Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 93

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 93
ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I V 110 Glerungsbreytingar hjá átta ára gömlum íslenskum börn- um tengdar sjúkdómssögu þeirra í æsku Inga B. Árnadóttir, Halla Sigurjóns, Peter Holbrook Tannlæknadeild HÍ Netfang: iarnad@hi.is Inngangur: Glerungsflekkir voru greindir í 34% tilfella við skoðun átta ára bama árið 1970 áður en almenn notkun flúors hófst hér á landi (Möller P [monograph]. Univ Alabama School of Dentistry; 1981). Efniviður og aðferðir: Sem hluti af sjö landa evrópskri rannsókn var handahófskennt úrtak 290 átta ára barna búsettra í Reykjavík skoð- uð 1997-1998. Þar sem tíðni afmarkaðra glerungsflekkja var skráð myndrænt með notkun staðlaðrar ljósmyndatækni af þjálfuðum og samhæfðum skoðendum. Tilskilin leyfi lágu fyrir hendi. Foreldrar voru spurðir hvort barnið hefði haft (i) magakrampa (colic) sem ungabarn; (ii) fengið lyf við magakrampa; og (iii) hvort barnið hef- ið haft endurteknar eynabólgur. Niðurstöður: Afmarkaðir glerungsflekkir, ótengdir flúorflekkjum, sáust í 41% tilfella þegar tennur voru myndaðar rakar en stigu í 51 % er tennur voru myndaðar þurrar. Glerungsgöt greindust í 11 % þar sem tennur voru myndaðar rakar og 15% þurrar. Foreldrar 94/288 barna (33%) svöruðu að barn þeirra hefði haft magakrampa og 52/94 (55%) þeirra hefðu fengi lyf við því. Eitt hundrað tuttugu og þrjú af 290 (42%) börnum höfðu fengið eyrnabólgu oftar en þrisvar sinnum á ári. Ályktanir: Glerungsflekkir ótengdir flúornotkun eru algengir hjá ís- lenskum börnum, einkum hjá þeim sem hafa haft eyrnabólgu oftar en þrisvar á ári fyrstu ár ævi sinnar. Án sérstakrar aðgæslu er hætt við að slíkir flekkir séu misgreindir sem flúorflekkir. Þakkir: Rannsóknin var styrkt af Rannís og Biomed 2 EU. V 111 Tannvöntun lagfærð með ígræðslu framjaxla og tannrétt- ingum Teitur Jónsson , Þórarinn J Sigurðsson2 'Tannlæknadeild HÍ, -heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri Netfang: tj@hi.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna endingu fram- jaxla, afkomu tannkviku, græðslu tannvegar og rótarvöxt eftir í- græðslu og tannréttingameðferð. Efniviður og aðferðir: Fjörutíu framjaxlar í 32 einstaklingum á aldr- inum 11-16 ára, voru færðir milli munnfjórðunga til að fylla í skörð vegna tannvöntunar í öðrum framjaxlasvæðum. Tennurnar voru röntgenmyndaðar og ástand tanna og tannvegs skoðað og skráð kerfisbundið einum, tveimur, sex, 12 og 60 mánuðum eftir ígræðslu og síðan eftir ástæðum. Fylgst var með tönnunum í 2-19 ár, að með- altali í sjö ár. Festingar voru límdar á 85% tannanna og þær látnar mæta álagi af venjulegri tannréttingu í eitt til tvö ár. Niðurstöður: Tannvegur ígræddu tannanna greri í öllum tilvikum eðlilega og engin tannholdsvandamál komu upp. Ein tannanna brotnaði og var fjarlægð fjórum árum eftir ígræðslu, en 39 eða 97,5% voru í lagi við síðustu skoðun. Fullmyndaðar tennur með lokaðan rótarenda voru allar rótfylltar strax. Einnig reyndist nauð- synlegt að rótfylla síðar 12 af 35 tönnum sem höfðu opinn eða hálf- opinn rótarenda við ígræðslu, þar af tvær vegna vísbendinga á röntgenmyndum um bólgueyðingu. Væg eyðing á yfirborði róta sást á flestum tannanna eftir tannréttinguna, en engin merki sáust um samvöxt (ankylosu) rótaryfirborðs og beins í tannholum. Ályktanir: Mælingar á endanlegri lengd róta og aðrar niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að besti tíminn til ígræðslu sé þegar þrír fjórðu hlutar rótarinnar hafa myndast. Niðurstaðan er sú að að- gerðin sem lýst er í rannsókninni ætti að vera fyrsti valkostur þegar framjaxl vantar og annan slíkan má taka úr öðrum munnfjórðungi til ígræðslunnar. V 112 Tannlæknafælni á íslands og tengsl við mat á eigin útliti. Faraldsfræðileg spurningakönnun Eiríkur Örn Arnarson', Björn Ragnarsson2, Sigurjón Arnlaugsson2, Karl Örn Karlsson2, Þórður Eydal Magnússon2 'Geðdeild Landspítala Hringbraut, Tannlæknadeild HÍ Netfang: eirikur@rsp.is Inngangur: í þessari rannsókn var litið á tíðni tannlæknafælni og tengsl hennar við mat á eigin útliti í úrtaki Islendinga. Á árunum 1972-1973 var lagskipt úrtak 1641 skólabarns valið til skoðunar á bitskekkju auk tann-, bein- og kynþroska. I spurningakönnun 22 árum síðar (1995) voru sömu einstaklingar spurðir um ýmsar breyt- ur sem tengjast munnheilsu svo sem munn- og kjálkaverki, á- lagstengd mein í kjálkum, sjálfsmat á útliti almennt sem og tanna. Efniviötir og aðferðir: Faraldsfræðileg könnun á tíðni tannlækna- fælni var gerð á lagskiptu úrtaki Islendinga. I könnuninni voru not- aðar spurningar grundaðar á skilmerkjum Bandaríska geðlæknafé- lagsins (DSM-IV) fyrir afmarkaða fælni. Af 1529 einstaklingum, sem unnt reyndist að finna, svöruðu 1192 (svarhlutfall 78%). Niðurstöður: Tuttugu og einn þátttakandi uppfyllti skilmerki DSM- IV mælikvarðans fyrir tannlæknafælni, en 75 sýndi mörg einkenni tannlæknahræðslu. Marktækur munur fannst á heildarfjölda (96) tannlæknahræddra og hinna (1096) sem viðurkenndu lítinn eða engan tannlæknaótta, hvað varðar útlit tanna þeirra. Hinir hræddu reyndust óánægðari með tennur sínar bæði einar sér og miðað við útlit andlits heldur en þeir óhræddu. Tannlæknahræddi hópurinn hafði marktækt meiri áhyggjur af heildarútliti sínu en hópurinn sem hafði engan tannlæknaótta og einnig höfðu þeir sem voru í tann- læknahrædda hópnum marktækt meiri áhyggjur af útlit tanna sinna en þeir í hópnum sem hafði engan tannlæknaótta. V 113 Erlend ættleiðingarbörn rannsökuð á Barnaspítala Hringsins 1981-1999 Gestur I. Pálsson Barnaspítali Hringsins, Landspítala Hringbraut Netfang: gesturip@rsp.is Inngangur: Þrátt fyrir stöðugar framfarir hvað tæknifrjógvanir varðar má gera ráð fyrir að um það bil 2-3% hjónabanda hér á landi séu barnlaus. Vegna þess að erfiðlega hefur gengið að fá íslensk börn til ættleiðingarö, hefur færst í vöxt að börn séu ættleidd erlend- is frá. Fyrst og fremst er um að ræða börn frá þróunarlöndum, þar sem heilbrigðishættir eru með öðru móti en hér tíðkast, sjúkdómar meðal barna tíðir og dánartala há. Á tímabilinu sem um ræðir hafa langflest erlend ættleiðingarbörn verið rannsökuð á Barnaspítalan- um. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna fjölda, uppruna og heilbrigðisástand barnanna við komu til landsins. Efniviður og aðferöir: Sjúkraskrár allra erlendra ættleiðingarbarna, sem rannsökuð voru á Barnaspítalanum á 19 ára tímabilinu 1981- 1999 voru yfirfarnar. Öll höfðu þau gengist undir læknisskoðun og rannsóknir samkvæmt ákveðnum staðli. Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 93 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.