Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 90

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 90
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VfSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ V 101 Raddþjálfun fyrir Parkinsonssjúklinga Elísabet Arnardóttir Endurhæfingarmiðstöð Reykjalundi Netfang: Talmeina@REYKJALUNDUR.is Inngangur: Mjög algengt vandamál hjá Parkinsonssjúklingum er kraftlítil rödd. Hópur Parkinsonssjúklinga fékk sérstaka raddþjálf- un sem var liður í hópþjálfunarprógrammi á Reykjalundi. Tilgang- ur rannsóknar var að gera úttekt á áhrifum þessa meðferðarforms. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða 34 einstaklinga (24 karla, 10 konur; meðalaldur 65,3 ár) sem komu á Reykjalund á árunum 1998- 2000. Meðferð fólst í raddþjálfun þrisvar til fimm sinnum í viku, hálftíma í senn. Meðferðarform þetta byggist að stórum hluta á bandarísku kerfi (Lee Silverman Voice Treatment). Bomar voru saman tvenns konar mælingar fyrir og eftir útskrift; raddstyrkur í tali og raddstyrkur á löngu /a/ hljóði. Mælingar á raddstyrk við eft- irfylgd þremur mánuðum eftir útskrift voru gerðar fyrir fimm þess- ara einstaklinga. Niðurstöður: Notað var parað t-próf til bera saman raddstyrk fyrir og eftir þjálfun. í töflu hér að neðan má sjá niðurstöður. Fyrir þjálfun Viö útskrift Raddstyrkur á löngu /a/ hljóöi (dB) Raddstvrkur í tali (dB) *n<().()()01. Raddstvrkur ettir hiáltun borinn 74.2 +/-10,5 66.3 +/-2,7 saman viö raddstvrk 90.2 +/-6,9* 70.2 +/-2,9* fvrir biálfun. Meðaltöl fimm einstaklinga voru við útskrift á löngu /a/ hljóði 86,0 dB og við eftirfylgd 87,2 dB og í tali við útskrift 69,2 dB og við eftir- fylgd 69,8. Alyktanir: Raddþjálfun fyrir Parkinsonssjúklinga sem beinist að því að auka raddstyrk skilar árangri sem yfirfærist í tal þeirra. Vísbend- ingar eru um langtímaáhrif þessa meðferðarforms. V 102 Endurhæfing sjúklinga með Parkinsonseinkenni Ólöf H. Bjarnadóttir, Hafdís Gunnbjörnsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Kristín Reynisdóttir, Elísabet Arnardóttir Reykjalundur endurhæfingarmiöstöð Netfang: OlofB@REYKJALUNDUR.is Inngangur: Á Reykjalundi hefur endurhæfing fólks með Parkin- sonseinkenni farið fram í hópum síðan 1998. Tilgangur könnunar- innar er að meta árangur meðferðar og einnig reyna að skilgreina mikilvæga endurhæfingarþætti. Fyrstu niðurstöður eru kynntar hér. Efniviður og aðferðir: Gerð var framskyggn könnun. Teknar voru saman niðurstöður hjá 12 sjúklingum með Hoehn og Yahr stig 2-3 (n=7+5). Meðalaldur var 66 ár og meðalsjúkdómslengd átta ár. Sjúklingar tóku þátt í sérhæfðu endurhæfingarprógrammi en að auki voru ákveðnar mælingar gerðar fyrir meðferð, í lok meðferðar og þremur mánuðum eftir að meðferð lauk. Þessar mælingar voru meðal annars: UPDRS (Unified Parkinson's Disease Rating Scale), heilsutengd lífsgæði (HL), sex mínútna göngupróf, prófun á radd- styrk (talað mál og langt /a/) og handstyrkur. Niðurstöður: Fyrir meöferð Eftir meðferö Eftir þrjá mánuöi UPDRS 30(12)s 24(12)s 26(9) HL 40(12) 43(12) 43(9 Göngupróf (metrar) 468,8(ll)s 514,4(ll)s 522,4(9) Raddstyrkur(tal) (dB) 65,7(10)s 70,2(10)s 69,9(5) Raddstyrkur (a) (dB) 64,7(10)s 87,9(10)s 87,1(5) Handstyrkur hægri 85,1(9) 91,2(9) Handstvrkur vinstri 72,8(9)s 82,5(9)s s = marktækur munur; tölur í sviga = tjöldi einstaklinga; HL = heilsutengd lífsgæði; UPDRS = Unified Parkinson's Disease Rating Scale Ályktanir: Hjá sjúklingum með Parkinsonseinkenni hefur endur- hæfing jákvæð áhrif er varðar almenn einkenni sjúkdóms, göngu- getu, raddstyrk, handstyrk og lífsgæði. Þessar niðurstöður hvetja til áframhaldandi rannsókna á þessu sviði. V 103 Leit að arfgengum áhættuþáttum heilablóðfalls Sólveig Grétarsdóttir’, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir2, Hjörtur Jónsson’, Finnbogi Jakobsson3, Elísabet Einarsdóttir1, Uggi Agnarsson4, Herdís M. Guðjónsdóttir1, Gísli Einarsson2, Ólafur B. Einarsson1, Radinka Hadzic1, Einar M. Valdimarsson3, Sif Jónsdóttir1, Guðmundur Þorgeirsson4, Sigríður Þ. Reynisdóttir1, Sigrún M. Bjarnadóttir1, Þórunn Guðmundsdóttir1, Jesus Sainz1, Augustine Kong1, Mike Frigge1, Vilmundur Guðnason4, Kári Stefáns- son1, Jeffrey Gulcher1 'fslensk erfðagreining, 2Landspítali Hringbraut, 'Landspítali Grensás, 4Hjartavernd Netfang: solveig@decode.is Inngangur: Heilablóðfall er ein algengasta ástæða langvinns líkam- legs sjúkleika og örorku og er þriðja algengasta dánarorsökin á Vesturlöndum. Orsök heilablóðfalls er talið vera flókið samspil um- hverfis og erfða. Til þessa hafa rannsóknir á arfgengum áhættuþátt- um heilablóðfalls aðallega beinst að sjaldgæfum eingena sjúkdóm- um (til dæmis arfgenga íslenska heilablæðingin, CADASIL og fleira) eða leit að genagöllum í þekktum áhættugenum (svo sem gen sem taka þátt í blóðþrýstingsstjórnun eða blóðstorknun). Efniviður og aðferðir: Samstarfsverkefni Islenskrar erfðagreining- ar, Landspítalans og Hjartavemdar, um leit að arfgengum áhættu- þáttum heilablóðfalls hófst vorið 1998. Ættartengsl um 2500 sjúk- linga, sem greinst höfðu á fimm ára tímabíli með heiladrep, TIA eða blæðingu voru athuguð. Meirihluti reyndust eiga einn eða fleiri ættingja sem fengið höfðu heilablóðfall. Um helmingur sjúkling- anna var látinn í byrjun rannsóknar en tæplega 900 sjúklingar, sem áttu ættingja með heilablóðfall, voru beðnir um að taka þátt í rann- sókninni. Niðurstöður: Blóðsýnasöfnun hófst í júlí 1998 og hafa rúmlega 800 sjúklingar (úr 180 fjölskyldum) auk 2200 ættingja tekið þátt. Erfða- efni tæplega 500 sjúklinga og 600 heilbrigðra ættingja þeirra hefur að fullu verið skimað með 900 fjölbreytilegum erfðamörkum. Töl- fræðigreining á gögnunum var framkvæmd með stikaóháðri tengsla- greiningu (non-parametric linkage analysis) og sýndu niðurstöður að svæði á litningi 5 var með lod score yfir 3. Til þess að sannreyna röð erfðamarkanna á svæðinu kortlögðum við um 20 cM (centi Morgan) svæði (með physical og genetískri kortlagningu). Þeirri erfðamarkaröð sem við fundum bar ekki saman við þekkt erfða- markakort svo sem Marshfield og Genethon en með okkar röð fór lod score á svæðinu upp í 4,03 og var hægt að þrengja svæðið í 6 cM. Ályktanir: Við höfum fundið svæði á litningi 5 sem sýnir tölfræði- lega marktæk tengsl (genome-wide significance) við sjúkdóminn. 90 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.