Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 21

Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 21
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 21 fjármálagerningar og vafningar sem hafa verið í gangi ekki alltaf samastað í skattalögum.“ En breytinga er þörf að mati Elínar: „Ég vona að menn taki skattalögin til endurskoð- unar. Þau gera ekki ráð fyrir því ástandi sem er núna í þjóðfélaginu og í ljós eru að koma ann- markar í lögunum sem ekki voru fyrirsjáan- legir. Það er verið að breyta lögum og reglum í þessu ástandi sem ríkir og skattalögin eiga ekki að vera undanskilin enda hefur komið í ljós að á einstaka sviðum geta þau verið óréttlát eins og t.d. í meðferð söluhagnaðar hlutabréfa. Hverjum hefði dottið í hug fyrir ári síðan að bankarnir væru að semja við fyrirtækin sem voru í viðskiptum við þá, til þess eins að halda þeim gangandi? Slíkir samningar fela oft í sér að verið er að gefa eftir skuldir og samkvæmt skattalögunum getur eftirgjöf á skuldum myndað skattskyldar tekjur. Það sama getur gerst hjá einstaklingum sem eiga hlutabréf sem eru einskis virði í dag. Þeir geta þurft að greiða skatt af söluhagnaði á árinu án þess að geta dregið þetta tap frá, þar sem samkvæmt skattalögum er ekki um sölutap að ræða. Einnig þyrfti að kveða skýrt á um að eftirgjöf skulda hjá einstaklingum myndi ekki skatt- skyldar tekjur; í dag er það undanþegið en ein- göngu ef eftirgjöfin er vegna nauðasamninga viðkomandi. Það þarf að vera hægt að koma til móts við fólk án þess að fara hina formlegu leið nauðasamninga og gjaldþrota. Nú er t.d. spurning hvort hið sama gildi um „greiðsluað- lögunina“ sem boðuð hefur verið. Þau úrræði kunna að verða algerlega marklaus ef ekki er tekið tillit til þeirra skattalega. Ég vil einnig sjá frjálsari túlkun í sambandi við ívilnunarheimildir skattalaga. Það er að heimild til lækkunar á tekjuskattsstofni ein- staklinga vegna allskonar áfalla verði rýmd. Í ívilnunarheimildum eru m.a. talin upp veik- indi, eignatjón og slys en ekkert skilgreint í því áfalli sem fólk hefur orðið fyrir í þeim hremmingum sem nú hafa dunið yfir okkur, hjá sumum algjört fjárhagslegt hrun. Stað- reyndin er sú að ívilnunarheimildir eru yfir- leitt túlkaðar mjög þröngt og skattyfirvöld taka það ekki upp hjá sér að rýmka reglurnar. Sú rýmkun verður að koma til í formi laga- breytinga eða reglugerða þar sem kemur skýrt fram hver ívilnunin má vera. Það væri efni í langa grein að telja upp allt sem betur má fara í skatta- lögunum, bæði hvað varðar tekjuskatt og virðisauka- skatt. Við megum ekki gleyma því að skattkerfið er eitt mikilvægasta tæki rétt- arríkisins. Þetta er vand- meðfarið og afar brýnt er að réttlætis sé gætt, fólki ekki mismunað og að skattar verði ekki ósann- gjarnir, reynslan sýnir að þá verður bara meira um undanskot og skattsvik. Ekki má gleyma því að nýta má skattareglur til að ýta undir nýsköpun og ýmiskonar frumkvöðla- og þróunarstarf. Þá hefur í mörg ár verið barist fyrir úrbótum í skattalögum til að laða hingað erlent fjármagn – en það er kannski tómt mál að tala um slíkt í dag. endurskipulagning fyrirtækja Hagur fyrirtækja og einstaklinga hefur breyst mikið á síðustu mánuðum og Elín býst við að margt verði öðruvísi en verið hefur hjá mörgum þegar kemur að skattframtalinu: „Mikil þörf er nú á heildarendurskipulagn- ingu fyrirtækja, allt þarf að stokka upp og skoða hvar megi skera niður og spara. Einnig þarf fólk að horfa meira í heimildir sem það getur nýtt sér til lækkunar á tekjuskattsstofn- inum sem þýðir kannski að möguleiki er á endurgreiðslu á hluta af því sem búið er að staðgreiða. PricewaterhouseCoopers vinnur fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum og fjármálastofnanir lands- ins. „Við sinnum jafnframt ýmissi ráðgjöf í tengslum við nauðasamninga, greiðslu- stöðvanir og gjaldþrot en hætta er á að verðmæti fari forgörðum auk þess sem menn geta bakað sér bæði skaðabóta- og refsiábyrgð ef ekki er rétt að málum staðið. Einnig finnum við fyrir mik- illi þörf fyrir aðstoð við að semja við lánafyr- irtæki, sumir samningar sem fólk hefur verið að gera eru svo flóknir or margslungnir að erf- itt er að segja fyrir um afleiðingar þeirra. Í bígerð er heildarendurskipulagning á starfsemi banka, fjármálastofnana sem og margra annarra fyrirtækja, stórra sem smárra. Í þessu felast óneitanlega ýmis tækifæri og ný fyrirtæki munu koma fram. Vonandi verður þessi vinna til þess til að koma hjólunum af stað í atvinnulífinu sem allra fyrst.“ Miklar breytingar eru framundan í þjóðfélaginu og þar ættu skattalögin ekki að vera undanskilin. skógarhlíð 12 105 reykjavík sími: 5505300 netsíða: www.pwc.com/is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.