Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Side 91

Frjáls verslun - 01.04.2009, Side 91
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 91 v i ð t A l v i ð A G n A r H A n S S o n drottnana,“ segir Agnar. „Þetta hefur haft miklu alvarlegri afleiðingar fyrir Íslendinga en ef ákveðið hefði verið að allir sætu við sama borð og að reynt yrði að lágmarka tjón allra jafnt. Lán- ardrottnarnir vissu auðvitað að þeirra kröfum yrði aldrei mætt að fullu og að þeir yrðu að semja um nið- urfellingu skulda, hugsanlega mikla niðurfellingu. En það var bara ákveðið að tala ekki við þá.“ einstrengingslegar aðfarir Agnar segir að stjórnvöld hafi farið að hugsa eins og Bjartur í Sumarhúsum og ætlað að baslast áfram ein- angraðir í sínum heimi. „Það sem mér svíður mest í öllu þessu ferli er hve einstrengingslegar aðferðir Íslendinga voru,“ segir Agnar. „Ráðamenn sáu ekki fyrir tjónið sem landsmenn urðu fyrir við þessar aðfarir.“ „Framganga íslenska ríkisins var fyrir neðan allar hellur,“ heldur Agnar áfram. „Það var lagt upp með vonda stefnu. Það var eins og ráðamenn teldu að ekkert þýddi að semja og því var ákveðið að afskrifa sem mest og vona að erlendir bankamenn gleymdu því fljótt að hafa tapað pen- ingunum sínum án þess að einu sinni væri rætt við þá.“ Byrja aftur 6. október En þetta var þá – haustið 2008. Er ekki tilgangslaust að gagnrýna vegna glataðra tækifæra á liðnum vetri? „Það er enn hægt að spóla allt til baka,“ segir Agnar. „Viðurkenna einfaldlega að mistök hafi orðið við skiptingu krafna milli gömlu og nýju bankanna og að hætt verði við hana.“ „Það hefur ekki tekist að ganga frá efnahagsreikningi nýju bank- anna vegna þess að engin sátt ríkir um kröfurnar. Það er stríð og Ísland er án tengsla við fjármálaheiminn meðan svo er,“ segir Agnar. Hann segir jafnframt að mikið af verðmætum hafi glatast í vetur eftir að neyðarlögin voru sett. Því hljóti minna að koma upp í kröfur nú en hugsanlega hefði verið þá. Verðmætin rýrna ört þegar allt er komið í þrot. „Það er ljóst að nýju bankarnir yrði miklu minni en upphaflega var ætlunin, ef ráðist verður í nýja skiptingu milli gömlu og nýju bankana,“ segir Agnar. „Það þarf ekki endilega að vera svo slæmt því þá þarf ríkið að leggja þeim minna til í eiginfé. Aðalatriðið er að semja frið við hina erlendu kröfuhafa og segja að við ætlum ekki að rjúfa sambandið við hinn siðmenntaða heim.“ Óþekkt í hinum siðmenntaða heimi Agnar segist hafa setið einn fund með kröfuhöfum í Lundúnum vegna Sparisjóðabankans þar sem enginn mætti frá ríkinu. Það lýsi viðhorfinu. Og hann segir að samningar við kröfuhafana leiði ekki til þess að íslenskir skattgreiðendur verði að borga skuldir sem hlutafélög komu sér upp í útlöndum. „Það er ljóst að erlendir lánardrottnar tóku mikla áhættu í lánum til íslenskra banka og fyrirtækja og munu tapa miklu af sínum kröfum. Þetta vita þeir,“ segir Agnar. „En þeim líkar ekki að fá bara einn daginn bréf um að búið sé að kasta öllum þeirra kröfum og að ekki standi til að ræða við þá, bara heimamenn. Þannig er ekki farið að í hinum siðmenntaða heimi.“ Agnar segir að þetta sé grundvallaratriði til að koma fjármála- starfsemi aftur á legg á Íslandi. Með setningu neyðarlaganna hafi öll fjármálatengsl við umheiminn rofnað og það taki áratugi að vinna upp glatað traust að nýju. „Afleiðingarnar af því að missa tengslin við fjármálaheiminn eru miklu alvarlegri en stjórnvöld héldu,“ segir Agnar. „Afleiðingarnar af því að missa tengslin við fjár- málaheiminn eru miklu alvarlegri en stjórnvöld héldu.“ Agnar Hansson var síðasti bankastjóri Sparisjóðabankans gamla. Hann telur að stjórn- völdum hafi orðið á alvarleg mistök í bankakreppunni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.