Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 RITSTJÓRNARGREIN FORMÚLAN ER EKKI FLÓKIN. Hún snýst um að lækka vexti stórlega og skera niður í ríkisútgjöldum. Ríkisstjórnin verður að ýta öllum málum út af borðinu næstu daga nema einu; niðurskurði á ríkisútgjöldum. Hún verður að ná 170 milljarða halla á fjárlögum niður á næstu þremur árum og skera niður útgjöld ríkissjóðs um 50 til 60 milljarða á þessu ári. Stjórnin er hins vegar hikandi, úrræðalaus og hrædd við að taka á vandanum; ákvarðanafælin. Það var ekki gæfulegt að byrja á að hækka verð á bensíni, víni og tóbaki. Sem einn stærsti skuld- arinn og með verðtryggð lán fékk ríkissjóður hækkunina beint í bakið vegna verðtryggingarinnar en tókst með brambolti sínu að hækka skuldir heimila og fyrirtækja um tugi milljarða – og máttu þau allra síst við því. ÞAÐ ER EKKI hægt að reka ríkis- sjóð með 170 milljarða halla ár eftir ár án þess að þjóðin verði gjaldþrota. Ég öfunda ekki Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra og Steingrím J. Sigfússon fjár- málaráðherra sem fulltrúa félagshyggju- aflanna að skera niður velferðarkerfið og lækka laun ríkisstarfsmanna. Þetta er jarðvegur fyrir pólitískt sjálfsmorð. FLESTIR ÁTTU VON á því að forsætisráðherra lýsti í stefnuræðu sinni hvernig stjórnin ætlaði að skera niður í ríkisútgjöldum. Það gerði hann ekki heldur talaði um nauðsynlega sam- heldni allra flokka á Alþingi. Það var út af fyrir sig gott en skipti engu máli. Stjórnarflokkarnir hefðu átt að nota þennan hálfa mánuð í Norræna húsinu, sem þeir tóku sér í að sjóða saman nýjan stjórnarsáttmála, í að skera niður í ríkisútgjöldum; fyrr hefðu þeir ekki átt að tilkynna nýja stjórn. Ríkisútgjöldin munu verða þessari stjórn að falli. Það voru heldur ekki glæsileg skilaboð um aðhald í ríkisfjármálum að halda fyrsta ríkisstjórnarfundinn á Akueyri með tilheyrandi viðbótarkostnaði. Í stjórnun er því beint til stjórnenda í fyrirtækjum, sem ætla að skera niður, að skera niður litla sýnilega bita, sem starfsmenn skilja hvað kosta, þannig að þeir fái á tilfinninguna að komið sé aðhald í rekstri. Fólk veit ekkert hvað 50 til 70 milljarðar eru mikið, en það veit hvað flugmiðarnir norður á Akureyri kosta. BREYTURNAR Í EFNAHAGSFORMÚLUNNI eru ekki margar. Það þarf að skera niður 60 milljarða á fjárlögum; ná stýrivöxtum niður í 0,5% eins og hjá nágrannaþjóðunum, aftengja verðtryggingu tímabundið með því að frysta vísitölu neysluverðs í öllum inn- og útlánasamningum og endurreisa bankana. Ríkissjóður Jóhanna, formúlan er ekki flókin Y = niðurskurður ríkisútgjalda, lækkun vaxta, afnám verðtryggingar og endurreisn banka. greiðir um 89 milljarða í fjármagnskostnað á árinu, þ.e. í verðbætur og vexti. Hann á því allt undir því sjálfur að vextir fari niður og verðtrygging verði aftengd til að ná árangri í niðurskurði ríkisútgjalda. Takist honum að skera niður á öðrum sviðum minnkar lánsfjárþörf ríkis- sjóðs enn frekar og þar með fjármagnskostnaður. Þar með myndi hann létta á þrýstingi á lánamarkaðnum, en hann keppir við atvinnulífið, sjálfa uppsprettuna, um fé spari- fjáreigenda og lífeyrissjóða. Aftengd verðtrygging gæfi honum færi á að hækka verð á opinberri þjónustu án þess að fá það strax í bakið og rústa fjárhagsstöðu fyrirtækja og heimila í leiðinni. Loks heldur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn okkur í helgreipum ef við skerum ekki niður. Lánið, sem var tekið síðastliðið haust, er háð hallalausum fjárlögum eftir nokkur ár. Þegar hefur sjóðurinn sent frá sér skýr skilaboð um að stýrivextir verði ekki lækkaðir frekar nema til komi kröftugur niðurskurður á fjárlögum. RÍKISSTJÓRNIN KEMST ekki hjá því að taka á mjög viðkvæmum málum í niðurskurðinum. Hún kemst ekki hjá því að lækka laun ríkisstarfsmanna um 10 til 15%. Hún kemst ekki hjá því að skerða lífeyris- skuldbindingar opinberra stafsmanna um einhverja tugi milljarða. Hún verður því miður að skera niður í lífeyris- tryggingum, minnka framlög til sjúkratrygginga, fæð- ingarorlofs og barnabóta. Áður hefur verið minnst á tugi milljarða í sparnað með því að lækka vexti og afnema verðtrygginguna. Eflaust þarf líka að fresta einhverjum fjárfestingum. Ég er ekki hlynntur skattahækkunum. En mér þykir líklegt að ríkisstjórnin velji þá leið. Í tímarit- inu Vísbendingu var nýlega bent á að ef persónuafsláttur yrði lækkaður um 7 þúsund hjá öllum þýddi það auknar skatttekjur upp á 17 milljarða. Ennfremur að ef skattpró- senta yrði hækkuð um 2% þýddi það 8 milljarða í auknar skatttekjur. Þetta hefði í för með sér að tekjuskattslaust láglaunafólk færi að greiða skatta á sama tíma og bætur yrðu minnkaðar. RÍKISSTJÓRNIN HEFUR ENGIN tök á gengi krónunnar í gegnum Seðlabankann. Það fellur og fellur og ýtir undir verðbólgu og gerir úrræði efnahagslífsins miklu erfiðari. Gengið ræðst fyrst og fremst af inn- og útstreymi gjaldeyris. Það tekur hins vegar tímann sinn að fá nýjan gjaldmiðil. Á meðan þarf ríkisstjórnin að láta til sín taka. Jóhanna, formúlan er ekki flókin. Y = niður- skurður ríkisútgjalda, lækkun vaxta, afnám verðtrygg- ingar og endurreisn banka. Það þarf kjark til að byrja. En þjóðin bíður ekki endalaust. Jón G. Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.