Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 98
98 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 70 ára skipst á kveðjum Við eigum samleið O stabúðin á Skóla- vörðustíg er sann- kölluð sælkerabúð þar sem fólk fær ekki aðeins frábæra osta, inn- lenda og erlenda, heldur líka aðrar sælkeravörur. Auk þess er þar opinn hádegisverðarstaður sem nýtur mikilla vinsælda. Við þetta bætist að boðið er upp á veisluþjónustu sem hentar við öll tækifæri, jafnt uppákomur innan fjölskyldunnar og fundi og veisluhöld fyrirtækja. Þrír hressir náungar stofnuðu Ostabúðina á Skólavörustíg um áramótin 1999/2000, þeir Jóhann Jónsson matreiðslu- maður, Eggert E. Jóhannsson feldskeri og Skjöldur Sigurjóns- son á Ölstofu Kormáks og Skjal- dar. „Við rákum Ostabúðina saman í eitt ár en svo keypti ég þá félaga út úr rekstrinum og hef rekið búðina einn síðan,“ segir Jóhann sem lærði matreiðsl- una á Hótel Holti en fór síðan til starfa á Lækjarbrekku og í Iðnó og var í tvö ár á hvorum stað áður en hann sneri sér að rekstri Ostabúðarinnar. veitingastaðurinn vinsæll „Ostabúðin byrjaði með osta en síðan þróaði ég hana út í að verða öfluga sælkerabúð og bætti við veitingastaðnum árið 2003. Hann er opinn frá kl. 11.30 til 13.30. Við framleiðum mikið sjálfir af sælkeravörunum sem hér eru á boðstólum, reykjum t.d. gæsabringur, búum til villibráðar- og gæsalifrarpaté, gröfum ærkjöt og hrossakjöt og alls konar aðra rétti sem er að finna í forréttaborðinu okkar. Ekki má gleyma þeim 10 til 20 þúsund krukkum af sósum og salatolíum sem við framleiðum sjálfir og seljum á hverju ári í búðinni.“ Fyrir þremur og hálfu ári hóf Jóhann að flytja inn vörur, m.a. frá Olivers & Co. í Suður- Frakklandi. Þær hafa notið mikilla vinsælda og er ein- vörðungu hægt að kaupa í Ostabúðinni á Skólavörðustíg. „Vörurnar frá Olivers & Co. styrkja búðina mjög mikið og ekki síður það að nánast 99% af því sem við seljum fæst ekki annars staðar á landinu. Það skilur Ostabúðina algjörlega frá öðrum svipuðum búðum.“ Veisluþjónusta Ostabúðar- innar er umfangsmikil þótt heldur hafi dregið úr við- skiptum við fyrirtæki eftir að fallið kom, eins og Jóhann kemst að orði. „Við vorum með feikilega mikið af fyrir- tækjum í föstum viðskiptum en þeim hefur fækkað þótt enn séu mörg fyrirtæki sem sækja þjónustuna til okkar. En fólk heldur áfram að eiga afmæli og er með móttökur og ýmsar uppákomur innan og utan heimilis. Alltaf er mjög mikið að gera í maí og júní í kringum útskriftir mennta- og háskólanna og í desember eru það gjafakörfurnar sem við útbúum með alls konar kræs- ingum. Þá starfa hér um 20 manns en á öðrum tímum árs erum við að jafnaði fjögur eða fimm. Tíu ára afmælis Ostabúðar- innar verður minnst um ára- mótin og er ætlunin að gefa út uppskriftabók, m.a. með réttum frá hádegisverðarstað búðar- innar, sem mikið er spurt um og margir bíða eftir. OSTaBÚðin Á SkÓlaVÖrðuSTÍg: Sælkeraverslun í sérflokki Markmið: Að styrkja sælkeramark- aðinn í Reykjavík og gera viðskiptavinunum lífið létt- ara og skemmtilegt. Stofnár: 2000 Gómsætur hádegisverður á veit- ingastað Ostabúðarinnar. Jóhann Jónsson matreiðslumaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.