Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 92

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 92
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ V 107 Áhrif hreyfingar á 10 ára og 20 ára aldri á hreyfingu síð- ar á ævinni Þórarinn Sveinsson, Svandís Sigurðardóttir Sjúkraþjálfunarskor læknadeild HI Netfang: thorasve@hi.is Inngangur: Gildi hreyfingar sem forvörn gegn ýmsum kvillum er ótvírætt. Margt er það sem hefur áhrif á það hvort og hversu mikið fólk hreyfir sig. Eitt af því sem oft er talið skipta máli er hvað fólk hefur vanist á, á unglingsárum. Við gerðum könnun meðal Islend- inga 1997 í samvinnu við UKK-stofnunina í Tampere í Finnlandi og leituðum við meðal annars svara við því hvort hreyfing á yngri árum hafi áhrif á hreyfingu síðar meir á ævinni. Efniviftur og aftferðin Spurningarlisti var sendur til 1650 Islendinga í apríl 1997. Úrtakið var slembiúrtak úr þjóðskrá úr aldurshópnum 20-80 ára. Á listanum eru 49 ítarlegar spurningar um heilsu, þrek og hreyfingu. Nifturstöftur: Pátttakendur voru beðnir að meta hreyfingu sína og í- þróttaiðkun á árum áður á sjónrænum kvarða (VAS) frá 0 og upp í 10. Fyrir aldurinn 10 ára var niðurstaðan 7,91 (± 0,17; 95%CL). Ekki er neinn marktækur munur á þeim sem eru kyrrsetufólk og þeirn sem stunda reglulega hreyfingu né heldur á þeim sem hafa mismunandi viðhorf til almenningsíþrótta. Pað var heldur ekki marktækur munur á mismunandi aldurshópum eða kynjunum. í sambærilegri finnskri rannsókn kemur í ljós að Finnar meta sig 7,22 (±0,13; 95%CL) sem er marktækt minna en íslendingar. Niðurstöð- ur íslendinga fyrir aldurinn 20 ára er 6,79 (±0,19; 95%CL) og hér var heldur ekki marktækur munur á mismunandi hreyfingarhópum né viðhorfi til almenningsíþrótta. Eins og fyrir 10 ára aldurinn er þessi niðurstaða marktækt hærri en er hjá Finnum sem mátu sig 6,27 (±0,14; 95%CL). Ályktanir: Hreyfing og iðkun íþrótta á yngri árum hefur lítið með það að gera hve fólk hreyfir sig mikið seinna á æfinni. íslendingar meta hreyfingu sína og íþróttaiðkun fram að tvítugu meiri en Finn- ar gera. V 108 Þættir sem hafa áhrif á starfsemi þindar við og eftir á- reynslu á láglendi og hálendi Marta Guðjónsdóttir 3 Lorenzo Appendini2, Antonio Patessio2, Stefán B. Sigurösson3, Claudio F. Donner2 'Reykjalundur, 2Salvatore Maugeri-stofnunin, Verona, Ítalíu, 3læknadeild HÍ Netfang: Marta@RHYKJALUNDUR.is Inngangur: Það hefur verið leitt að því líkum að “vinnuumhverfi" þindarinnar geti haft mikil áhrif á þá þreytu sem kemur fram hjá henni eftir mikla áreynslu (ARRD 1993;148:1571-5). Efniviftur og aftferftir: Til að rannsaka þá þætti sem gætu haft áhrif á þindarþreytu við og eftir áreynslu mældum við hjá átta heilbrigð- um sjálfboðaliðum (38±2 ára) hámarksþindarþrýsting (Pdi,max) með “sniff ’ aðferðinni, öndunarmunstur og laktat (La) í hvíld, við hámarksálag (Whám) á þrekhjóli og í 60 mínútna afturbata (Afb) bæði við sjávarmál (LL) og í 3325 m hæð yfir sjávarmáli (HL). Súr- efnisupptaka (V’02), koldíoxíðútskilnaður (V’C02) og mínútönd- un (V’E) voru mæld andardrátt fyrir andardrátt í álaginu. Nifturstöftur: Hámarks V’02 var 2,9±0,3 L/mín í LL og 2,5±0,2 L/mín í HL. Taflan hér að neðan sýnir niðurstöður úr mælingum á Pdi,max, V’E og La í hvíld, við Whám og í Afb eftir álagsprófið (meðaltal±SEM). 