógu 47-100 kg. Etanól var ákvarðað í blóði
áður en drykkja hófst, um leið og henni lauk og síðan þrisvar sinn-
um á 10 mínútna fresti,þá tvisvarsinnum á 15 mínútna fresti ogloks
þrisvar sinnum á 20 mínútna fresti. Alls voru því tekin 10 blóðsýni.
Var síðasta sýnið tekið 120 mínútum (tveimur klukkustundum eftir
að drykkju lauk.
Niðurstöður: Þéttni etanóls í blóði var ákvörðuð með gasgreiningu.
Niðurstöður sýndu, að í öllum tilvikum nema einu var þéttni etanóls
mælanleg í blóði við lok drykkju. Þéttnin óx síðan hratt og náði há-
marki 15-30 mínútum síðar. Hámarksþéttni var á bilinu 0,09-0,28%o.
í öllum tilvikum nema fjórum (þrír karlar og ein kona) var etanól
enn mælanlegt (0,02-0,08%o) 100 mínútum eftir að drykkju lauk.
Allir tilraunaþolar töldu sig finna skammvinn áfengisáhrif stutta
stund um það bil á sama tíma og þéttni etanóls var í hámarki.
Alyktanir: Rætt hefur verið um að lækka sektarmörk vegna ölvun-
araksturs úr 0,5%o í 0,2%o eða minna. Niðurstöður þessar sýna að
ekki er ráðlegt að lækka þessi mörk niður fyrir 0,3%o. Að öðrum
kosti verður að telja léttöl til áfengra drykkja eða vara ökumenn við
neyslu þess.
V 82 Framieiðsla á bóluefni gegn kókaíni og áhrif þess á
dreifingu kókaíns til miðtaugakerfisins
Kolbrún Hrafnkelsdóttir, Jón Valgeirsson, Sveinbjörn Gizurarson
Lyfjafræöideild HÍ, Lyfjaþróun hf, Reykjavík
Netfang: kolbrun@lyf.is
Inngangur: Misnotkun kókaíns byggir á flutningi efnisins yfir til
heilans þar sem það örvar starfsemi hans og veldur vímu. Ef dreif-
ing kókaíns til miðtaugakerfisins er hindruð ætti að vera hægt að
koma í veg fyrir þessi áhrif efnisins. Því er mikilvægt að finna leið til
að koma í veg fyrir flutning kókaíns yfir til heila og hjálpa þannig
sjúklingum sem háðir eru efninu.
Markmið verkefnisins er að útbúa bóluefni sem virkjar ónæmis-
kerfið gegn kókaíni, örva það til framleiðslu sérhæfðra mótefna
sem binda kókaín og hindra þannig flutning þess til miðtaugakerfis-
ins.
Efniviður og aðferðir: Kókaínsameindir voru tengdar við burðar-
prótínið og ónæmisvakann KLH (keyhole limpet hemocyanin).
Síðan voru notaðir ónæmisglæðar til að örva mótefnaframleiðsluna
enn frekar. Gerðar voru tvær samsetningar af bóluefninu, ein til
bólusetningar á nefslímhúð og önnur til bólusetningar í kviðarhol.
Bóluefnin voru prófuð á dýrum og sérhæfð mótefnasvörun þeirra í
blóði eflir bólusetningu var mæld með ELISA. Átta vikum eftir
upphafsbólusetningu var dýrunum gefið 3H-kókaín og dreifing
þess um líkamann skoðuð með því að mæla styrk þess í sermi og
heila.
Niðurstööur: Bólusettar mýs höfðu hærri styrk sérhæfðra mótefna
gegn kókaíni og einnig mældist minna magn kókaíns í heila þessara
dýra en hjá viðmiðunarhópnum.
Ályktanir: Því verður að teljast að tekist hafi að útbúa aðferð sem
hindrar flutning kókaíns yfir til heila.
