Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 102

Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 102
102 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 s t j ó r n u n sem nýttu sér þjónustu ráðgjafa, þetta átti sérstaklega við þá sem nýttu sér erlenda ráðgjafa. Ráðgjafamarkaðurinn á Íslandi er mjög ógegnsær. Tveir stórir aðilar, Capacent og ParX, auglýsa sig sem veitendur slíkar þjónustu en aðrir fjöldi annarra minni fyrirtækja starfar einnig á þessu sviði og oftar en ekki sem einstaklingar. Erlendis er þessi iðnaður orðinn gríð- arstór og veltir töluverðu fjármagni. Enn eru það bandarískir aðilar sem eru stærstir á þessum markaði og leiðandi aðilar. Síðustu ár hafa bandarísk fyrirtæki opnað útibú eða yfirtekið fyrirtæki í Evrópu. Capacent og ParX eru einmitt í tengslum við bandarísk fyrirtæki í sinni ráðgjöf. Fjölmiðlar og annað útgefið efni hafa vissulega áhrif á það hvaða stjórnendahugtök og/eða aðferðir eru áberandi hverju sinni. Þótt slíkt sé líklegur áhrifaþáttur í þekkingu stjórnandans þarf það ekki endilega að þýða að það séu bein tengsl á milli þess og að þeir innleiði þau í fyrirtæki sín. Þar sem meirihluti íslenskra stjórnenda virðist lesa, hlusta og horfa aðallega á innlent efni um viðskipti, var nauðsynlegt að kanna innlenda miðla og efni þeirra. Eftir nokkra könnun á því er niðurstaðan sú að innlent efni er undir miklum enskumælandi áhrifum og þá sérstaklega frá Bandaríkjunum. Því eru íslenskir stjórn- endur undir svipuðum ef ekki sömu áhrifum og kollegar þeirra vest- anhafs, án þess þó að hafa sjálfir mikil áhrif þar á. Svipaða sögu má segja um útgefið efni í öðrum Evrópulöndum þar sem bandarískra áhrifa gætir víða. Aftur á móti virðast evrópsk áhrif hafa skilað sér sáralítið vestur um haf. Helsti áhrifaþátturinn er menntun en langflestir stjórnendur höfðu heyrt af þessum hugtökum og/eða aðferðum í gegnum hana eða 56% en jafnframt virtust þessi hópur hafa notað þau meira en aðrir. Næstflestir, eða 23% svarenda, sögðust hafa heyrt um hugtökin úr útgefnu efni eins og bókum, blöðum, tímaritum eða ljósvakamiðlum og virtist þessi hópur hafa aðeins meiri þekkingu en aðrir. Hins vegar notaði þessi hópur stjórnenda hugtökin og aðferðirnar minnst allra. Aðeins um 8% stjórnenda höfðu heyrt um þau frá ráðgjöfum og þeir sem höfðu heyrt um þau frá samstarfsmönnum og í gegnum tengsl- anet komu þar næst á eftir. hvar kYnnast stjórnenDurnir hugtökunuM Í stjórnun? Þegar spurt var hvaðan frumkvæðið kemur að taka upp ný stjórn- endahugtök og/eða aðferðir var athyglisvert að sjá að mikill meiri- hluti stjórnendanna taldi að frumkvæðið kæmi frá þeim sjálfum. Þar á eftir frá starfsmönnum fyrirtækisins og stjórninni en í sárafáum til- vikum frá aðkeyptum ráðgjöfum. Þetta er athyglisvert þar sem aðrar spurningar í könnuninni sýndu mikla fylgni milli notkunar ráðgjafa og aukinnar notkunar þessara stjórnendahugtaka og/eða aðferða. Athyglisvert er að þegar ráðgjafar vilja innleiða þessi hugtök og/eða aðferðir í fyrirtækin er þekking stjórnandans á þeim hvað minnst. hvaÐan keMur fruMkvÆÐiÐ aÐ ÞvÍ aÐ nota kenningarnar? Hver segja þeir að sé helsta ástæðan fyrir innleiðingu? Stjórnendurnir voru sérstaklega spurðir af hverju þeir noti eða innleiði þessi hugtök og eða aðferðir í sínum fyrirtækjum og fengu þeir val um algengar ástæður sem nefndar hafa verið í sambærilegum könnunum erlendis frá. Stofnanakenningar sýna að undir mikilli pressu frá viðskiptaum- hverfinu er stjórnandinn líklegri til að innleiða nýjar lausnir, bæði í þeirri von að gera betur en líka einfaldlega til að sýnast vera að gera eitthvað í málinu eða virðast klárari en aðrir í viðskiptalífinu. Það sem vakti hvað mesta athygli við svör íslensku stjórnendanna var að þó að frumkvæðið á innleiðingu hefði komið að mestu frá þeim sjálfum og viðskiptaumhverfið einkenndist af miklum hraða og óstöðugleika, þá sögðu þeir að helsti hvatinn til að innleiða þessar lausnir hefði verið fyrir fyrirtækið en ekki vegna eiginhagsmuna. Þó að vissulega megi draga í efa að í könnun sem þessari fáist stjórnendurnir til að viðurkenna annað sýna erlendar rannsóknir fram á að þeir virðast svara þessum órekjanlegu og nafnlausu könn- unum frekar heiðarlega. Eitt skal þó bent á; þennan mismun má að hluta til eða að miklu leyti skýra með eignarhaldi í íslenskum fyr- irtækjum, þar sem stjórnendur eru oft stórir ef ekki stærstu hluthafar í fyrirtækjunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.