92 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2 0 00/86 Pdi.max (cm HzO) V’E (L/mín) La (mEq/L) LL HL LL HL LL HL Hvíld 153,8±9,1 148,5±7,1 12,8±1,6 15,3±2,3 0,9±0,1 0,9±0,1 whám 111,4±7,1* 91,0±7,1* 87,7±34,9* 98,0±32,8* 5’Afb 131,3±13,4* 124,5±10,1* 32,5±3,4* 39,2±3,9* 6,2±0,7* 6,7±0,6* 45’Afb 136,5±6,3* 129,8±10,4* 11,4±3,5 11,5±1,0 1,3±0,1* 1,7±0,3* 60’Afb 146,9±8,5 132,5±10,2* 9,5±2,0 12,7±2,1 1,0±0,1 1,3±0,2* *p< 0,05 mæligildi viö W^ám og í Afb borin saman viö mæligildi í hvíld við sömu hæöar- skilyröi (ANOVA). Á LL voru mæligildi fyrir Pdi,max og La komin aftur í hvíldargildi eftir 60 niínútna Afb en í HL voru þau ennþá frábrugðin eftir þann Afb tíma. V’g jafnaði sig hraðar þannig að innan 45 mínútna Afb var V’e komin niður í hvíldargildi að nýju. Ályktanir: Hærri styrkur La og hugsanlega annarra metbolíta í „vinnuumhverfi“ þindarinnar við áreynslu eiga sinn þátt í að valda þindarþreytu og tefja fyrir afturbata. V 109 Verkir frá hálshrygg eftir áverka og álag. Forkönnun á fimm prófum til að meta hreyfiskyn háishryggjar Eyþór Kristjánsson', Paul Dall’Alba2, Gwendolen Jull2 ‘Læknadeild HÍ, :sjúkraþjálfunardeild Queensland Háskóla, Ástralíu Netfang: eythork@simnet.is Inngangur: Gerð var frumathugun á því hvort tveir mismunandi hópar sjúklinga með líkamseinkenni frá hálshrygg hefðu mismikla skerðingu á stöðu- og hreyfiskyni. Efniviður og aðferðir: Sextíu og þrír sjálfboðaliðar tóku þátt og var þeim skipt í þrjá álíka hópa með tilliti til fjölda, kyns og aldurs. Rannsóknarhóparnir, hópur 1 og hópur 2 voru annars vegar með sögu um svipuólaáverka á hálsi og hins vegar álagseinkenni. Hópur 3 var einkennalaus viðmiðunarhópur. Fimm ólík próf voru fram- kvæmd þar sem viðföngin reyndu að finna eðlilega höfuðstöðu við mismunandi aðstæður: 1) Eftir að hafa framkvæmt hreyfingu í einu hreyfiplani. 2) Eftir að hafa framkvæmd flókna hreyfingu með höfðinu. 3) Á meðan höfuðið var hreyft á flókinn hátt. Einnig áttu þátttakendurnir að reyna að finna fyrirfram ákveðna stöðu í hreyfi- ferlinum við tvær mismunandi aðstæður. Segulsviðstæki með hreyfiskynjurum sem mælir hreyfingar í þrívídd var notað til að mæla frávikið frá réttri staðsetningu. Niðurstöður: Tölfræðilega marktækur munur var á milli hópa í prófi 1 (p = ,001), þar sem viðföngin áttu að reyna að finna aftur eðlilega höfuðstöðu eftir að hafa framkvæmt hreyfingu í einu plani. Paraður eftirsamanburður sýndi að marktækur munur (p = ,04) var á milli einkennalausa hópsins annars vegar og hvors einkennahóps- ins um sig hins vegar. Munurinn á milli hópanna með einkenni var ekki marktækur (p =,07). Ekkert hinna prófanna sýndi tölfræðilega marktækan mun á milli hópa. Ályktanir: Stöðu- og hreyfiskyn er mismunandi hjá sjúklingum með einkenni frá hálshrygg. Flókin hreyfipróf voru of erfið fyrir alla þátttakendur. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að fólk með einkenni eftir svipuólahögg sé með skertara skyn en aðrir og einföld hreyfipróf geti aðgreint milli hópa. Þetta þarf að sannreyna í stærri rannsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.