V 83 Tengsl sjálfsvíga og neyslu ávana- og fíkniefna 1995-
1999
Jakob Kristinsson , Gunnlaugur Geirsson
Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði Hll, Rannsóknastofa í réttarlæknisfræði
HÍ2
Netfang: jakobk@hi.is
Inngangur: Greint er frá afturskyggnri rannsókn á niðurstöðum
réttarlæknisfræðilegra og réttarefnafræðilegra rannsókna á sjálfs-
vígum á tímabilinu 1995-1999. Markmið rannsóknarinnar var: a)
Að skoða hve oft sjálfsvíg væru tengd neyslu amfetamíns, benzó-
díazepínsambanda, kannabis, kókaíns, morfínlyfja og etanóls. b) Að
athuga hve margir hinna látnu væru ávana- og fíknefnaneytendur
samkvæmt fjölþjóðlegum staðli. c) Að meta gagnsemi skimunar eft-
ir ávana- og fíkniefnum við rannsóknir á sjálfsvígum.
Elniviðiir og aðferðir: Rannsóknin náði til 105 karla (meðalaldur
40,2 ár) og 29 kvenna (meðalaldur 41,1 ár). Fjörutíu og sjö höfðu
svipt sig lífi með hengingu, 30 með útblásturslofti bifreiða, 22 með
skotvopni, 13 með töku lyfja, níu með drekkingu, sex með falli af
háum stað, fjórir með kæfingu og þrír með öðrum aðferðum. Farið
var yfir krufningaskýrslur, lögregluskýrslur og skýrslur um réttar-
efnafræðilegar rannsóknir á sjálfsvígum á tímabilinu. Skráður var
aldur og kyn hins látna, sjálfsvígsaðferð, niðurstöður réttarefna-
fræðilegra rannsókna og saga um neyslu ávana- og fíkniefna.
Niðurstöður: Rannsóknir reyndust ófullnægjandi í 10 tilvikum. Á-
stæðan var óupplýst í fjórum tilvikum, í þremur tilvikum vantaði
sýni eða þau voru ónothæf og í þremur tilvikum var lagst gegn rann-
sókn af hálfu lögreglu. Ávana- og fíkniefni og/eða etanól fundust í
57 tilvikum (46,0%). Þar af voru ávana- og fíkniefni eða lyf í 32
(25,8%) og etanól í 38 (30,6%). Benzódíazepínsambönd komu fyr-
ir í 13 tilvikum (10,5%), amfetamín (þar með talið MDMA) í 12
(9,7%), morfínlyf í níu (7,3%), kannabínóíðar í átta (6,5%) og
kókaín í einu (0,8%). Átján einstaklingar (14,5%) greindust sem á-
vana- og fíkniefnaneytendur samkvæmt staðli. Sú ályktun var dreg-
in af niðurstöðunum að við rannsóknir á sjálfsvígum sé skimun eft-
ir ávana- og fíkniefnum jafn mikilvæg og skimun eftir etanóli.
V 84 Áreiðanleiki neyslusögu ungs fólks á aldrinum 15-24 ára
við komu á sjúkrahús SÁÁ í Vogi
Elísabet Sóibergsdóttir', Guðbjörn Björnsson2, Jakob Kristinsson',
Þórarinn Tyrfingsson2, Þorkell Jóhannesson'
'Lyfjafræðistofnun, Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði HÍ, Ármúla 30,108
Reykjavík, 'Sjúkrahús SÁÁ Vogi
Netfang: betajona@hi.is
Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var tvíþættur. í fyrsta lagi að
afla sem áreiðanlegastra upplýsinga um vímuefnaneyslu ungs fólks
á aldrinum 15-24 ára, sem lagt er inn á sjúkrahúsið Vog til afeitrun-
ar. í öðru lagi að kanna hversu áreiðanlegar neyslusögur sjúklinga
eru. Flestar rannsóknir um vímuefnaneyslu ungs fólks eru eingöngu
byggðar á neyslusögu þess við innlögn á meðferðarstofnanir eða
komu þeirra á göngudeildir.
84 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86