Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Qupperneq 37

Frjáls verslun - 01.01.2009, Qupperneq 37
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 37 Sett var á svið leikrit um að erlendur aðili væri hluti af þeim hópi sem gerði tilboð í Búnaðarbankann. Það reyndist sjónarspil eitt. Í Landsbankann tók ríkisstjórnin lægsta tilboði og gaf svo afslátt eftir á. Á þeim tíma voru 45% í bankanum seld á um tólf milljarða króna. Sex árum seinna þarf ríkið að leggja hundruð milljarða fram vegna Icesave-reikninganna og setja á annað hundrað milljarða í eiginfé nýs banka. Er þá ótalinn sá stóri hlutur sem lánadrottnar og sparifjáreig- endur tapa. Árið 2001 veiktist gengi krónunnar mikið. Þetta ýtti undir umræður um nauðsyn þess að taka upp alvöru gjaldmiðil hér á landi. Ráðamenn létu þær sem vind um eyrun þjóta. Hefði undirbúningur að slíku hafist þá þegar er mögulegt að samningum um það hefði verið náð. Á þeim tíma hefði einhliða upptaka evru jafnvel komið til greina því að þjóðarbúið var ekki jafnskuldugt og síðar varð. Van- traust á bönkunum var ekki landlægt á þeim tíma og litlar líkur á því að fjármagn flæddi úr landi. Árið 2003 var jafnframt ljóst að Bandaríkjamenn höfðu ekki lengur áhuga á varnarsamstarfi við Íslend- inga. Þá þegar hefði verið eðlilegt að huga að því hver stjórnmálaleg staða þjóðarinnar yrði til frambúðar. Innganga í Evrópusambandið hefði átt að koma til alvarlegrar skoðunar. Nú í haust þegar á reyndi var Ísland einangrað pólitískt. pólitískt mat bregst Árið 2003 kom upp svonefnt eftirlaunafrumvarp. Stjórnarflokk- arnir lögðu sig fram um að ná um það pólitískri samstöðu. Þegar á reyndi hlupu bæði Össur Skarphéðinsson og Steingrímur Sigfússon af hólmi, en þeir höfðu áður lofað stuðningi. Frumvarpið þrengdi að kjörum alþingismanna frá því sem áður var en rýmkaði eftirlaun ráðherra. Enn í dag á venjulegt fólk erfitt með að skilja hvers vegna ráðamenn hafa ekki sama eftirlaunarétt og sauðsvartur almúginn. Það á líka við um réttindi hæstaréttardómara og forseta. Árið 2004 lagði ríkisstjórnin fram fjölmiðlafrumvarpið. Forseti beitti þá í fyrsta sinn neitunarvaldi sínu. Vafalaust er að meirihluti almennings var á sömu skoðun og forsetinn. Ekki af því að menn væru efnislega ósammála frumvarpinu. Bæði þingmenn VG og Sam- fylkingar höfðu áður lýst svipuðum skoðunum og fram komu í því. Vegna þess hve frumvarpið var sett fram af miklum einstrengings- hætti, án þess að leita sátta fyrirfram, sáu pólitískir andstæðingar tækifæri til þess að klekkja á ríkisstjórninni og forsætisráðherranum. Á þeim tíma var sagt að lögin beindust að einum manni. Fjórum árum síðar voru flestir fjölmiðlar landsins komnir í eigu auðjöfra. Þeir urðu gagnrýnislausir á ástandið, sérstaklega ef vikið var að eig- endum þeirra. Árið 2005 var fyrrverandi forsætisráðherra skipaður formaður bankastjórnar Seðlabankans. Í stað þess að hverfa af leiksviði stjórn- málanna eins og hann talaði um sat hann sem fastast í kastljósinu og lét gamminn geysa. Það er engin ástæða til þess að stjórnmálamenn geti ekkert gert að loknum sínum ferli annað en verða sendiherrar. Hins vegar hlýtur að orka mjög tvímælis að svo umdeildur stjórn- málamaður taki að sér svo viðamikið embætti, einkum ef honum er illa lagið að temja sér háttvísi embættismannsins. skipbrot stefnu Seðlabankinn hefur haldið uppi hávaxtastefnu til þess að varðveita krónuna. Með því móti ýtti hann undir flótta lántakenda frá krón- unni og erlendar lántökur urðu almennar. Þegar krónan hrundi kall- aði það yfir heimili og fyrirtæki meiri ógöngur en dæmi eru um. Markmið hávaxtastefnunnar var að halda niðri verðbólgu. Hún er rétt innan við 20%. Markmiðið með því að hafa krónu er sagt vera að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Það stefnir nú í 10%. Fjármálaeftirlit hefur verið undir ráðuneytum Framsóknar og Samfylkingar. Það getur enginn aðhyllst þá skoðun að strangt aðhald hafi verið með fjármálastofnunum. Stærri mál hafa reynst eftirlitinu ofviða meðan það hefur einbeitt sér að einföldum sektum og áminn- ingum. Á daginn hefur komið að þeir sem stjórnuðu bönkunum hafa reynst ófærir um að meta þá áhættu sem í rekstrinum fólst. Seðlabankinn segist hafa varað mjög við hættunni á hruni bankanna. Aðgerðaáætlun virðist engin hafa verið, heldur spilað frá degi til dags þegar vandinn kom upp. Ef leitað hefði verið til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um aðstoð áður en allt var komið í óefni hefði skellurinn orðið mun minni. Sjálfstæðismenn hafa verið sakaðir um harða frjálshyggju, jafnvel nýfrjálshyggju (hvað sem það er). Engu að síður er það staðreynd að á löngum stjórnarferli þeirra uxu umsvif hins opinbera mjög mikið. Í stað þess að nýta góðæri til þess að halda aftur af ríkinu á tímum þegar einkaframtakið blómstraði ýtti ríkið undir þenslu með árlegri útgjaldaaukningu. Ríkið var að vísu skuldlítið en hefði betur átt sjóði upp á að hlaupa núna þegar rifa þarf seglin í kreppunni. Fyrri ríkisstjórn virtist eiga afar erfitt með að taka af skarið í nokkrum hlut. Núverandi stjórnarflokkar hafa þegar tekið nokkrar ákvarðanir, flestar að því að virðist í flaustri. Hreinsanir í bankaráðum sem forsætisráðherra hefur boðað benda til þess að flokkarnir hugsi sér að nota bankana sem valdastofnanir fyrir sína pótintáta. Það er skelfi- legt að faglegir stjórnendur með víðtæka þekkingu séu flæmdir burt. Nú vantar Íslendinga skýra framtíðarsýn. Margir telja að stjórn- lagabreytingar séu vænlegar til þess að koma í veg fyrir slíkan vanda. En það var fólk sem klikkaði, ekki kerfið. Meginatriði er að á sama tíma brugðust mjög margir: Stjórnmálamenn, forkólfar stærstu fyr- irtækja, fjölmiðlar og embættismenn. Almenningur vildi trúa því að góðærið væri raunverulegt. Í stað þess að láta eins og hér gangi í garð sérstök velferðarstjórn verða stjórnmálamenn að þora að setja fram ábyrgar skoðanir og umfram allt stefnu sem kemur í veg fyrir að Íslendingar lendi aftur í dýpri kreppu en allir aðrir. Gjaldþrotið er ekki bara fjárhagslegt heldur líka siðferðilegt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.